Stórtíðindi

Ljóst er að kvótakerfið er í uppnámi eftir að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur talið kvótakerfið stríða gegn atvinnuréttindum.

Hér er um mjög skýra ábendingu og hvatningu til löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins: að vanda þarf betur lagasetningu að ekki stríði gegn mannréttindum.

Nú munu umræður hefjast um allt þjófélagið hversu margt hefur farið öðru vísi en ætlast var til með innleiðingu kvótakerfisins. Það var mjög ranglátt gagnvart byggðalögunum og ekki síst sjómönnunum sem fengu ekkert úthlutað þó svo þeir hefðu reynsluna en engan bátinn. Þar var mismunun sem lögin mega alls ekki gera.

Mosi


mbl.is Alltaf viss um að þetta væri mannréttindabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot gegn valdsstjórninni

Brot gegn valdsstjórninni hafa ætíð verið litin alvarlega. Að koma í veg fyrir að lögreglumenn sinni störfum sínum er grafalvarleg afbrot og getur bakað viðkomandi ýtmsum vandræðum. Svona ofbeldisfullur rumpulýður á ekkert gott skilið.

Því miður virðist fara vaxandi brot gegn lögreglumönnum þar sem ofbeldi virðist vera beitt. Eiturlyfin koma þarna að öllum líkindum yfirleitt alltaf við sögu. Hvernig samfélagið getur brugðist best við þessu er ekki gott að segja. Margir ofbeldismenn virðast ekkert geta lært fyrr en þeir eru komnir bak við lás og slá í yfirfullum fangelsum landsins. Því miður eru tiltölulega fáir sem koma þaðan betri menn. Spurning hvort ekki þurfi að grípa til virkari ráða?

Nú er stundum unnt að rekja ofbeldi til ofvirkni og neyslu ýmissa fíkniefna. Spurning hvort læknisfræðin gæti komið þessum einstaklingum að gagni og samfélaginu í leiðinni? Það væri mjög æskilegt út frá mörgum sjónarmiðum að þeir sem haldnir eru ofbeldishneygð, séu ekki látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum heldur verði einnig látnir sæta meðferð að draga verulega úr og jafnvel alveg ofbeldinu. Fangelsi geta orðið mikilvægur áfangastaður en því miður fer oft allt í sama horfið eftir afplánun.

Samúð Mosa er mikil með lögreglumönnunum. Þeir eru á tiltölulega lágum launum við mjög erfið störf við að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu.

Mosi


mbl.is Ráðist á lögreglumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 244241

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband