Góð rök hagfræðings

Jón Daníelsson á sérstakar þakkir skildar fyrir að skrifa í bresk dagblöð og útskýra fyrir Bretum hversu vafasöm rök breskra og hollenskra stjórnvalda gagnvart okkur Íslendingum er. Við getum ekki tekið á okkur allar fjármálasyndir heimsins þó svo við gjarnan vildum.

Í gær var sýnt í sjónvarpinu frá raunum þýsks sparifjáreiganda í samskiptum hans við Kaupþing. Raunalegt er ef þessi maður fær ekki fé sitt aftur. Eiginlega erum við Íslendingar í svipuðum sporum og hinir erlendu sparifjáreigendur. Við sem komin erum á miðjan aldur höfum tapað öllum okkar sparnaði sem við lögðum í að kaupa hlutabréf í bönkunum og fleirum fyrirtækjum. Innistæður okkar á peningamarkaðsreikningum hafa verið skertar verulega. Arðurinn af þessum áratuga sparnaði okkar sem við töldum okkur geta lifað af á efri árum er nánast allt farið. Sparnaður og ráðdeildarsemi hefur verið tekið frá okkur í þágu græðginnar.

Og ekki má gleyma yngri kynslóðinni sem hefur tekið rándýr lán. Nú hafa þau hækkað langt umfram það sem sanngjarnt hefði einhvern tíma talist.

Bretar hafa löngum verið þekktir að vera mjög sanngjarnir, „fair“ gagnvart öðrum. Nú vilja þeir hins vegar refsa heilli þjóð fyrir græðgi nokkurra fjárglæframanna. Nú á að binda ekki aðeins núverandi kynslóð heldur um ókomna tíð börnin okkar, barnabörn og jafnvel enn fleiri kynslóðir í endalausa skuldasúpu. Ef Gordon Brown og stjórn hans áttar sig ekki á þessu, eru þeir ekki sjálfir orðnir þessari sömu græðgi að bráð? Fjármálaeftirlit hjá Bretum virðist ekki vera upp á marga fiska ef þeir hafa sofið sjálfir að feigðarósi.

Mosi

 


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver tók ákvörðun um að þegja?

Ljóst er að efnahagsástandið í samfélaginu var ekki nógu gott. Þegar líða tók á veturinn var deginum sannara að efnahagsforsendur atvinnulífsins og þar með alls þjóðlífsins voru á brauðfótum. Heilt sumar líður og svo virðist vera eins og ekkert hafi verið aðhafðst, ekki nokkurn skapaðan hlut.

Um miðjan ágúst birtir Fjármálaeftirlitið skýrslu um aðallir bankarnir hafi staðist álagsprófun. Rúmur mánuður líður og þeir falla allir saman.

Hver ber ábyrgðina? Hver tók þá afdrifaríku ákvörðun um að þegja og láta allt drabbast niður? Það var meira að segja gefið í skyn að allt væri í himna lagi. Var Fjármálaefirlitinu gert að blekkja þjóðina með þessari marklausu skýrslu 14. ágúst?

Hugmyndir sem fram komu á fundi þessum í morgun eru allrar athygli verðar. En skömmin er mikil hjá stjórnvöldum og þeirra er ábyrgðin.

Mosi


mbl.is „Hafa vanrækt skyldu sína"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband