20.2.2008 | 11:27
Spaugstofufrétt?
Halda mætti að þetta sé grín, frétt á vegum Spaugstofunnar. Þegar fyrir liggur rökstuddur grunur um að ákveðnir hlutir séu þýfi, hvaða ástæður eru fyrir því að lögregla skili því til þjófanna? Spurning hvort lögreglumennirnir séu þá ekki orðnir hlutdeildarmenn í brotinu.
Alla vega ef meint þýfi finnst í vörslum þjófa þá mætti ætla að það sé fyrst og fremst á valdi dómstóls að meta það hvort lögfull sönnun liggi fyrir að tiltekinn hluti sé hluti af þýfi. Miðað við þann skilning sem fram kemur í fréttinni er verið að gefa þjófum þá leiðbeiningu að þeir eigi að taka af verðmiða áður en þeir láti greipar sópa. Þá megi þeir reikna með að lögreglan láti þjófnaðinn viðgangast.
Á þessu þarf að taka betur. Ef einhver er staðinn að hafa hluti í vörslum sínum sem bera öll merki að sé þýfi, þá ber auðvitað að meðhöndla það mál eftir því. Annað er broslegt. Er annars ekki nóg að hafa eina Spaugstofu?
Mosi
![]() |
Hluta af varningnum skilað til hinna grunuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 09:07
Vont getur varla versnað
Skiljanlegt er að þeir sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum, vilji annan oddvita en Vilhjálm. Með arfavitlausri aðferðafræði tókst honum að klúðra REI málinu en ALLIR borgarfulltrúar voru í raun fylgjandi þeirri hugmyndafræði sem REI stendur fyrir. Aðferðin hvernig átti að koma þessu fyrirtæki á koppinn var ekki sérlega lýðræðisleg og það er eins og fyrir Vilhjálmi hafi vafist hvernig átti að standa rétt að þeim málum. Afleiðing þessara grafalvarlegu mistaka eru þau, að REI verkefnið hefur tafist um meira en hálft ár, öllum landsmönnum til mikils tjóns. T.d. voru hlutabréf í fyrirtækinu Atorka sem á nú um 43% í Geysir Green Energy fallið úr 11.4 í okt. s.l. niður fyrir 8. Fullyrða má að þarna sé mjög gott kauptækifæri fyrir fjárfesta enda er GGE tiltölulega stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja.
Þó Vilhjálmur sé lögfræðingur þá hefur fleira vafist fyrir honum fram að þessu. Sem stjórnarformaður hjúkrunarheimilisins Eir bar honum að segja af sér þeirri formennsku þegar hann tekur við sem borgarstjóri eftir síðustu sveitastjórnakosningar. Fyrsta embættisverk hans sem borgarstjóri var nefnilega að semja við sjálfan sig sem samræmist ekki í lýðræðislegri stjórnsýslu! Að sitja beggja megin borðs gengur ekki sökum vanhæfisreglu stjórnsýslunnar. Hjúkrunarheimilið fékk mjög eftirsótta lóð í Reykjavík sem allmörg byggingafyrirtæki hefðu gjarnan viljað fá. Síðasta verk Vilhjálms sem borgarstjóra, eða stjórnarformanns Eir, var að stíga upp í stóra gröfu og taka fyrstu skóflustunguna! Því miður virðist sem enginn hafi séð ástæðu til að benda á þessa vankanta.
Sem andstæðingur Sjálfstæðisflokksins hefði eg gjarnan viljað hafa Vilhjálm áfram sem oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er auðveldur skotspónn og væri mjög veikur borgarstjóri. En óhætt er að óska Reykvíkingum til hamingju ef þeir eigi von á öðru borgarstjóraefni en Vilhjálmi. Hanna Birna og fleiri hafa sýnt að töluverður töggur getur verið í þeim, verðugri andstæðingar en Vilhjálmur er.
Vont getur varla versnað - úr þessu!
Mosi
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 08:15
Verðugt viðfangsefni
Virkjun jarðahita hefur marga kosti umfram vatnsaflsvirkjanir með einni undantekningu: brennisteinn. Á kynningarfundi á vegum Orkuveitu Reykjavíkur um fyrirhugaða jarðhitavirkjun á Bitru austan Hengils og norðvestan Hveragerðis var sýnt fram á að tiltölulega lítið mál væri að skilja brennisteininn úr og dæla honum aftur niður í jarðskorpuna. En af hverju er það ekki þegar gert? spurði einn viðstaddra. Þeir Orkuveitumenn ráku e-ð í vörðurnar og kváðu við að þetta væri nokkuð kostnaðarsamt miðað við núverandi aðferð.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni! Við verðum að óska eftir því að á þessu viðfangsefni verði tekið. Ekki er æskilegt að hleypa auknu magni brennisteins út í náttúruna en fyrir er enda þetta efni varhugavert og hefur ýms óæskileg áhrif. Spurning hvort unnt sé að fella brennisteininn úr gufunni, hreinsa hann og gera að aukaafurð orkuvinnslu. Allt er þetta spurning um rétta aðferð og hagkvæmni.
Nú eru Íslendingar þekktir fyrir að vera úrræðagóðir og því til mikils að vinna að brennisteinninn verði ekki sú hindrun að við nýtum okkur jarðhitann betur.
Mosi
![]() |
Brennisteinn frá Hellisheiði hættulegur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 20. febrúar 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar