Mismunandi fjárfestingasjónarmið

Við sjáum að þarna kemur fram mjög mismunandi sjónarmið við fjárfestingu. Annars vegar er allt of algengt að fjárfestar vilji hala inn skyndigróða en sitji síðan uppi með tap vegna þess að þeir þurftu að selja aftur til að geta staðið í skilum. Uppgangur íslenska hlutabréfamarkaðarins á undanförnum árum er vegna þessara sjónarmiða: fjárfest er með nokkurri vissu að hlutabréfin sem keypt voru hækki verulega. Þá gerist það að vegna einhverra óvæntra atvika verður til gríðarlegur lánsfjárskortur og þá verður til það sem nefnt hefur verið skortsala. Fjárfestar hafa fjárfest fyrir lánsfé og bankarnir hafa tekið hlutina að veði. Þá gerist það að hlutabréf rýrna í verði og þar með veðið. Keðja niðursveiflu á hlutafé verður þegar bankarnir vilja fá lánsféð til baka eða betri veð.

Langtímafjárfestirinn er ekki að hugsa um þessar sveiflur. Hann á hlutabréfin jafnvel alveg skuldlaus og er því rólegur þó svo aðveruleg lækkun verði á þeim. Hann bíður rólegur, fjárfestir e.t.v. smávegis og einhvern tíma kemur að því að Eyjólfur hressist svo framarlega sem fyrirtækin séu rekin með einhverju viti og að fjárhagur þeirra og umsvif eru nægjanlega traust. Langtímafjárfestirinn kemur yfirleitt betur út í sínum fjárfestingum en braskarinn sem kaupir og selur, oft mjög tilviljanakennt, hann kannski græðir um stund en tapið verður oft margfalt meira.

Mosi


mbl.is FL Group hefur selt í Commerzbank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðagóðir lögreglumenn

Atvikalýsingin að tarna er eins og í rómönum grínista Íslendinga nr. 1: Þráins Bertelssonar. Gott er að lögreglumenn hafi náð að góma tvo skúrka í einni ferð og óskandi er að þeir komi sér hið snarasta á hinn þrönga en dygga veg.

Mosi


mbl.is Ræningjar staðnir að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdið spillir

Sigurður Líndal hittir naglann beint á höfðuð þegar hann segir að ofsatrúarhópur sé núna við stjórnvölinn á Sjálfstæðisflokknum (sjá grein hans í Fréttablaðinu í dag, 15.1.). Völdin spilla og nú fer að verða nóg af því góða. Valdagleðin er að hlaupa með menn í gönur. Ef áfram heldur sem fram horfir, verður lýðræði á Íslandi aðeins til í sögubókum.

Óskandi er að næsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins finni og velji betri og lýðræðissinnaðri stjórnendur en þá sem nú virðast ráða ferðinni. Þeir virðast ekki kunna sér hóf og þeir hafa farið og oft langt yfir strikið.

Mosi


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 244241

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband