Raunhæf framtíð

Íslendingar hafa alla möguleika með alla þá innri orku og hugvit að verða sér sjálfir um orku þannig að innflutningur á olíuvörum verði í nánustu framtíð óverulegur. Spurning er hvernig olíufélögin taka á þessu mikilsverða máli en ljóst er að fyrir um 100 árum var rafmagnsmótrinn orðinn jafnvel þróaðri til að knýja áfram bifreiðar en sprengihreyfillinn. Það voru olíufélögin með þá gríðarlegu hagsmuni sem tóku af skarið því þau græddu meira og hraðar með olíuna en með rafmagnið. Var það ekkiRockefeller hinn ameríski auðjöfur sem hafði í hendi sér hver örlög beið þróaðs rafmagnsmótors hvers hugmynd og hönnun týndist.

Spennandi verður að fylgjast með hvernig þessi mál þróast áfram. Ljóst er að tæknin tekur risastökk og sífellt er verið að finna ódýrari leiðir ásamt því að þekkingin vex mjög fiskur um hrygg.

Þá er einnig spurning hvernig stjórnvöld taka á þessum málum. Eðlilegt er að tekin verði upp ný skattlagning sem tengist hve mikla mengun starfsemi hefur í för með sér. Síðastliðið sumar var skattgreiðslum álbræðslunnar í Straumsvík breytt mjög mikið. Horfið var frá framleiðslugjaldi, hugmyndafræði sem tengja má við Ólaf Björnsson hagfræðiprófessor og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þá var tekjuskattur á fyrirtæki mjög hár en er að tiltölu fyrirtækjum mjög hagstæður nú. Álbræðslan sparar sér milli 4 og 5 hundruð milljónir á ári vegna þessara breytinga. En mengunarskattinum var illu heilli gleymt en gott tækifæri hefði verið að innleiða hann.

Vonandi verður ráðin bót á þessu í náinni framtíð, með breyttu skattkerfi verður umhverfisgjald eða mengunarskattur aukin hvatning að fara betur með orkuna og draga sem mest úr varhugaverðri mengun sem hvarvetna er verið að gefa betur gaum um alla veröld. 

Mosi - alias


mbl.is Heyra „bensínstöðvar“ brátt sögunni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2007

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 244246

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband