Nokkuð til í þessu

Nú hefur framboð á margvíslegum afþreyingarmöguleikum vaxið gríðarlega að undanförnu og á netið töluverðan þátt í því. Þó svo tómstundum fari almennt fjölgandi þá er ekki að vænta að áhugi aukist neitt úr þessu á þessari tegund tómstunda. Kynlíf er bæði tímafrekt og kallar á mikla orku. Það er því ekki á færi nema yngri kynslóðanna að sinna kalli náttúrunnar almennilega. Við sem erum komin yfir á miðjan aldur finnum okkur aðrar skemmtilegar tómstundir sem er við okkar hæfi.

Mæli með fuglaskoðun. Þær kalla á lágmarkshreyfingu en eru bæði þroskandi og bráðskemmtileg.

Mosi


mbl.is Kynlífsáhugi karla minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverskt skjálftavatn

Þegar jarðskjálftahrinur gengu yfir í kjölfar Kröfluelda á árunum 1975-1984 myndaðist nýtt stöðuvatn í Kelduhverfi. Það var nefnt skjálftavatn. Þar var jarðsig sem olli því en aðstæður eru ábyggilega mjög ólíkar, í Kína og og Kelduhverfi. 

Jarðfræðin er mjög áhugaverð vísindi en oft fylgja miklar raunir þeirra íbúa sem missa ættingja sína og eignir. Hugur okkar er auðvitað hjá þeim enda eru skelfingar sem þessar okkur Íslendingum ekki alls kostar ókunnar.

Mosi


mbl.is Gríðarstórt stöðuvatn myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Reykjavíkurflugvöllur á vetur setjandi?

Ef fólk vill hafa flugvöllinn áfram þá verður það að sætta sig við að leggja norður-suður brautina niður. Ekki er nein skynsemi að halda í hana enda er hún mikill hindrun eðlilegrar landnýtingar við þróun höfuðstaðar landsins. Austur-vestur flugbrautina má hins vegar lengja töluvert út í Skerjafjörðinn en þá verður að leiða umferð eftir syðsta hluta Suðurgötu undir brú.

Þessi flugbraut hefur verið mjög vannýtt enda dálítið styttri. Þegar vindrós Reykjavíkur er skoðuð þá eru austlægar áttir algengastar og því mun skynsamlegra að nota þá braut. Þá er mikill kostur að unnt er að draga verulega úr óþægindum fyrir þá sem búa í miðbæ, sunnanverðu Skólavörðuholti sem og í vesturbæ Kópavogs sem verða væntanlega þeirri stundu fegnastir þegar þessum ósköpum hefur verið létt af.

Vægi Reykjavíkurflugvallar á fyrst og fremst að binda við áætlunarflug innanlands, þyrluflug að einhverju leyti að ógleymdu sjúkra- og hjálparflugi. Annað flug eins og kennsluflug og tómstundaflug þarf að fara annað, t.d. væri unnt að koma slíku fyrir á minni flugvöllum, t.d. Hólmsheiði og Sandskeiði eða fyrir sunnan og vestan Straumsvíkur.

Millilandaflugi og öðru þotuflugi verður best sinnt í Keflavík. Við þurfum að setja mjög stífar hávaðatakmarkanir enda fylgir flugrekstri mjög mikill hávaði sem draga verður skilyrðislaust úr.

Mosi


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillitsemi við konur

Hægri umferð var á Íslandi fram til 1907. Þá var gerð sú breyting á þessari reglu að Hannes Hafstein lagði fram frumvarp að nýjum vegalögum. Einn þingmaður spurði ráðherran hvers vegna ætti nú að víkja til vinstri en ekki til hægri eins og tíðkast hafði.

Hannes svaraði því til að þessi breyting væri gerð fyrst og fremst af tillitsemi við konur. Svo stóð á að reiðstígar voru mjóir og þeir fáu vegir sem unnt var að aka vagni eftir, voru svo mjóir að þegar konur mættust og riðu í söðli, komust þær hvorki lönd né strönd því fótstykkin á reiðverum þeirra stóðust á!

Veturinn 1939-40 var lagt fram furmvarp á Alþingi Íslendinga um að breyta þessu aftur og skyldi tekin aftur upp hægri umferð frá og með ársbyrjun 1941. Eins og kunnugt er hernámu Bretar landið 10. maí 1940 og tóku þeir þessu eðlilega mjög illa enda áttu þeir nóg með að koma sér fyrir í stóru nánast veglausu landi.

Það varð því ekki fyrr en fyrir réttum 40 árum að við tókum aftur upp hægri regluna. Varúð frá hægri!

Mosi


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfði sem setur fræðimanna og skálda?

Það væri mjög æskilegt að opinber aðili eignist Höfða. Til þess að hús grotni ekki niður og verði tortýmingunni að bráð er nauðsynlegt eftir brýnt og aðkallandi viðhald að finna gott hlutverk til framtíðar. Þar gæti verið t.d. setur fræðimanna og skálda í einstöku umhverfi.

Mosi 


mbl.is Einstæð náttúruperla seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband