Erfiðleikatímar framundan?

Landsvirkjun býr sig undir lokareikninginn

Nú eru framundan mjög varhugaverðir tímar: í þeim ólgusjó sem nú geysar á fjármálamarkaði heims eru góð ráð dýr. Landsvirkjun þarf að styrkja fjárhag sinn allverulega enda eru mikil og umdeild framkvæmdaár að baki. Þó Kárahnjúkavirkjun sé nær tilbúin er eftir að gera verkið fjárhagslega upp. Reikna má með allverulega hærri lokareikning frá ítalska fyrirtækinu en lagt var upp með fyrir réttum 5 árum. Margt bendir til þess að næstu misseri verði Landvsirkjun mjög erfið fjárhagslega. Lán þetta er tekið með þeim kjörum sem nú einkennir alþjóðlega lánsfjárkreppu og oftast hefur Landvirkjun fengið hagstæðari kjör en að þessu sinni.

Fyrir 5 árum var fjárhagur Landsvirkjunar mjög traustur. Þá voru skuldir óverulegar og tekjur stöðugar, sem sagt fjárhagurinn stóð í miklum blóma. En öfgar stjórnmálanna láta ekki eftir sér bíða og fyrirtækinu var att út í þessar umdeildu framkvæmdir með ákvörðunum stjórnmálamanna sem höfðu slík hreðjatök á þjóðinni að undrum sætti. Álverð stendur að vísu nokkuð hátt um þessar mundir sem hefur góð tíðindi fyrir Landsvirkjun hvað orkuverð varðar. En hversu lengi verður það? Með vaxandi framleiðslu á áli má vænta þess að markaðurinn mettist og verð fari aftur lækkandi.

Þá verður arðsemin því miður mun verri en hún virðist vera nú í dag.

Mosi 


mbl.is Landsvirkjun gefur út skuldabréf fyrir 6,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur veit ekki í vandræðum

Óhætt má segja að Vilhjálmur borgarstjóri sé í endalausum vandræðum.

Strax í fyrsta embættisverki sínu sem borgarstjóri varð honum á að semja við sjálfan sig!  Hann var stjórnarformaður Hjúkrunarfélagsins Eik þegar hann tekur við sem borgarstjóri eftir að þeir Björn Ingi mynduðu mjög veikan meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Sem stjórnarformaður Eikur semur hann við sjálfan sig sem borgarstjóri um tiltekin verkefni! Nú er það ákaflega klaufalegt af borgarstjóra sem jafnframt er lögfræðingur að hafa ekki komið af sér stjórnarformennskunni yfir á einhvern annan. Í stjórnarfarsrétti þykir rétt að sá sem er í fyrirsvari fyrir einhvern hagsmunahóp, félag eða e-ð annað þar sem hagsmunir kunna að skarast, að viðkomandi segi af sér slíkum starfa alla vega meðan hann gegnir trúnaðarstarfi.

Síðasta verk Vilhjálms sem borgarstjóra var að skjótast upp í gröfu og taka fyrstu almennilega skóflustunga fyrir nýju hjúkrunarheimili. Hvort hann var þar sem stjórnarformaður eða borgarstjóri veitenginn og kannski Vilhjálmur síst af öllum!

Það eru því ekki nein ný tíðindi að Vilhjálmur komi af fjöllum. Kannski væri best fyrir aann að taka saman pjöggur sínar og finna skræðurnar um stjórnarfarsrétt eftir Ólaf Jóhannesson sem hann hefði betur átt að kynna sér í tíma og lesa sig betur um vanhæfisreglur og aðra praktíska lesningu sem hefði vissulega nýtst honum vel í sínu starfi sem borgarstjóri. En það er of seint að vera vitur eftir á. Kannski getur hann hangið í þessum veika meirihluta sem er því miður ekki sérstaklega lífvænlegur fremur en aðrir veikir meirihlutar sem hafa ekki lafað nema örfáa mánuði.

Mosi 


mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

Óhætt má segja, að Ólafur borgarstjóri í Reykjavík hefur valið mjög góðan aðstoðarmann. Ólöf Guðný Valdemarsdóttir hefur mjög góða menntun sem arkitekt. Hún hefur aflað sér mikillar og dýrmætrar reynslu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs sem á ábyggilega eftir að nýtast henni mjög vel í sínu nýja.

Mosi minnist Ólafar sem formaður Landverndar á erfiðleikatímum þegar stjórnvöld reyndu að gera allt til að grafa undan þessum merku þverpólitísku umhverfissamtökum.

Mosi vill óska Ólafi til lukku með valið og megi það verða Reykvíkingum sem og öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins lykill að aukinni hagsæld.

Mosi - alias


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband