23.11.2008 | 17:34
Fyrir hundrað árum
Fyrir hundrað árum var samþykkt á Alþingi mikilsverð breyting á þjóðkirkjunni og þar á meðal kjörum presta. Fram að þeim tíma nutu prestar þeirra hlunninda og tekna af brauðum sínum en þau voru mjög misjöfn. Sum brauðin voru tekjudrjúg meðan önnur voru mjög rýr. Sú stefna var tekin að Landssjóður eins og Ríkissjóður nefndist fyrrum, greiddi laun presta sem voru jöfnuð verulega en í staðinn tók ríkið yfir að mestu þær kirkjujarðir sem prestar nutu áður.
Flestir töldu þetta hafa verið mjög mikið réttlætismál enda voru kjör sumra sveitapresta alveg skelfileg. Þeir voru flestir hverjir að hokra og þegar lélegar jarðir fóru saman að presturinn væri óttalegur búskussi þá var ekki von á góðu.
Það er því ekki rétt að draga ályktanir af stöðu mála núna án þess að gera sér grein fyrir hvernig ástandið var fyrrum. Fram til 1909 voru gjöld og hlunnindi til kirkjunnar manna margskonar: Offur nefndist það gjald sem prestum var greitt af frjálsum og fúsum vilja fyrir embættisverk þeirra, t.d. skírn, fermingu, hjónaband eða greftrun. Lambsfóður var t.d. eitt fyrirbærið en þáskuldbundubændur sig að taka lamb prestsins í vetrarfóðrun. Ljóstollur var gjald sóknarmanna sem greiða átti til kirkjunnar til að hún gæti kostað ljósmeti við guðþjónustur. Þannig má lengi telja og ekki má gleyma tíundinni sem mun hafa verið lögð niður um líkt leyti. Sá kirkjuskattur hafði verið frá lokum 11.aldar eins og kunnugt er.
Hvet sem flesta að kynna sér þessi mál.
Mosi
![]() |
Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 17:19
Stoppum fjárstreymi braskaranna
Hægri hættan
Þessi könnun bendir á að sífellt fleiri gera sér grein fyrir hversu hægri stefnan er varhugaverð. Við höfum horft upp á einstakan aulaháttríkisstjórnarinnar að gera sáralítið í því að halda í sem mest af þeim eignum sem fjármálaskussarnir glutruðu niður. Af hverju er ekki neinar viðræður við erlend yfirvöld að fá aðstoð þeirra að rannsaka hvernig öll þessi óreiða gat orðið?
Greinilegt er að beitt hefur verið vísvitandi blekkingum að fá venjulegt fólk að leggja inn á reikninga sem áttu bæði að bera háa vexti og vera öruggir. Annað hefur komið í ljós.
Hægri skussarnir á sviði íslenskra stjórnmála hafa því miður glutrað niður tækifæri að halda í e-ð af þeim eignum og fjármunum þeirra sem ábyrgð eiga að bera. Leggja verður hald á þessar eignir meðan rannsókn fer fram og láta þær standa til fullnustu e-ð af þeim útgjöldum sem við venjulegir Íslendingar sitjum uppi með.
Stoppum fjárstreymi braskaranna út úr landinu. Ella verður enn erfiðara að standa í skilum við greiðslu afborgana og vaxta af þeim himinháu lánum sem nú er verið að taka.
Mosi
![]() |
31,6% stuðningur við stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 16:59
Forkastanleg vinnubrögð
Ekki er að sjá að hóteli þessu hafi verið heimilt að grípa til þessara óvenjulegra vinnubragða. Rétt hefði verið að gestir hefðu kvatt til lögreglu til að taka skýrslu og krefjast þess að för þeirra væri ekki gerð torveldari.
Sennilega getur hótel þetta orðið skaðabótaskylt gagnvart gestum sínum enda gildi áþekk lög um skaðabætur og hjá þeim þjóðum þar sem ferðaþjónusta er stunduð. Annars eru þessi vinnubrögð ekki til þess fallin að vera hóteli þessu til framdráttar. Vont umtal er yfirleitt til þess að flestir forðist þónustu viðkomandi.
Mosi
![]() |
Í gíslingu vegna ógreidds reiknings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. nóvember 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar