13.2.2008 | 18:46
600 fjár - er það ekki nokkuð djarft á ríkisjörð?
Nú er þetta dágóður sauðfjárbúskapur sem byggist að verulega leyti á rányrkju. Það er alveg óþarfi að styrkja þá starfsemi meira en verið hefur. Kannski að næsti klerkur sem vill sitja þessa jörð vilji auka trjávöxt jarðarinnar og þá er sauðfjárbúskapur eitt það versta sem hægt er að hugsa sér. Satt best að segja þá er þörf á að efla fremur trjárækt en sauðfjárbúskap. Það fer aldrei saman en vetrarbeitin semer gjarnan stunduð til að létta fóðrun á vetrum en hefur eyðilagt meira en flest annað, jafnvel eldgos.
Sauðfjárbúskap þarf að stunda þar sem ekki er níðst á náttúrunni. Fátt hefur eyðilagt meira en vetrarbeit og óhóflegur útigangur sem því miður á ekki að ríkisstyrkja undir neinum kringumstæðum, jafnvel þó einhver kunni að vera afkomandi góðs og mæts guðsmanns.
Sjálfur er eg kominn af þeim fræga Jóni Steingrímssyni eldklerki og hef sett mig töluvert inn í þær þrengingar sem Íslendingar urðu að ganga í gegnum á fyrri tíð. Í dag þar sem nóg er til af öllu, meira að segja offramleiðsla landbúnaðarvara, þá þarf ekki að sitja uppi með fleiri sauði en nauðsynlegt er í íslenskri náttúru.
Sauðfjárbúskap á ekki að stunda á ríkisjörðum enda væri nauðsynlegri skógrækt sett mjög erfið skilyrði í grennd við þessa sísvöngu sauði sem alltaf hefur verið erfitt að koma lögum yfir og sérstaklega eigendurna.
Mosi
![]() |
Þórarinn flytur úr Laufási |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2008 | 18:03
Mikil tíðindi
Ljóst er að eins manns dauði er annars brauð - eða þannig. Rekstur Fl group ber með sér að þeir FL - group menn gerðu sér grein fyrir að fjárfestingastefna þeirra hefur ekki borið þann árangur sem þeir töldu. Ljóst var að fjárfesting í gömlu amerísku flugfélögunum voru mikil afglöp og fjárfestingar í þýska Commercebankanum hefðu þurft betri ígrundunar við. Og nú hafa þeir selt hlut sinn í Geysi Green. Ekki kemur fram hversu mikið þeir Atorkumenn og Glitnir hafa keypt hvor um sig en ábyggilega á þessi fjárfesting þessara aðila eftir að skila sér en það þarf að sýna þolinmæði.
Geysir green er spennandi fyrirtæki.
Mosi
![]() |
FL Group hefur selt Geysi Green |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 16:14
Hagsmunir efnahagslífsins
Nú er svo komið að tekjur íslensku bankanna koma að mestu utanlands eftir að þeir hafa haslað sér völl erlendis. Það er því mjög eðlilegt að stjórnendur þessara banka sem og annarra fyrirtækja sem starfa að mestu erlendis en hafa meginstarfstöð sína á Íslandi að gera upp fjármál sín í erlendum gjaldeyri. Íslenska krónan er því miður að verða safngripur hvort sem þeim ser málið varðar, vetur eða verr.
Íslensk fyrirtæki hafa mörg hver ársreikninga sína á erlendu máli og aðalfundurinn er haldinn á ensku eða öðru tungumáli. Satt best að segja finnst mér það mun verr en að sjá á eftir krónunni íslensku sem ætíð hefur verið meira til vandræða en gagns. Hvernig er annars með krónuna? Er hún nokkuð íslenskari en aðrar myntir og seðlar að öðru leyti en því að letur er á íslensku? Hvorttveggja er slegið og prentað í erlendum myntsláttum og prnetsmiðjum og þessir hlutir eru því lítið íslenskari en aðrir sambærilegir hlutir.
Mosi leggur því eindregið til að öll fyrirtæki geri upp í evrum en haldi aðalfund sinn á íslensku. Túlka má fyrir erlenda hluthafa ef þörf er fyrir því. Sennilega mun Seðlabanki og þeir sem aðhyllast takmarkalausa miðstýringu hafa e-ð um það að segja en eru það ekki viðskiptaleg rök fyrir því að fyrirtæki fái óafturkræft frelsi að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þeim er hentugast?
Við skulum halda í íslenskuna á aðalfundum enda verði þeir haldnir á Íslandi meðan fyrirtækin hafi starfstöðvar sínar hér og fyrirtækin vilja starfa á Íslandi. Með því getum við aðlagað betur þarfir og hagsmuni efnahagslífsins við íslenskt þjóðlíf.
Mosi
![]() |
Eðlilegt að skrá hlutabréf í erlendri mynt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 11:16
Góðar fréttir
Meiðyrðamál eru með leiðinlegri málum sem koma til dómstólanna. Þar eru rifjaðar upp skammir og vafasamar fullyrðingar sem fram hafa verið settar og oft á mjög vafasaman hátt. Þeir sem fjalla um fréttir verða því að vera vandir að virðingu sinni og fullyrða ekki meira en efni standa til.
Þeir Extrablaðsmenn hefðu betur átt að draga í land og biðja þá Kaupþingsmenn afsökunar. Í viðskiptum eru allar fréttir um afkomu og viðskipti mjög viðkvæm og á þeim vettvangi þarf að fara með löndum. Nú er komin fram sátt í málinu og það er aðalatriðið.
Mosi
![]() |
Kaupþing og Ekstra-Bladet ná sáttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. febrúar 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar