6.5.2008 | 18:59
Eyðilegging gróðurs í höndum óvita
Fyrir framan mig er ljósrit úr Morgunblaðinu sem einn mætur maður sendi mér. Heilsíða úr Morgunblaðinu 14. apríl : Einstigi eða mótorhjólaslóði? eftir Rúnar Pálmason blaðamann. Þarna eru viðhorf og sjónarmið þeirra sem vilja opna ný athafnasvæði fyrir torfæruhjól. Haft er viðtal við tvo sporgöngumenn þessara samtaka þá Gunnar Bjarnason og Jakob Þór Guðbjartsson. Þeir segja skilmerkilega frá þeirri skemmtun þeirra að vaða um náttúruna og finna tilfinninguna að allt rýkur bókstaflega upp: Benda þeir á að torfæruhjólamenn vilji aka eftir erfiðum vegum og torleiðum, í ósnortinni náttúru [einkennt: Mosi], gjarnan eftir einstigi sem oft er bara eitt hjólfar, en séu hvorki að leita eftir drullu, eins og sumir vilja halda. Í aukagrein er fyrirsögnin: Mosfellsheiði og Sandvík tilvalin svæði.
Greinilegt er að kröfurnar eru settar nokkuð hátt. Undarlegt er að virtur fjölmiðill á borð við Morgunblaðið birti svona sjónarmið án nokkurra athugasemda.
Landnýting af þessu tagi rúmast engan veginn í landi þar sem gríðarmikil eyðing gróðurs hefur orðið og óhemjufjármagni hefur verið varið til í þeirri viðleitni að stöðva gróðureyðingu. Hugmyndir þessara manna er að eyðileggja fornar götur,troðninga og vegi sem sumir kunna að njóta verndar laga um fornminjavernd. Engu sem er eldra en 100 ára má spilla. Skyldu menn á þeysireið í utanvegaakstri gera sér nokkra grein fyrir slíku?
Innflutningur af þessum leiktækjum fyrir þessa umhverfisspilla hefur verið óheft á undanförnum árum. Yfirleitt hafa þeir sem aðhyllast þessa lífstefnu að þeysast eftirlitslaust um óbyggðir með aksturslagi sem ekki er heimilt að landslögum enda akstur utan viðurkenndra vega ekki heimill.
Þessi tómstund sem eyrir engu á hvorki neinn lagalegan né siðfræðilegan rétt til að darka niður landið. Aðrir sem leið eiga um óbyggðir landsins. Í raun eru þeir í hliðstæðu hlutverki og brennuvargarnir sem eyra engu með fikti sínu þó svo þeir eyðileggja áratuga sjálfboðaliðastarf við að bæta gróðurfar og umhverfi sitt.
Og þegar næst til þeirra, þá bera þeir fyrir sig að þeir ætluðu aldrei að gera þetta. Brennuvargar ættu aldrei að hafa tækifæri að hafa eldspýtur eða önnur eldfæri undir höndum. Þeir sem ekki kunna að bera virðingu hvorki fyrir viðkvæmu gróðurfari landsins né þeim sem vilja sjá einhverja breytingu til betri vegar í þessum efnum.
Kannski að mjögrík ástæða sé til að leggja á hátt umhverfisgjald á innflutning og notkun þessara umdeildu ökutækja. Setja þarf skýrar reglur um hvar og hvernig megi nota þau en það er alfariðá valdi sveitarfélaga og landeigenda.
Mosi
Bloggar | Breytt 7.5.2008 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 18:02
Fyrir langt löngu
Fyrir langt löngu var Mosi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Það var í árdaga þess skóla. Þá var ekki auðvelt að fá sumarvinnu fyrir unga menntskælinga enda gekk þá erfiðir tímar eftir að síldin hafði verið ofveidd og síldarauðurinn hvarf. Þessi sumur var Mosi að vinna í Garðyrkjunni hjá Reykjavíkurborg eins og það hét og var það fremur illa launuð vinna og þætti ekki boðleg menntskælingum nú til dag.
Eitt sumarið starfaði Mosi undir verkstjórn Sveinbjarnar garðyrkjumanns fremur lágvaxins manns en hann var mikill mannkostamaður. Við höfðum aðstöðu í bakhúsi við Fríkirkjuveg 11 sem voru upphaflega hesthús og geymslur Thorsarana. Þarna var innrétt mjög notaleg og vinaleg. Við unnum létt verkamannastörf í miðbænum, Hljómskálagarðinum og auðvitað Hallargarðinum. Fyrst var undirbúið fyrir að planta sumarblómum og síðan var verið að lagfæra sitt hvað sem betur þurfti að fara. Stígarnir um Hljómskálagarðinn voru teknir í gegn þetta sumar.
Það var á þessum árum sem Þórbergur var enn á fullu í sínum göngupraxís. Hann birtist alltaf á sama tíma og hefði verið unnt að stilla klukkuna eftir honum.
Þetta var eitt skemmtilegasta sumarið í garðyrkjuvinnunni. Þarna voru ýmist annað ungt fólk sem sumt urðu þekktir borgarar. Þarna voru skemmtilegir bræður synir eins af þessum lítillátu prófessorum í Háskólanum sem lítið vilja láta á sér bera í lífinu. Ætli það sé ekki nóg af þeim sem vilja bera mikið á sér. Það var því margt lærdómsríkt þetta sólríka sumar meðal góðra vinnufélaga.
Mosi
![]() |
Vekja athygli á fornminjum í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 13:52
Fyrir 100 árum og nú
Fyrir hundrað árum voru íbúar Reykjavíkur um 11.000 að tölu. Þá var ákveðið að tala bæjarfulltrúa yrði 15 en það er sami fjöldi og nú þegar íbúafjöldinn hefur meira en tífaldast.
Fyrir 100 árum voru um 735 manns um hvern fulltrúa sem þætti sjálfsagt vel í lagt í dag. En fyrir 100 árum var þetta íhlaupastarf með ýmsu fleiru. Í dag er þetta fullt starf og er oft erfitt að manna allar nefndir og ráð borgarinnar vegna þess hve fulltrúar eru fáir.
Á öllu höfuðborgarsvæðinu eru um 195.000 íbúar og fjöldi fulltrúa er 65 í þeim sveitarfélögum sem tilheyra þessu svæði. Með öðrum orðum eru um 3.000 manns að baki hvers fulltrúa, - að meðaltali!
Ef sama hlutfall ætti að gilda yfir Reykjavík ættu borgarfulltrúar að vera um 40 að tölu. Ef sú tala væri nú mætti ábyggilega telja fullvíst að betur væri unnt að praktíoséra lýðræði í borginni en nú er.
Sagt hefur verið að oft horfi til vandræða vegna funda mikilvægra nefnda hvað þá ómikilvægari nefnda sökum þess hve borgarfulltrúar eru fáir. Þeir eru allir meira og minna á fullum launum og á þönum um allt stjórnkerfið og í raun eru þeir orðnir að n.k. smákóngum hver í sínum málaflokk. Þetta er sá beiski arfur sem Davíð Oddsson skildi eftir sig í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrsti vinstri meirihlutinn í Reykjavík 1978-1982 fjólgaði fulltrúum í 21 og var svo kjörtímabilið 1982-1986. Davíð hentaði ekki að fjölga fulltrúum þannig að hann fækkaði þeim aftur og við svo situr,- því miður með öllum þeim vandræðum sem því fylgir.
Væri ekki rétt að fjölga fulltrúum Reykjavíkur upp í um 40 þó gera mætti það í tveim áföngum? Fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010 mættu fulltrúar vera öðru hvoru megin við 30 og fjölgað um 10 við næstu kosningar þar á eftir.
Með því væri unnt bæði að styrkja lýðræðið í Reykjavík sem og að stuðla að meiri stöðugleika við stjórnun.
Mosi
![]() |
Aldarafmæli embættis borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 6. maí 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar