4.11.2008 | 16:45
Forgangsverkefni þingsins
Þegar þetta frumvarp til laga um eftirlaun æðstu stjórnenda íslenska ríkisins var til umfjöllunar á sínum tíma þá var það látið fara þar í gegn með miklum forgangi ef minni mitt bregst ekki. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru erlendis og aðrir ekki viðstaddir. Þetta var með ráðum gert til að mál þetta tefðist ekki að óþörfu. Þess var sérstaklega minnst að Steingrímur J. sá sem hefði að öllum líkindum haft mikið málþóf gegn þessum ólögum var fjarri. Frumvarpið rann í gegn þó svo ýmsir væru á móti því. Það er nokkuð broslegt ef einn ráðherran sem þátt átti að samþykkja þetta umdeilda frumvarp er sú sama Siv sem nú virðist hvetja til afnám þess. Gott er til þess að vita að loksins upp ljúkist augu viðkomandi og að Siv vilji nú breytingar.
Þetta frumvarp var sagt vera klæðskerasniðið að þörfum þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sem þá var að huga að öðrum mikilvægum störfum þar sem hann gæti stýrt flokknum áfram frá öruggu sæti í Seðlabankanum sem hann skipaði nánast sjálfan sig en embætti hans var aldrei auglýst,- því miður. Betra hefði að svo hefði verið og ráðinn góður og slyngur fjármálasérfræðingur í það mikilvæga embætti en ekki stjórnmálamaður. Í Silfri Egils 26. okt.s.l. var mjög gott viðtal við Jóhannes Björn Lúðvíksson sem hefur sýnt af sér að hafa afburða þekkingu eins og best verður á kosið á sviði alþjóðlegrar hagfræði. Hann heldur úti heimasíðu þar sem hann greinir frá rannsóknum sínum. Þar má einnig sjá og lesa bækur sem hann hefur ritað en hann varð þjóðfrægur fyrir um 30 árum fyrir bók sína Falið vald. Viðtalið við hann má lesa á heimasíðunni hans: http://www.vald.org/
Jóhannes Björn greinir vandann sem nú er uppi í heiminum og er með hugleiðingar hvernig leysa megi úr. Þessi heimasíða ásamt viðtalinu á Silfri Egils að ógleymdum bókum Jóhannesar ætti að vera skyldulesning og hlustun á Alþingi Íslendinga.
Í þeim þrengingum sem Íslendigar hafa ratað í vegna einstakra mistaka sem fyrst og fremst einn maður öðrum fremur ber ábyrgð á, verður að grípa til róttækra aðgerða. Við þurfum að koma allri þeirri spillingu sem Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsóknarflokknum hafa komið fyrir í íslensku samfélagi. Við verðum að gjörbreyta samfélaginu, opna lýðræðið betur og treysta innviði þess. Við verðum að koma í veg fyrir að spilling grasséri eins og krabbamein um þjóðarlíkamann. Við verðum að að skera miskunnarlaust upp og varpa fyrir róða þeirri rótgróinni græðgisvæðingu sem hér hefur fengið að grasséra og spillt gjörsamlega trausti okkar gegn þeim sem stýra landinu og bönkunum.
Langan tíma getur að byggja upp traust.En það er unnt að spilla því á augnabliki. Því miður var róið að feigðarósi. Bjartsýni getur verið mikið böl og sú stjórnarstefna sem verið hefur lungann af þessari öld í landsmálum er sönnun þess.
Mosi
![]() |
Hvað tefur eftirlaunin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 16:15
Hagkvæmnisátak Flugleiða
Sérkennilegt er að í flugvélum Flugleiða virðast lúxústfarrými vera mjög þunnskipuð um þessar mundir. Nú skammast sjálfsagt margir af þessum íslensku fjárglæframönnum sem verið hafa í stöðugum ferðum til útlanda til að slá ný og stærri lán til aukinna athafna í anda Einars Ben. Nú hefur draumurinn snúist upp í andhverfu sína, sannkallaða martröð fyrir hvern venjulegan Íslending. Lánin hækka upp úr öllu valdi, vextir sömuleiðis en eignir rýrna hvort sem eru fasteignir eða á peningamarkaðssjóðum sem áttu að vera ígildi gulls aðsögn bankamanna. Nú eru innistæður stýfðar, sumar um allt að fjórðung, sumar jafnvel enn meir. Það þættu lélegar heimtur af fjalli í bændasamfélagi gamla Íslands. Í flugvélinni frá Frankfurt var okkur farþegum Flugleiða tilkynnt breyting um að nú þyrftum við að greiða fyrir veitingar. Þetta er nokkuð skondið því það sem búið var að greiða fyrir löngu er nú ekki veitt án þess að varða hefði verið við þessu. Þegar vaðið er gegnum fjöldann allan af sendingum á rafpóstinum rekst eg á eftirfarandi undir fyrirsögninni:
Aukin þjónusta frá Icelandair.
Síðan kemur eftirfarandi texti:
Við hjá Icelandair erum stöðugt að reyna að koma til móts við gesti okkar og kröfur þeirra. Síðustu mánuði hafa til dæmis staðið yfir umfangsmiklar breytingar á flugvélum okkar. Á þessu ári verða allar vélar Icelandair komnar með nýtt og fullkomið afþreyingarkerfi, ný og glæsileg sæti með auknu fótarými. Auk þess verður nýtt farrými komið í notkun, Economy Comfort.
Eitt af því sem breytist 1. nóvember er maturinn um borð. Við fengum Stefán Viðarsson á Hilton Reykjavík Nordica til að setjast yfir nýjan matseðil með okkur. Niðurstaðan er matseðill sem við hjá Icelandair erum mjög stolt af. Í stað staðlaðra máltíða verður gestum á Economy farrýminu boðið upp á að velja milli nokkurra tegunda af mat á vægu verði. Við höldum einnig lága verðinu á Economy með því að gefa gestum okkar val.
Um leið og við segjum þér af þessum breytingum þá viljum við segja þér að þar sem þú keyptir farmiðann fyrir 1. október er í boði samloka þér að kostnaðarlausu í flugi þínu.
Við vonumst til að ferðin með okkur verði ánægjuleg og þú njótir þeirra nýjunga sem við bjóðum upp á.
Nú fannst okkur brauðsneið fyrir 500 krónur nokkuð dýru verði keypt. Eftirleiðis munum við koma með gott nesti að heiman og sjálfsagt allir þeir sem vilja sýna hagsýni sem ekki veitir af. Sennilega má hér eftir sjá blanka unglinga koma með pitzur og kók með sér en góðbændur með sviðakjamma að heiman. En kannski er það góða og skynsamlega við þessa breytingu að nú dregur stórlega úr öllu þessum plast- og álumbúðum sem fylgja matarveitingum í flugvélunum.
Annars er vonandi að rekstur flugvélanna hjá Flugleiðum verði hagkvæmari eftirleiðis með þessu fyrirkomulagi. Nú vil eg endilega benda þeim hjá Flugleiðum að sjálfsagt má fjölga sætum með afnámi Saga Class, þessa sérkennilega farrýmis fyrir forréttindafólk sem hefur haft þjóðina að fíflum undanfarin ár.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 15:32
Traust og vandað ríkisútvarp
Þegar fjölmiðlafrumvarpið var í deiglunni á sínum tíma, var á döfinni einkavæðing Ríkisútvarpsins. Þúsundir íslendinga vildu slá skjaldborg um það og bentu á að Ríkisútvarpið hefur fyrst og fremst þjónustuhlutverk í samfélaginu. Þessu fyrirkomulagi vildum við ekki breyta og Ólafur Ragnar tók þá ákvörðun að neita undirskrift þessara laga. Davíð Oddsson fór hamförum enda var rökstuðningur hans m.a. sá að hættulegt væri samfélaginu ef vissir menn næðu meirihluta í mikilvægustu fjölmiðlunum.
Nú er svo komið að við verðum að tryggja sem dreifðasta eignaraðild og að koma í veg fyrir að örfáir nái að stjórna öllu. Þessi mistök urðu t.d. í bönkunum sem var stjórnað af allt of mikilum glannaskap sem kemur okkur nú öllum í koll. Enginn venjulegur einstaklingur skilur hvernig þessi ósköp gátu orðið. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er mjög mikil og er því ánægjulegt að menntamálráðherra flokksins, Þorgerður Katrín áttar sig á þessum mikla vanda.
En það er auðvitað sitt hvað að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum þar sem opin leið er haldin opin til að einkavæðingu ríkisfjölmiðla annars vegar og eins og staða er nú þegar við sjáum nauðsyn þess að við þurfum á góðum og traustum ríkisfjölmiðil að halda sem ekki verða boiðnir falir á sölutorgum.
Vinstri menn höfðu einhverra hluta vegna séð lengra en Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrst og fremst allra íslenskra stjórnmálaflokknum ber ábyrgð á þessu landsins mesta fjármálaklúðri sem tengist einkavæðingu bankanna og allt of mikilli bjartsýni samhliða kæruleysi um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Sú ákvörðun um byggingu þeirrar virkjunar verður að teljast ein verstu fjármálamistök í Evrópu enda ýtti sú bjartsýni undir útrásarbrjálæðið mikla.
Betra er að vera skuldlítill fátæklingur en skuldugur og ærulaus ævintýramaður hvort sem er í botnlausum fjárglæfrum eða pólitík. Kæruleysið kemur okkur öllum í koll.
Mosi
![]() |
Rosabaugur Jóns Ásgeirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 4. nóvember 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar