11.12.2008 | 19:09
Endurtekur sagan sig?
Einu sinni var sú tíð að dyraverðir skemmtistaða í Reykjavík höfðu þau ströngu fyrirmæli að ekki mætti hleypa neinum inn án þess að bera til þess búið hálstau. Ýmsir gerðu sér grín af slíkri hlálegri ákvörðun og voru dæmi um að sumir sem höfðu ekki bindi né slaufu í handraðanum, skruppu í næstu sjoppu, keyptu sér lakkríslengjur og útbjuggu í skyndi slaufur sem þeri síðan átu þegar þeir höfðu sloppið inn fyrir haukfráa dyraverði. Þá var það einhverju sinni að einhver var bókstaflega alsnakinn en þó með hálstau á sínum stað slapp inn fyrir eftirlit dyravarðanna árvökulu. Þetta varð Sigmund, hinum vinsæla og ástsæla teiknara Morgunblaðsins tilefni til frekari afreka á sínum skemmitlega vettvangi sem því miður er okkur horfinn.
Hvort bandarísiku leikkonunni Jennifer Aniston verði nekt sín að hún nai markmiði sínu skal ósagt látið. En óneitanlega minna athafnir hennar á frumkvæði íslenskra ungmenna fyrri tíma að reyna að komast inn á skemmtistaði Reykjavíkur fyrir 40-50 árum.
Mosi
![]() |
Aniston á Evuklæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 18:53
Glórulaust frumvarp
Frumvarp um hækkun áfengisgjalds er kannski ekki það sem vænlegt er til árangurs.
Þegar íhaldið tók við völdum í Bretlandi á sínum tíma eftir sem það taldi vera óstjórn eftir Verkamannaflokkinn, hafði þetta sama íhald þá skoðun að ekki væri rétt að stjórna með árangri nema að stórlækka verðið á blessuðu brennivíninu og bjórnun helst líka. Þetta var aðferð íhaldsins til að milda áhrif þess á stjórn samfélagsins!
Nú virðast stuttbuxnadrengir íslenska íhaldsins vera á þeim buxunum að vænsta leiðin út úr versta efnahagsvandræðum íslenska íhaldsins sé að hækka gjald á áfengi! Spurning er hverjum tilgangi sé verið að stefna á? Hefur einhver umtalsverður árangri verið náð varðandi baráttu samfelagsins gagnvart vaxandi eiturlyfaneyslu? Varla. Líklega sækja fleiri í fíkniefnin og landabruggið þegar ríkisvaldið bregst hlutverki sínu.
Sem fremur hófsömum neytenda rauðvíns og annarra góðra lystisemda heimsins finnst Mosi nokkuð skítt að vart er unnt að finna í brennivínsbúðum landsins rauðvínsflösku sem er verðlögð undir 1000 krónum. Kvurt hyggjast þessir íhaldsdrengir fara með kúna? Á að ganga gjörsamlega fram af fólkinu í landinu? Var ekki nóg að hleypa þessum frjálshyggjuandskotum lausum út hérna um árið að hafa fólk að fíflum að ekki væri bætt á að hækka rauðvínið upp úr öllu valdi nú á síðustu og verstu tímum enda eru síðustu tímarnir einna verstir í huga þeirra sem minnast vart annars eins?
Því miður er sú gamla góða rauðvínspressan hans Jónasar Kristjánssonar nánast steingeld og má taka undir með þjóðskáldinu að nú sé Snorrabúð stekkur.
Íslenska íhaldið er komið út á hálan ís. Vonandi brestur hann fljótlega og mætti Geiri, Davíð & Co sökkva sem skjótast niður á sextugt dýpi með sínum óskiljanlegu áformum án þess að björgunarsveitir landsins fái nokkur tilmæli um björgun né leit!
Það er spá Mosa að íslenska íhaldinu þeirra Geirs og Davíðs verði ekki kápan úr þessu klæði fremur en öðru og að þetta frumvarp verði undanfari þess að út verði gefið endanlegt dánarvottorð þeirrar ríkisstjórnar sem við Íslendingar situm því miður uppi með!
Mosi
![]() |
Áfengisgjald hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.12.2008 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.12.2008 | 18:04
Skelfilegar fréttir
Þegar fréttist að í undirbúningi séu götubardagar í Aþenu þá spyr friðsamur borgari á Íslandi: hver skyldi hafa hag af slíku? Enginn nema sá aðili sem hefur hag af að selja báðum aðilum það sem græða má af: vopn af ýmsu tagi.
Óskandi er að við Íslendingar berum þá gæfu til að mótmæla á friðsamna hátt. Enginn græðir af ofbeldi nema hugsanlega sá sem byggir afkomu sína af óttanum. Viðþurfumekki vopn af neinu tagi. Meðan við höfum hugrekki að leggja fram kröfur okkar á friðsaman hátt þá er allt í góðu lagi.
Við skulum minnast þess að enginn getur komist nær markmiðum sínum með ofbeldi af neinu tagi. Ofbeldi kallar á meira ofbeldi og þá er friðnum í samfélaginu úthýst.
Við skulum halda áfram friðsömum mótmælaaðgerðum enda má reikna með að dropinn holar steininn - með tímanum. Sjálfur ætlar Mosi að mæta á Austurvöll n.k. laugardag með sínu fólki og við ætlum að vera ákveðin en auðvitað friðsöm.
Mosi
![]() |
Götubardagar boðaðir í Aþenu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 11. desember 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar