Einkennileg yfirlýsing

Einkennileg er sú yfirlýsing frá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra að nú sé allt í lagi fyrir fjármálastofnanir að gera upp í evrum. Það var öðru nær að ætla mætti að það væri líkt að nefna snöru í hengds manns húsi að íslensk fyrirtæki vildu gera ársuppgjör sín í evrum í stað íslenskra króna. Þessi gjaldmiðill, íslenska krónan, er nánast orðinn safngripur og ætti að umgangast hann sem slíkan. Leggja ber fremur áherslu á að aðalfundir íslenskra hlutafélaga fari fram á íslensku og ársskýrslur þeirra séu á íslenskri tungu svo lengi sem fyrirtækin eru skráð á Íslandi. Opinber stjórnsýsluaðili má ekki undir neinum kringumstæðum leggja steina í götu þeirra fyrirtækja sem haslað hafa sér völl erlendis og sækja nú þaðan megnið af tekjum sínum. Á síðasta ári fóru aðalfundir a.m.k. tveggja íslenskra fyrirtækja fram á ensku þó þeir væru háðir á Íslandi, þ.e. Exista og Kaupþing.

Á undanförnum mánuðum hefur gengi hlutabréfa fallið mjög mikið m.a. vegna óhóflega hárra stýrivaxta sem Seðlabankinn ákveður. Háir vextir er mikill hemill á þróun hlutabréfamarkaðarins og veldur fyrirtækjunum mjög þungum búsifjum. Nær hvarvetna í nágrannalöndunum eru stýrirvextir lækkaðir.

Núna bætist það við, að við gerð kjarasamninga er ein mikilsverðasta hindrunin að stýrirvextir eru allt of háir. Ætlar Seðlabankinn að stefna því mikilvæga starfi í uppnám? Ófriður á vinnumarkaði hefur alltaf reynst íslensku atvinnulífi já öllu íslensku samfélagi mjög illa og hefur ætíð dregið dilkm á eftir sér.

Það er því krafa Mosa að annað hvort lækkar Davíð Oddssons ofurbankastjóri Seðlabanka Íslands stýrirvextina - eða hann segir af sér og það STRAX!

Mosi


mbl.is Ekki ákvörðun Seðlabankans að heimila ekki uppgjör í evrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó!

Þeir sem stýra stjórnmálaflokkum á Íslandi ber að athuga að meginhlutverk ALLRA stjórnmálaflokka á Íslandi er að vinna að lýðræðislegu samfélagi, einnig Sjálfstæðisflokkurinn!!!

Því er Blaðamannafélagi Íslands þakkað að vera vel á verði!

Mosi


mbl.is Blaðamannafélagið sendir Sjálfstæðisflokki bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband