Raunhæf framtíð

Íslendingar hafa alla möguleika með alla þá innri orku og hugvit að verða sér sjálfir um orku þannig að innflutningur á olíuvörum verði í nánustu framtíð óverulegur. Spurning er hvernig olíufélögin taka á þessu mikilsverða máli en ljóst er að fyrir um 100 árum var rafmagnsmótrinn orðinn jafnvel þróaðri til að knýja áfram bifreiðar en sprengihreyfillinn. Það voru olíufélögin með þá gríðarlegu hagsmuni sem tóku af skarið því þau græddu meira og hraðar með olíuna en með rafmagnið. Var það ekkiRockefeller hinn ameríski auðjöfur sem hafði í hendi sér hver örlög beið þróaðs rafmagnsmótors hvers hugmynd og hönnun týndist.

Spennandi verður að fylgjast með hvernig þessi mál þróast áfram. Ljóst er að tæknin tekur risastökk og sífellt er verið að finna ódýrari leiðir ásamt því að þekkingin vex mjög fiskur um hrygg.

Þá er einnig spurning hvernig stjórnvöld taka á þessum málum. Eðlilegt er að tekin verði upp ný skattlagning sem tengist hve mikla mengun starfsemi hefur í för með sér. Síðastliðið sumar var skattgreiðslum álbræðslunnar í Straumsvík breytt mjög mikið. Horfið var frá framleiðslugjaldi, hugmyndafræði sem tengja má við Ólaf Björnsson hagfræðiprófessor og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þá var tekjuskattur á fyrirtæki mjög hár en er að tiltölu fyrirtækjum mjög hagstæður nú. Álbræðslan sparar sér milli 4 og 5 hundruð milljónir á ári vegna þessara breytinga. En mengunarskattinum var illu heilli gleymt en gott tækifæri hefði verið að innleiða hann.

Vonandi verður ráðin bót á þessu í náinni framtíð, með breyttu skattkerfi verður umhverfisgjald eða mengunarskattur aukin hvatning að fara betur með orkuna og draga sem mest úr varhugaverðri mengun sem hvarvetna er verið að gefa betur gaum um alla veröld. 

Mosi - alias


mbl.is Heyra „bensínstöðvar“ brátt sögunni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Eðlilegast væri að í skrefum jafna út samkeppnisvöll samgöngumáta.  Því núna er verið að borga með bílunum, sama hvaða eldsneyti sem þeir nota. Og eins og olíufélögin hafa mikið að peningum og reyna að snúa hluti í sinn hag, eins gera bílaframleiðendur, innflytjendur, tryggingarfélög, bankar og skyldfólk þess sem vinnur á þessum stöðum.  Og við öll í raun höfum verið talin trú um að einkabíllin sé lausnin með stóru L-i.  Bíllinnsem allsherjar lausn er þvaður í þéttbýli.   Það er langt í land með að bílanotenndur borga fyri landnotkun, mengun við framleiðslu, umferðarslysin og svo framvegis. Þetta kallast externalities á ensku  í hagfræðinni.  Lausnin er "Polluter pays", mengunarvaldur borgar. 

Og hvers vegna eru menn sem hjóla í stað þess að nota bíl neitaðir um að sömu fríðindi. þegar það er mun betra fyrir samfélaginu að fólk hjóli en aki bíll ? Af hverju eru þeir sem koma á bíl í verslanir gefnir þessi friðindi sem gjaldfrjálst bílastæði er, en hinir fá ekkert fyrir sín snúð.  

Hlutir eru að breytast : Í mörgun norskum sveitarfélögum er starfsmönnum borgað  sömu upphæð á km innanbæjar fyrir vinnuferð á hjóli og á bíl. Sjálfsögð jafnræði.  RÚV birti frétt um daginn um að Þjónustumiðstöðin Miðborg og Hlíðar eru að gera tilraunir með svipuð hugsun. Í Kaliforníu er lög sem segir að þeir sem ekki koma á bíl verða að fá boð um greiðslu vegna þess sem þeir spara fyrirtækinu með því að ekki nota bílastæði. 

Mengunarminni bílar eru sannarlega fagnaðarefni, en ekki ef fjöldi bílar og aksturslengd  haldi áfram að hækka.  Við ættum að horfa heilstætt á hlutina.

(Morten) 

Landssamtök hjólreiðamanna, 18.9.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll

Hér eru helstu staðreyndir um lífetanól E85 eldsneytið sem komu fram i viðtali við undirritaðan sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 9. ágúst síðastliðinn.

Vona að þetta svari einhverjum spurningum.

Kveðja

Egill 

Etanól verður í fyrsta sinn til sölu hérlendis á dælu hjá á eldsneytisstöð Olís við Álfheima mánudaginn 17. september. Dælan er á vegum Brimborgar en fyrirtækið stendur nú fyrir tilraunaverkefni varðandi notkun etanóls á bifreiðar á Íslandi. Eldsneytið sem um ræðir heitir E85 og verða fluttir inn 2.000 lítrar í fyrstu umferð. Brimborg en nú þegar búin að flytja inn tvær bifreiðar sem ganga fyrir þessu eldsneyti, þriggja dyra sportbílinn Volvo C30 og fjölskyldubifreiðina Ford C-Max.

"Við byrjuðum að vinna í verkefninu í nóvember 2006 en þá var engin vitneskja að ráði til í landinu um etanól. Við sendum fyrirspurn til Alþingis og þá kom í ljós að ekki hafði farið fram nein umræða um málið," segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar og forsprakki verkefnisins, en fyrirtækið sendi ítrekun til Alþingis í mars á þessu ári.

Brimborg fór í kjölfarið að afla sér nánari upplýsinga og komst að því að nágrannalandið Svíþjóð, land sem Íslendingar miða sig við á mörgum sviðum, er komið langt í notkun etanóls á bifreiðar. Svíar byrjuðu að prófa sig áfram með etanól upp úr aldamótunum, að sögn Egils.

"Boltinn rúllar mjög hratt hjá þeim og strax árin 2004-5 seldu þeir 2.000 etanólbíla á mánuði. Núna er talan komin upp í 3.000-3.500 bíla á mánuði en alls eru 70.000 etanólbílar á götum Svíþjóðar. Að sama skapi hefur etanóldælum fjölgað mjög hratt en núna eru þær komnar í tæplega þúsund," segir hann.

Eggið og hænan

"Hér hefur vandinn auðvitað falist í því hvar eigi að byrja. Hvort kom á undan, eggið eða hænan? Það vantar bæði bíla og eldsneyti og það þarf að byggja upp markaðinn," segir Egill en Brimborg leitaði eftir samvinnu við olíufélögin. Skeljungur og Olís skoðuðu málið, bæði tæknilegar hliðar og dreifingaratriði. Niðurstaðan varð sú að Brimborg flytur inn 2.000 lítra en Olís ætlar að sjá um sölu með því að skipta út einni venjulegri dælu í etanóldælu. Stöðin í Álfheimum er stærsta eldsneytisstöðin hjá Olís og er hún jafnframt mjög vel staðsett, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

"Við kaupum etanólið en þeir eru sérfræðingarnir í því að dreifa eldsneyti." Egill segir að það hafi þurft að gera einhverjar breytingar vegna þessa en ekki verulegar. "Kosturinn við etanólið er að það er vökvi og því er nánast sömu aðferðafræðinni beitt við að dreifa því eins og bensíni. Það er til dæmis mun flóknara að dreifa vetni og metangasi."

Hugað að upprunanum

Nafnið E85 gefur til kynna að eldsneytið sé blanda en það er 85% etanól og 15% bensín. Er þetta sama blanda og notuð er á etanólbíla í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Í Brasilíu, þar sem notkun etanólbíla er mest í heiminum, er notað E100, eða 100% etanól. Ástæðan fyrir því að E85 er notað hér er loftslagið en blandan virkar betur í kaldari löndum.

Uppruni eldsneytisins var mikilvægur í augum Egils. Etanólframleiðsla úr maís hefur verið gagnrýnd því við hana hefur heimsverð á maís hækkað, sem hefur bitnað á fólki í fátækum heimshlutum þar sem korntegundin er hluti grunnfæðu. Íslenska etanólið er því ekki framleitt úr maís heldur er það ættað frá Svíþjóð. "Eldsneytið er framleitt úr því sem til fellur við skógarhögg. Svíar eru stórþjóð í skógarhöggi og þar fellur til mikill lífmassi sem var áður ónýttur."

Hann segir að etanóleldsneyti teljist vera 97-98% umhverfisvænt. "Umframorka frá orkuverum er notuð til framleiðslunnar. Síðan fer út um pústið allt að því 80% minni koltvísýringslosun en frá sambærilegum bensínvélum."

Engar takmarkanir

Eftir því sem Egill hefur kynnt sér etanólið og etanólbifreiðar betur verður hann sannfærðari um að þetta eigi eftir að höfða til Íslendinga. "Bílarnir sem við völdum til kynningar sýna að í þessu felast engar takmarkanir," segir hann en valdir kúnnar fá að prófa bílana í fyrstu. "Annar kostur er að bílaframleiðendur þurfa aðeins að breyta hefðbundnum bensínbíl sáralítið til að hann geti einnig gengið fyrir etanóli," segir hann og bendir á að til dæmis felist meiri takmarkanir í notkun rafmagnsbifreiða og metangasbílar hafi sér gastank sem taki af farangursrými og því séu slíkir bílar oft síðri kostur fyrir hinn almenna borgara.

Bílarnir tveir sem Brimborg hefur nú þegar flutt inn eru svokallaðar "flexifuel"-bifreiðar. Það þýðir að líka er hægt að taka venjulegt bensín á bílinn. "Þetta er lykilatriði í upphafi, til þess að það sé auðveldara að innleiða þessa bíla á Íslandi. Í Svíþjóð byrjaði þetta líka bara með einni dælu."

Enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi etanólið og etanólbifreiðar en svörin eiga eftir að skipta sköpum um framtíð slíkra bifreiða hérlendis. "Verðið verður að vera samkeppnishæft til að hinn almenni neytandi, sem ekki er sjálfur tilbúinn að eyða hundruðum þúsunda út af umhverfinu, kaupi bílinn," segir Egill en hann vonast eftir því að vörugjöld verði felld niður á þessa bíla líkt og metangasbíla. "Við sendum fyrirspurn til tollstjóra fyrir hálfum mánuði. Við vonumst eftir svari í mánuðinum, hugsanlega fyrir opnun dælunnar. Niðurstaðan skiptir gríðarlegu máli um fjölda etanólbíla sem við getum hugsað okkur að flytja inn."

Etanólið þarf að vera ódýrara

Etanólbílar teljast visthæfir bílar í Svíþjóð og geta eigendur þeirra lagt ókeypis í stæði í Stokkhólmi og Gautaborg, að sögn Egils. Í einhverjum tilfellum þurfa þó eigendur bifreiðanna að sýna kvittanir því til sönnunar að þeir noti etanól í miklum mæli á bílinn í stað bensíns. Samkvæmt skilgreiningu Reykjavíkurborgar teldust etanólbílarnir ekki visthæfir; þeir standast vissulega kröfur um mengun en ekki eyðslu. "Það er einn ókostur en etanólið virkar þannig að minna orkuinnihald er á lítra en í hverjum lítra af bensíni. Til að vera jafn vel settur varðandi kostnað þarf etanólið því að vera 25-30% ódýrara en bensín því bíllinn eyðir meira."

Sú er raunin í Svíþjóð þar sem Egill segir að bensínið kosti um 10 sænskar krónur lítrinn en etanólið 7-7,50 kr.

"Þegar Svíarnir byrjuðu með þetta var verðið svipað en síðan hefur etanólverðið farið lækkandi. Á síðustu árum hefur olíuverð hækkað á heimsmarkaði á meðan etanólið hefur staðið í stað. Ef eitthvað, þá hefur framleiðslu- og dreifingarkostnaður lækkað," segir Egill og bætir við að enn sé ekki komið á hreint hvað E85 eigi eftir að kosta hérlendis en Olís er að reikna verðið út núna fyrir Brimborg miðað við þær forsendur að innflutningurinn sé í raun meiri en þessir 2.000 lítrar.

Egill segir ennfremur áhugaverða spurningu hvort Íslendingar geti framleitt eigið etanól. Það sé ekki útilokað þegar markaður verði til staðar fyrir það. Meðal annars hafi Íslenska lífmassafélagið og einnig Háskólinn á Akureyri með Jóhann Örlygsson í fararbroddi unnið að rannsóknum hvað þetta varði.

"Með hverjum deginum verð ég bjartsýnni á að svona verkefni gangi upp. Það er að byggjast upp þekking í samfélaginu á etanóli. Þetta er bara spurning um tíma. Svona verkefni er samvinnuverkefni bílaumboða, olíufélaga og stjórnvalda. Stjórnvöld vilja auka hlut visthæfra bíla, nú þarf að standa við stóru orðin, koma þessu af stað. Það þarf að búa til markað en svo tekur markaðurinn bara við."

Egill Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Egill

Bestu þakkir fyrir allar upplýsingarnar. Þetta er mjög spennandi verkefni sbr. það sem kom fram í Speglinum í RUV í dag.

Við verðum að vona að stjórnmálamennirnir okkar gefi þessum málum góðan gaum!!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 19.9.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er ansi sannfærandi hjá Agli,en samt ekki alveg svona /Rafmagnið mun verða framtiðin að minu áliti/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.9.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242921

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband