Fyrir 40 árum

Nú bregður mörgum í brún um skyndlilegt fall á íslensku krónunni. Undanfarin ár hafa fáir gjaldmiðlar verið jafn stöðugir og íslenska krónan en nú kemur í ljós að „stöðugleikinn“ virðist vera á brauðfótum að ekki sé dýpra tekið í árina.

Fyrir 40 árum máttu íslenskir alþýðumenn horfa upp á meira gengisfall:

24. nóv. 1967 var gengi krónunnar fellt um 24,6% og tæpu ári síðar eða 11.nóv. 1968 aftur um 35,2%. Á tímabili sem stóð innan við ár hafði bandaríkjadalurinn hækkað um nálægt 100% eða úr 43 krónum í 87. Allt efnahagslífið varð lamað við þetta og ástæðan var sú að síldveiðar brugðust, síldin hafði gjörsamlega horfið. Þá var útflutningsverðmæti Íslendinga að þriðja parti bundin síldarútflutningi.

Svona var nú það og þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn héldi um stjórnartaumana með Alþýðuflokknum, dugði það ekki til.

Nú er ekkert annað að gera en að doka og fylgjast með. Það sem mestu máli skiptir núna er að  spara sem mest og losa sig sem mest við skuldir. Aðeins þolinmæði og þrautseigja dugar og að bíta á jaxlinn yfir því sem orðið er.

Mosi 

 


mbl.is Mesta gengisfall á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúð með Tíbet

Gjörvöll heimsbyggðin fylgist gjörla með réttindabaráttu víða um heim. Tíbet hefur því miður verið í nær hálfa öld undir hernaðarhæl kínverska alþýðulýðveldisins. Víða hefur verið mótmælt en litlu hefur miðað áleiðis.

Nú hefur ungur maður fallið fyrir þeirri freistingu að láta verkin tala með því að ata rauðri málningu um tröppur kínverska sendiráðsins. Auðvelt er að skilja ástæður hans. En þetta er satt best að segja ekki á gráu svæði heldur kolsvörtu. Allir verða að bera virðingu fyrir sendiráðum, þau eru hluti af viðkomandi ríki og eiga að njóta fullkominnar verndar þess ríkis þar sem þau starfa. Á þessu byggist gagnkvæmur trúnaður og við viljum ekki að sendiráð okkar í Kína verði fyrir neinum skaða né að starfsfólki þess sé sýnd lítilsvirðing.

Við höfum rétt á að láta skoðanir okkar í ljós framan við erlent sendiráð en bera þarf fyllstu virðingu fyrir diplómatísku starfi. Meðan mótmæli eru friðsöm þá geta þau verið jafn áhrifamikil ef ekki áhrifameiri en „að láta verkin tala“. Við verðum ætíð að huga að mögulegum afleiðingum af því sem við framkvæmum. Oft er betra heima setið en heiman farið!

Mosi 


mbl.is Hellti rauðri málningu á sendiráðströppur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt ástand

Eitt af mikilsverðustu hlutverkum ríkisvaldsins í lýðræðislegu réttarríki er að tryggja velferð og öryggi borgaranna. M.a. er löggæsla.

Það er mjög kyndugt að á undanförnum árum hafi dregið mjög úr starfsemi löggæslunnar rétt eins og verið sé aðkoma á móts við væntingar ýmis konar misyndismanna. Fyrir þeim er lögreglan aðeins til trafala.

Nú vaða uppi alls konar vandræðamenn og lögreglan fær litlu áorkað. Eiturlyf flæða um landið, ofbeldi eykst með hverju árinu sem líður, dómar yfir ofbeldismönnum fer fjölgandi. Á að draga úr starfsemi lögreglunnar undir slíkum kringumstæðum? Nei, það er ekkert sem mælir með því.

Mosa skilst að nú sé fjöldi lögreglumanna í algjöru lágmarki. Þeir eru álíka margir og var fyrir um aldarfjórðungi á höfuðborgarsvæðinu þó svo að íbúum hafi fjölgað mjög mikið og umsvif lögbrjóta hafi aukist. Á þessu þarf að ráða bót á og gera starf lögreglumanna auðveldara en andlegt og líkamlegt álag meðal þeirra hefur aukist óhóflega og nær ekki nokkurri átt.

Mosi 


mbl.is Minni þjónusta til þess að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband