13.11.2008 | 12:57
Góð rök hagfræðings
Jón Daníelsson á sérstakar þakkir skildar fyrir að skrifa í bresk dagblöð og útskýra fyrir Bretum hversu vafasöm rök breskra og hollenskra stjórnvalda gagnvart okkur Íslendingum er. Við getum ekki tekið á okkur allar fjármálasyndir heimsins þó svo við gjarnan vildum.
Í gær var sýnt í sjónvarpinu frá raunum þýsks sparifjáreiganda í samskiptum hans við Kaupþing. Raunalegt er ef þessi maður fær ekki fé sitt aftur. Eiginlega erum við Íslendingar í svipuðum sporum og hinir erlendu sparifjáreigendur. Við sem komin erum á miðjan aldur höfum tapað öllum okkar sparnaði sem við lögðum í að kaupa hlutabréf í bönkunum og fleirum fyrirtækjum. Innistæður okkar á peningamarkaðsreikningum hafa verið skertar verulega. Arðurinn af þessum áratuga sparnaði okkar sem við töldum okkur geta lifað af á efri árum er nánast allt farið. Sparnaður og ráðdeildarsemi hefur verið tekið frá okkur í þágu græðginnar.
Og ekki má gleyma yngri kynslóðinni sem hefur tekið rándýr lán. Nú hafa þau hækkað langt umfram það sem sanngjarnt hefði einhvern tíma talist.
Bretar hafa löngum verið þekktir að vera mjög sanngjarnir, fair gagnvart öðrum. Nú vilja þeir hins vegar refsa heilli þjóð fyrir græðgi nokkurra fjárglæframanna. Nú á að binda ekki aðeins núverandi kynslóð heldur um ókomna tíð börnin okkar, barnabörn og jafnvel enn fleiri kynslóðir í endalausa skuldasúpu. Ef Gordon Brown og stjórn hans áttar sig ekki á þessu, eru þeir ekki sjálfir orðnir þessari sömu græðgi að bráð? Fjármálaeftirlit hjá Bretum virðist ekki vera upp á marga fiska ef þeir hafa sofið sjálfir að feigðarósi.
Mosi
![]() |
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 11:23
Hver tók ákvörðun um að þegja?
Ljóst er að efnahagsástandið í samfélaginu var ekki nógu gott. Þegar líða tók á veturinn var deginum sannara að efnahagsforsendur atvinnulífsins og þar með alls þjóðlífsins voru á brauðfótum. Heilt sumar líður og svo virðist vera eins og ekkert hafi verið aðhafðst, ekki nokkurn skapaðan hlut.
Um miðjan ágúst birtir Fjármálaeftirlitið skýrslu um aðallir bankarnir hafi staðist álagsprófun. Rúmur mánuður líður og þeir falla allir saman.
Hver ber ábyrgðina? Hver tók þá afdrifaríku ákvörðun um að þegja og láta allt drabbast niður? Það var meira að segja gefið í skyn að allt væri í himna lagi. Var Fjármálaefirlitinu gert að blekkja þjóðina með þessari marklausu skýrslu 14. ágúst?
Hugmyndir sem fram komu á fundi þessum í morgun eru allrar athygli verðar. En skömmin er mikil hjá stjórnvöldum og þeirra er ábyrgðin.
Mosi
![]() |
Hafa vanrækt skyldu sína" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. nóvember 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar