Rannsóknar er þörf

Ljóst er að mjög mikil þörf er á rannsókn fari tafarlaust fram hvað olli því að atburðarás fór af stað sem fólgin er í því að Landsbankinn gat halað inn án eftirlits í hít sína gegnum sparisjóðsreikninga á Bretlandi.

Var til þessara innlánsreikninga stofnað meðvísvitandi vitneskju stjórnenda Landsbankans að Landsbankinn gæti ekki staðið við þær skuldbindingar sem hann tók á sig með þessum hávaxtareikningum?

Hvernig gat breska fjármálaeftirlitið yfirsést að ekki væri allt meðfelldu?

Það væru mikil afglöp ef ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar taka á sig skuldbingar gagnvart allri íslensku þjóðinni án sérstakrar rannsóknar hvernig stendur á þessum gegndarlausu blekkingum sem þarna virðast hafa verið að baki og verið grundvöllur þeirra umdeildu viðskipta Landsbankans í Bretlandi.

Steingrímur J. hefur staðið sig afburða vel í þeirri orrahríð sem tengist öllum þessum vandræðum. Hann er varkár og vill ekki undir neinum kringumstæðum leggj meira ok á íslensku þjóðina en sanngjarnt og réttmætt kann að vera.

Hvar er Björgúlfur og aðrir bankastjórnerndur Landsbankans? Handtaka þarf þá og láta þá gera okkur grein fyrir hvað gerðist. Vonandi gera þeir sér grein fyrir því í hvaða ógöngur þeir hafa leitt Íslendinga með því að gera okkur að vanksilamönnum, jafnvel „hermdarverkamönnum“ eins og bresk stjórnvöld vilja stimpla okkur öll?

Mosi


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtaka og farbann

Af hverju eru þessir herramenn ekki handteknir og settir í farbann?

Gríðarlegir hagsmunir hafa verið í höndunum á þessum bankastjórum sem margir hverjir hafa sýnt af sér ótrúlegt gáleysi á undanförnum misserum. Þessir menn hafa verið á ofurlaunum sem eru okkur venjulegu fólki gjörsamlega óskiljanlegt.

Eftir handtöku væri rétt að fram færi yfirheyrsla yfir þeim þar sem þeir væru látnir gera grein fyrir fjármálaumsvifum sínum undanfarna mánuði. Þá kann farbann að vera nauðsynlegt til þess að gæta rannsóknarhagsmuna og að koma í veg fyrir að þeir yfirgefa landið og hugsanlega koma eignum undan.

Þeir sem hafa verið í yfirstjórn gjaldþrota banka geta átt yfir sér réttarstöðu grunaðs manns um refsiverð athæfi sem tengjast efnahagsbrotum og refsilögum. Það væri því rétt að fá sem fyrst einhverjar haldbærar upplýsingar frá fyrstu hendi hvar verðmæti eru sem þessir menn gætu hugsanlega dregið sér og þar með grafið undan almanna hagmunum.

Einhvers staðar þarf að byrja og ef það eru ekki bankastjórarnir sem bera einhverja ábyrgð á röngum og umdeildum ákvörðunum sem skaðað hefur okkur öll, hver þá?

Mosi


mbl.is Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má treysta Sjálfstæðisflokknum?

Geir er mjög duglegur að koma fram í fjölmiðlum. Hann reynir að bera í bætifláka eftir því sem efni standa til en oft reynir hann að smeygja sér framhjá óþægilegum spurningum. Í Kastljósþættinum í kvöld þjarmaði Sigmar mjög mikið að Geir og lét hann ekki komast upp með neitt múður án þess að vdera ókurteys í garð Geirs. En Geir á virkilega erfitt enda er málstaður Sjálfstæðisflokksins mjög veikur um þessar mundir.

Sjálfstæðisflokkurinn ber mikla ábyrgð:

Einkavæðing bankanna mistókst.Einungis 6 árum eftir húllumhæ Davíðs og félaga yfir því að bjórframleiðendur í Rússlandi keypti Landsbankann er þessi sami banki kominn í mjög alvarlegt gjaldþrot og ríkiskassinn þarf að hlaupa undir bagga.

Engar kvaðir voru lagðar á rekstur hinn einkavædda banka. Bindiskyldan var nánast afnumin og engir varasjóðir myndaðir til að eiga til að hlaupa upp á.

Um svipað leyti ákveður Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsóknarflokknum að ráðast í mjög umdeilda og umfangsmikla framkvæmd á hálendinu. Talið er að ákvörðun þessi hafi átt einn megin þáttinn í að hagstjórnin mistókst gjörsamlega enda framkvæmd þessi ofvaxin fyrir svo lítið samfélag sem Ísland er.

Og fleiri syndir má tína til: Um svipað leyti var skrifað upp á umdeilt stríð Bush og Blair gegn Írak sem talið er vera eitt vitlausasta og dýrasta stríð veraldarsögunnar!

Það getur verið gaman að vera með en hvers vegna?

Sjálfstæðisflokkurinn er gjörsamlega rúinn trausti sem hann hefur þó haft meðal þúsunda Íslendinga. Nú er þessi sami flokkur búinn að vera við ríkisstjórn hátt í tvo áratugi og þetta er árangurinn! Ísland rambar á barmi gjaldþrots og við Íslendingar vitum vart hvað upp og niður stendur stundinni lengur.

Við erum rúin sparnaði okkar undanfarinna áratuga hvort sem er í formi hlutabréfa eða innistæða á peningamarkaðssjóðum. Við megum vænta lægri greiðslna úr lífeyrirssjóðum vegna þess að lífeyrirssjóðir höfðu fjárfest í góðri trú í bönkum og fyrirtækjum. Nú er allt ýmist glatað gjörsamlega eins og hlutafé í bönkunum eða stórlega lækkað í hlutafélögum. Dæmi eru um að gengi hlutabréfa hafi fallið um 97% jafnvel í fyrirtækjum sem talin voru fyrir ári síðan mjög vænlegur fjárfestingarkostur.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er því mjög mikil. Ósennilegt er að þessi flokkur treysti sér að axla þessa miklu ábyrgð. Meðal margra stuðningsmanna hans á undanförnum árum eru fjöldi fjárglæframanna sem margir hverjir á undanförnum árum hafa verið traustustu stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og eiginlega Framsóknarflokksins. Þeir eru að öllum líkindum nú mjög uppteknir við að fela slóðina til að koma í veg fyrir að unnt sé að rekja hana.

Þessir miklu fjármunir eru væntanlega að verulegu leyti á leiðinni í skattaparadísir. Mjög mikilvægt er að skattyfirvöld fái tækifæri að kortleggja þessi mál sem best og sem fyrst til að unnt sé að krækja í sem mest af skyndigróða þeirra sem ábyrgð bera á þessum ósköpum.

Mosi

 


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband