Bretar hafa ekki beðið okkur afsökunar

Eru fordæmi til fyrir þessum aðgerðum Breta?

Ljóst er að Bretar og Hollendingar hafa gegnið óvenjulega hart gegn Íslendingum. Spurning hvort svona vinnubrögð eigi sér einhver fordæmi? Ljóst er að innistæður þessara reikninga geta verið hærri en sem nemur eignum Landsbankans í Bretlandi. Með þessu hefur íslenskum stjórnvöldum verið stillt upp við vegg og þeir krafðir samþykkis og undirskriftar.

Er þetta eins og að skrifa nafnið sitt undir óútfylltan víxil?

Þá er einnig ljóst að skuldir íslenskra banka eru í fleiri löndum, Norðurlöndum og Þýskalandi. Þar hafa yfirvöld dokað og sjá hvernig staða mála er. Ef í ljós kemur að eignir bnakanna duga ekki fyrir innistæðum er þá ekki verið að mismuna?

Við sem áttum háar fjárhæðir á svonefndum peningamarkaðsreikingum höfum orðiðfyrir verulegri skerðingu jafnvel þó svo okkur var tjáð að þeir væru nánast gulltryggðir.

Var klámhögg að beita Íslendinga breskum lögum sem einungis má beita til að upplræta hermdarverk?

Við verðum að áskilja okkur ítrasta réttar gagnvart Bretum meðan þeir hafa ekki beðið okkur afsökunar og boðið okkur bætur fyrir frumhlaupið. Við höfum orðið fyrir mjög miklum álitshnekk í heiminum.

Bretar hafa ekki beðið okkur afsökunar.

Því skulum við aldrei gleyma.

Mosi

 


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klasasprengjur og annar ófagnaður

Furðulegt að bann gegn þeim sprengjum sem mestum viðbjóði veldur, hafi ekki fyrir löngu verið bannaðar. En ætli það sé ekki gróðabrallið sem kemur í veg fyrir þá ákvörðun.

Það mánefnilega græða einhver ósköp á sprengjugerð.

Fyrir nokkrum árum hafði norski olíusjóðurinn fjárfest í jarðsprengjuverksmiðju sem hafði blómleg viðskipti við nokkra valdaspillta pörupilta í Afríku þar sem hefur verið stríðsástand milli spilltra valdhafa í áratugi. Þessi verksmiðja var ein sú allra stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Þetta fyrirtæki hafði sem sagt mjög góða framlegð eins og það heitir í viðskiptamálum þegar fyrirtæki græðir á tá og fingri.

Þegar Gro Brundlandt forsætisráðherra Noregs frétti af þessu varð hún æf og linnti ekki látum fyrr en olíusjóðurinn var búinn að losa sig við þessi vægast sagt vafasömu hlutabréf sem byggðu velgengni á blóðidrifnum ferli vítissprengna.

Óskandi er að Ingibjörg Sólrún setji nafn sitt einnig undir þennan alþjóðlega samning.

Mosi


mbl.is Svíar banna klasasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld eru rúin trausti

Nú eru sífellt fleiri aðilar að hvetja til nýrra kosninga að vori. Eðlilegt er eftir að upp hefur komist að stjórnvöld hafi vísvitandi haldið réttum upplýsingum að þjóðinni og jafnvel leynt hana mikilsverðum upplýsingu sé ekki von á neinu öðru. Enginn hefur fram að þessu gengist við ábyrgð gerða sinna og það veldur fólkinu í landinu reiði en nokkuð annað.

Meðan enginn axlar ábyrgð er öll ríkisstjórnin ábyrg, líka Framsóknarflokkurinn því á þeim bæ var mjög hvatt til þeirra framkvæmda sem við erum núna að súpa seyðið af. Allir velupplýstir hagfræðingar vöruðu við Kárahnjúkavirkjuninni. Hagkerfið myndi snögghitna og síðan verða mjög hörð lending. Man nokkur eftir þessu?

Meðan á Kárahnjúkaframkvæmdum stó, varð gríðarlegt fjárstreymi til landsins. Engar ráðstafanir voru gerðar m.a. vegna einkavæðingar banka hefði verið mjögnauðsynlegt aðhalda á svo nefnda bindisskyldu. En þáverandi ríkisstjórn vissi auðvitað allt miklu betur en allir aðrir.

Fyrir um 40-50 árum voru töluverð viðskipti með skreið frá Íslandi til Nígeríu. Þar fylgdi sá böggullskammrifi að ef stjórnvöldum þar syðra væru ekki boðnar mútur, þá mátti reikna með að loksins þegar skipið væri affermt, væru skordýrin búin að éta upp allan farminn! Það var því ódýra að borga múturnar sem þótti jafnsjálfsagðar og að senda þangað skreið.

Afríkuríkin hafa lengi haft á sér slæman spillingarstimpil. Á Íslandi eru mjög ófullkomin ákvæði um mútur og vegna þess að lagaumhverfið okkar er að verulegu leyti miðað við gamla sveitamannþjóðfélagið þá telst ekki neitt því tengdu til spillingar. Hér hefur þótt jafnvel sjálfsagt að elstu stjórnmálaflokkarnir skipi sérvalda menn í æðstu embætti sem ekki þarf að kjósa í. Þar skiptir flokksskrírteini meira en hæfi, menntun,reynsla og þekking.

Er ástandið hér á landi nokkuð öðru vísi en jafnvel í spilltustu ríkjum Afríku? Kannski einhver stigsmunur en ástandið er engan veginn ásættanlegt. Við verðum að fá stjórnvöld frá, setja nýjar reglur, nýja nútímalega stjórnarskrá sem byggist fremur á mannréttindum oglýðræði ásamt því hvernig við tryggjum það sem best í sessi. Núverandi stjórnarskrá byggist á valdinu, gamaldags 19. aldar rómantík um kónga og keisara sem þáðu vald sitt frá guði almáttugum en ekki frá þjóðinni. Kannski að stjórnvöld sum hver telji sig hafa vald sitt af guði fremur en fólkinu í landinu og vilji því sitja sem fastast. En fall þess stjórnvalds verður meira og alvarlegra eftir því sem þverskallast er að hlusta á fólkið.

Við viljum frjálsa þingkosningar í vor!

Mosi


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband