Skynsamleg niðurstaða

Oft verður lítið tilefni að stórri frétt. Þegar þetta kom upp á sínum tíma var þetta blásið upp. Venjulegur athugull hluthafi áttaði sig á þessum mistökum á orðalagi. Í heildina litið skiptu þessi mistök engu. Undarlegt er að Kaupþing lætur fylgja þessu máli eftir.

Eftir á að hyggja er umhugsunarvert hvort þeir Kauphallarmenn hefðu ekki átt að leggjast á árina hjá Fjármálaeftirlitinu og leggja sitt af mörkum að koma í veg fyrir eða draga úr þeirri miklu kollsteypu sem við höfum verið að upplifa á undanförnum vikum.

Ástæða er til bjartsýni með rekstur Atorku. Þó gengið hafi lækkað mjög mikið eins og hjá felstum fyrirtækjum landsins þá eru fyrirtæki í eigu Atorku í góðum málum og rekstur þeirra gengur vel.

Mosi


mbl.is Áminning Kauphallar ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan rasisma takk!

Taka verður á þessu sem hverjum öðrum tilraunum til að grafa undan mannréttindum. Sjálfsagt gengur sá sem lætur fara frá sér niðrandi ummæli um Obama þennan frábæra forseta, ekki heill til skógar.

Öfgar eiga engan rétt á sér. Þær verður að kveða niður áður en illa hlýst af.

Mosi


mbl.is Útvarpsviðtal til skoðunar hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er álverið komið í svipaða stöðu og bankarnir?

Sú var tíðin að launakjör bankamanna gengu út á að fá 13 mánuðinn aukreitis fyrir utan orlof. Þannig fengu bankamenn eiginlega hátt í 14 mánaðarkaup á ári hverju.

Nú gengur reksturinn í Straumsvík vel, framleiðslutækin orðin gömul og sjálfsagt allt skuldlaust og afskriftir lágar eða jafnvel engar. Því er fjármagnskostnaður nánast enginn.

Þá hlaust álbræðslunni umtalsverður hvalreki þegar samningur var gerður fyrir nokkrum misserum við ríkið um endurskoðun á skattgreiðslum til ríkisins. Horfið var frá sérstöku framleiðslugjaldi á hvert framleitt tonn. Hins vegar skilar verksmiðjan skattskýrslu eins og önnur fyrirtæki, greiðir tekju- og eignaskatt ásamt fasteignagjöld til Hafnarfjarðar. Þó eru allar þessar skattgreiðslur um hálfum milljarði lægri miðað við árið en ef upphaflega framleiðslugjaldið væri enn tekjustofn ríkisins.

Það er því góður grundvöllur hjá fyrirtækinu að greiða starfsmönnum aukabónus. Til lukku með það !En við skulum ekki líta á þetta sem n.k. áróðursbragð til að byggja fleiri álbræðslur á Íslandi. Nú er framleiðslan meiri en eftirspurnin og verð á áli fer lækkandi eins og svo margt í kreppunni.

Mosi


mbl.is Kreppubónus hjá Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarkosningar

Þegar fylgst er með af hliðarlínunni hvað er að gerast á Alþingi, þá er ljóst að kosningar með undanfarinni óvissu er sennilega betri kostur en aðhafa þetta óvissuástand öllu lengur. Ríkisstjórnin er sundurleit, bankakerfið mjög veikt jafnvel gjaldþrota. Fyrirtækin í landinu eiga í erfiðleikum vegna allt of hárra vaxta og ýmiskonar aukakostnaður hleðst upp. Þessu upplausnarástandi þarf að ljúka með nýjum kosningum, nýrri samhentri ríkisstjórn með nýju blóði í þjóðmálin, fleira fagfólk sem hefur reynslu og þekkingu á að leysa vandræði sem þessi.

Vandræðaástandið getur tæplega orðið öllu verra.

Sem sagt: vetrarkosningar, jafnvel í febrúar og nýja trausta og góða ríkisstjórn ekki seinna en um páska!

Mosi

 


mbl.is Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf dýrt að taka lán

Alltaf er dýrt að taka lán. Að þessu sinni mun það vera neyðarráðstöfun til að bjarga því sem bjargað verður. En mikilvægt er að kítta áður upp í þann leka sem þjóðarskútan hefur orðið fyrir, fjárglæfaramenn leika enn lausum hala og munu ábyggilega kappkosta að reyna að næla sér í enn nýja kökusneið.

Við sitjum uppi með mikil vandræði. Þau stafa af óvenjumikillri léttúð stjórnvalda að sjá ekki fyrir hve bankarnir einkum Kaupþing og Landsbanki voru að fara með þessum innlánsreikningum erlendis. Þá tútnaði bankakerfið allt of mikið,undirstöðurnar brustu og féllu saman.

Bjartsýnin var of mikil. Kárahnjúkavirkjun olli gríðarlegu bjartsýniskasti meðal Íslendinga. Hagkerfið ofhitnaði og viðfengum fyrirséða brotlendingu sem reyndist okkur harðari en nokkurn grunaði.

Nú var verið að tilkynna vaxtakjörin: 4,5% vexti sem verða fljótandi. Það þýðir að unnt sé að breyta þeim á 2ja vikna fresti.

Mosi


mbl.is Vextir IMF rúm 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband