Gott og vel, - en...

Íslendingar hafa verið iðnir við að virkja náttúruöflin og er það ágætt. En við verðum að gæta þess að detta ekki í þá gryfju að vera að flýta okkur um of. Virkjanir hafa áhrif hvort sem eru vatnsaflsvirkjanir eða gufuaflsvirkjanir. Kostir þeirra síðarnefndu eru margir t.d. að ekki þurfi að eyðileggja fossa, flytja til vatnsföll og byggja stíflur sem eru eins og svöðusár í landslaginu.

Gufuaflið hefur þann ókost að ýmsar lofttegundir losna úr iðrum jarðar sem betur væria að vera án en hafa. Þar er brennisteinssambönd ýms sem valda ýmsu tjóni á náttúrunni en þó er ofnæmi og óþægindi vegna öndunar það sem einna verst er. Nú telja þeir Orkuveitumenn að þeir hafi dottið niður á aðferð sem verður notuð við Bitruvirkjun. Af hverju ekki að taka þessa nýju tækni nú þegar í notkun í núverandi Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun? Auka mætti hagkvæmni með því að fá sem fyrst reynslu af þessari nýju tækni.

Þá þarf að leggja meiri áherslu á að grafa háspennulínur niður. Þær eru skelfileg lýti á landslaginu. Hvar eru allir þessir vandlætingjar sem hafa skógrækt á hornum sér? Aldrei gagnrýna þeir háspennulínurnar og valda þær mun meiri sjónrænni mengun en skógræktin sem fellur vel að landslagi sem háspennulínurnar gera ekki.

Orka fer hækkandi og sennilega verður meiri þrýstingur á Íslendinga að opna fyrir meiri stóriðju en þegar er fyrir í landinu. Því miður hafa Íslendingar sýnt af sér dæmalaust að leggja ekki skatt á mengandi starfsemi hvort sem er álbræðslur og önnur stóriðja. Þá þarf að leggja umhverfisskatt á innflutta brennanlega orku en draga úr öðrum gjöldum á móti. Þá fjármuni sem innheimtir væru í gegnum umhverfisskatt mætti nýta til að þróa aðferðir að auka innlenda orku sem og að binda koltvísýring og aðrar skaðlegar lofttegundir t.d. með skógrækt í fjallshlíðum og þar sem þessi landnýting keppir ekki við aðra tegund landnýtingar, t.d. kornrækt og túnrækt.

Mosi

 


mbl.is Segja hveralykt frá væntanlegum virkjunum hverfandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjulegur dagur

Í gær var óvenjulegur dagur, dagur þriggja funda. Í vinnunni er oft nauðsynlegt að bera bækur sínar saman við starfsfélaga og af því tilefni hittumst við nær 20 bókasafnsfræðingar úr hinum ýmsu framhaldsskólum til fundar. Að þessu sinni var tilefni hjá mér að halda fund en hann var sá síðasti sem eg sat. Hef staðið frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eg ætti að hætta eftir 14 ára starf sem forstöðumaður skólabókasafnsins í Iðnskólanum í Reykjavík eða skrifa undir nýjan samning við nýjan sameinaðan skóla, Tækniskólann. Oft er gott og ekki síður hollt að skipta um starfsvettvang, tækifærin eru mörg þrátt fyrir að vofa atvinnuleysis virðist vera komin á kreik í íslensku samfélagi.

Þetta var ágætur fundur þar sem ýms sameingin mál bera upp og hópur okkar hefur tekið til skoðunar. Eitt þessara mála er sú staðreynd, að með auknum kröfum um hagkvæmni í rekstri þá er verið að þrengja að hag skólasafna. Í sumum skólum þar sem einkavæðing hefur komið við sögu, hefur jafnvel verið farin sú leið að koma þessu þjónustuhlutverki yfir á einhvern annan óskildan aðila. Við skoðuðum t.d. nýlegt dæmi þar sem þessari skyldu sem bundin er í núgildandi lögum um framhaldsskóla, var komið á almenningsbókasafn með munnlegu samkomulagi símleiðis! Nær þetta nokkurri átt? Í öllum framhaldsskólum á lögum samkvæmt að vera skólasafn þar sem nemendur hafa greiðan aðgang að ýmsum handbókum, orðabókum og uppsláttarritum sem nýtast í námi þeirra og þjálfun. Sá sem ekki hefur þennan greiða aðgang verður alltaf töluvert á eftir öðrum, verður eftirbátur annarra og það er einmitt þessi gamla germanska hefð að nýta sameinginlega það sem við höfum og eigum og getum nýtt sameiginlega.

Þegar heim var komið var stjórnarfundur í Sögufélagi Kjalarnesþings sem haldinn var í Draumakaffi í Mosfellsbæ. Við í félagsstjórninni tókum ákvörðum vegna undirbúnings aðalfundar, breyta þarf smávægilega ákvæði í lögum félagsins um kosningu til stjórnar, gera bæði einfaldara og skilvirkara. Þá var að ákveða stund og stað fyrir aðalfundinn sem verður væntanlega í Áslák 30. apríl n.k., daginn eftir aðalfund Umhgverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar en Mosi er formannsnefnan í því ágæta félagi. Bæði þessi félög hyggjast efna til sameiginlegrar „Hitaveitugöngu“ undir lok maí og tilefnið er að um þessar mundir eru 100 ár frá því að heita vatnið var fyrst nýtt til húshitunar á Íslandi. Upphaf þess var allbroslegt og með nokkrum þjóðsagnablæ og verður ábyggilega rifjað upp meðan á göngunni meðfram Varmá stendur laugardaginn 31. maí.

Þriðji fundurinn var síðan aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar þá um kvöldið sem stóð frá 8 til rúmlega 10. Nú er Mosi búinn að vera nær hálfa ævi sína eða um aldarfjórðung í stjórn félagsins og þótti vera kominn tími til að standa upp fyrir yngra fólki, sjálfsagt löngu kominn tími til. Eftir að Mosi byrjaði að stunda eigin skógrækt fyrir nokkrum árum þá hefur þeim stundum fækkað stórlega þegar hann hefur sinnt sjálfboðaliðastarfi í skógræktarfélaginu. Það hefur verið góður, hreint frábær félagsskapur þar sem skiptist á hæfileg bjartsýni og raunsæi. Við höfum notið góðrar stjórnar formanna sem hafa drifið þetta starf með þvílíkum myndarskap að nú er vart til það fjall eða fjallshlíð innan Mosfellsbæjar sem ekki hefur verið klædd skógi. En víða má taka til hendi og þessi arfur sem komandi kynslóðir munu fá að arfi frá okkur sem eldri erum, verður vonandi bæði drjúgur og öðrum hvatning að horfa enn lengra fram á veginn. Vonandi verður hann til að hvetja til frekari dáða og nauðsyn þess að auka sem mest skóg á Íslandi enda má víða sjá ánægjulega breytingu þar sem njóta má bæði skjóls og aukinnar fjölbreytni í gróðri og fuglalífi.

Við vorum tvö sem ákváðum að draga okkur í hlé úr stjórninni. Félagar okkar færðu okkur blómvendi og það varð eiginlega til þess að gera mig gjörsamlega kjaftstopp og gerist það æríð sjaldan.  Á dauða mínum átti eg fyrr von á en ekki þessu.

Það var ansi lítið eftir af „Mosanum“ þegar hann hjólaði heim til sín með blómvöndinn í annarri hendi og skreið upp í rúmið og svaf svefni þeirra sem telja sig vera að breyta rétt.

Mosi  


Bloggfærslur 22. apríl 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband