8.2.2008 | 17:27
Erfiðleikatímar framundan?
Landsvirkjun býr sig undir lokareikninginn
Nú eru framundan mjög varhugaverðir tímar: í þeim ólgusjó sem nú geysar á fjármálamarkaði heims eru góð ráð dýr. Landsvirkjun þarf að styrkja fjárhag sinn allverulega enda eru mikil og umdeild framkvæmdaár að baki. Þó Kárahnjúkavirkjun sé nær tilbúin er eftir að gera verkið fjárhagslega upp. Reikna má með allverulega hærri lokareikning frá ítalska fyrirtækinu en lagt var upp með fyrir réttum 5 árum. Margt bendir til þess að næstu misseri verði Landvsirkjun mjög erfið fjárhagslega. Lán þetta er tekið með þeim kjörum sem nú einkennir alþjóðlega lánsfjárkreppu og oftast hefur Landvirkjun fengið hagstæðari kjör en að þessu sinni.
Fyrir 5 árum var fjárhagur Landsvirkjunar mjög traustur. Þá voru skuldir óverulegar og tekjur stöðugar, sem sagt fjárhagurinn stóð í miklum blóma. En öfgar stjórnmálanna láta ekki eftir sér bíða og fyrirtækinu var att út í þessar umdeildu framkvæmdir með ákvörðunum stjórnmálamanna sem höfðu slík hreðjatök á þjóðinni að undrum sætti. Álverð stendur að vísu nokkuð hátt um þessar mundir sem hefur góð tíðindi fyrir Landsvirkjun hvað orkuverð varðar. En hversu lengi verður það? Með vaxandi framleiðslu á áli má vænta þess að markaðurinn mettist og verð fari aftur lækkandi.
Þá verður arðsemin því miður mun verri en hún virðist vera nú í dag.
Mosi
![]() |
Landsvirkjun gefur út skuldabréf fyrir 6,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2008 | 16:45
Vilhjálmur veit ekki í vandræðum
Óhætt má segja að Vilhjálmur borgarstjóri sé í endalausum vandræðum.
Strax í fyrsta embættisverki sínu sem borgarstjóri varð honum á að semja við sjálfan sig! Hann var stjórnarformaður Hjúkrunarfélagsins Eik þegar hann tekur við sem borgarstjóri eftir að þeir Björn Ingi mynduðu mjög veikan meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Sem stjórnarformaður Eikur semur hann við sjálfan sig sem borgarstjóri um tiltekin verkefni! Nú er það ákaflega klaufalegt af borgarstjóra sem jafnframt er lögfræðingur að hafa ekki komið af sér stjórnarformennskunni yfir á einhvern annan. Í stjórnarfarsrétti þykir rétt að sá sem er í fyrirsvari fyrir einhvern hagsmunahóp, félag eða e-ð annað þar sem hagsmunir kunna að skarast, að viðkomandi segi af sér slíkum starfa alla vega meðan hann gegnir trúnaðarstarfi.
Síðasta verk Vilhjálms sem borgarstjóra var að skjótast upp í gröfu og taka fyrstu almennilega skóflustunga fyrir nýju hjúkrunarheimili. Hvort hann var þar sem stjórnarformaður eða borgarstjóri veitenginn og kannski Vilhjálmur síst af öllum!
Það eru því ekki nein ný tíðindi að Vilhjálmur komi af fjöllum. Kannski væri best fyrir aann að taka saman pjöggur sínar og finna skræðurnar um stjórnarfarsrétt eftir Ólaf Jóhannesson sem hann hefði betur átt að kynna sér í tíma og lesa sig betur um vanhæfisreglur og aðra praktíska lesningu sem hefði vissulega nýtst honum vel í sínu starfi sem borgarstjóri. En það er of seint að vera vitur eftir á. Kannski getur hann hangið í þessum veika meirihluta sem er því miður ekki sérstaklega lífvænlegur fremur en aðrir veikir meirihlutar sem hafa ekki lafað nema örfáa mánuði.
Mosi
![]() |
Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2008 | 12:06
Góð ákvörðun
Óhætt má segja, að Ólafur borgarstjóri í Reykjavík hefur valið mjög góðan aðstoðarmann. Ólöf Guðný Valdemarsdóttir hefur mjög góða menntun sem arkitekt. Hún hefur aflað sér mikillar og dýrmætrar reynslu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs sem á ábyggilega eftir að nýtast henni mjög vel í sínu nýja.
Mosi minnist Ólafar sem formaður Landverndar á erfiðleikatímum þegar stjórnvöld reyndu að gera allt til að grafa undan þessum merku þverpólitísku umhverfissamtökum.
Mosi vill óska Ólafi til lukku með valið og megi það verða Reykvíkingum sem og öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins lykill að aukinni hagsæld.
Mosi - alias
![]() |
Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 8. febrúar 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar