31.8.2007 | 19:29
Bjórkælirinn
Verður bjórkælirinn góði úr Austurstræti kannski einhvers staðar á vegi hlauparanna? Gott væri að fá sér góða hressingu alla vega að hlaupi loknu!
Mosi
![]() |
Vináttuhlaup sett í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 18:57
Hvað er í gangi?
Hver er ástæða þessarar brottvísunar? Hvað er í gangi? Tengist þessi ákvörðun stjórnmálum eða einhverjum öðrum ástæðum?
Stjórnendur Stöðvar 2 skulda þjóðinni og þessum ágæta fréttamanns tilhlýðilega skýringu.
Mosi - alias
![]() |
Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 18:39
Ofbeldisaðgerðir borga sig aldrei
Einkennilegt er að sumt fólk virðist seint og jafnvel aldrei skilja að friðsöm mótmæli eru yfirleitt mun áhrifaríkari en hávaðinn, hrokinn og ofbeldið.
Heimsbyggðin minnist Gandhis sem nánast sigraði Breta þó svo hann væri vopnlaus en barðist gegn ofbeldinu. Enginn man lengur hver stjórnaði breska heraflanum gegn andófi Indverja sem Gandhi var aðalmaðurinn í.
Og í seinni tíð munum við mikilmennisins Nelson Mandela. Af hverju er hann ekki oftar góð fyrirmynd þeirra sem vilja breyta samfélaginu? Þessi maður sem sat bak við lás og slá i nær 30 ár kom í veg fyrir hræðilegt uppgjör sem allt stefndi í þegar apartheitstefnan í Suður Afríku leið undir lok.
Við Íslendingar getum tekið þessa menn einnig til fyrirmyndar. Stjórnarskrá Mandela væri t.d. mjög athyglisverð fyrirmynd að mörgum lausnum vandræða sem við sitjum uppi með norður undir heimskautsbaug. Af hverju er valdinu skipað svo hár sess í okkar stjórnarskrá en mannréttindin koma síðast? Væri ekki unnt að snúa þessu við eins og í stjórnarskrá Mandela?
Norðmenn þyrftu einnig að taka sig á og skoða hvort ekki sé unnt að bæta samfélagið. Með því mætti koma í veg fyrir svona ofbeldistilhneygingar sem segir frá í fréttinni. Skoðanaskipti eru nauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi en hvers konar ofbeldi byggist á rangsleitni og hroka sem ekki á að vera upp á marga fiska.
Mosi - alias
![]() |
Karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja árásir á sendiráð í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 18:25
Lýðræðislegar skyldur
Ekki veitir af að veita ríkisstjórninni gott og virkt aðhald. Það eru lýðræðislegar skyldur okkar að gagnrýna það sem betur má fara.
Þó svo að sitt hvað sé ágætt að gerast t.d. hefur félagi Össur ákveðið að fara varlega inn í danssalinn þar sem álversöngurinn glymur, þá þarf að fylgjast gjörla með hvað er að gerast á stjórnarheimilinu. Hvað er að gerast í Utanríkisráðuneytinu sem er alltaf að verða erfiðara og dýrara á fóðrum. Er þessi utanríkisstefna á vetur setjandi? Með þetta norsk-sænska hneykslismál í huga, þá er fyllsta ástæða til að endurskoða síðustu ákvarðanir varðandi þessi svonefndu varnarmál sem í hugum margra er vægast hlægilegt. Hvað ætlar 300 þús manna þjóð upp á dekk í hernaðarbrambolti? Eigum við ekki fremur að leggja lóð okkar á friðarskálina en að taka þátt í þessum aumkunarverða hernaðarævintýri stórveldanna? Við eigum ekkert að skipta okkur af nokkru sem við höfum afar takmarkaða eða nánast enga þekkingu á.
Svo má ekki gleyma því að við í stjórnarandstöðunni eigum að vera óspör á hólið þegar vel tekst til!
Mosi - alias
![]() |
Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 18:12
Fyrrum stjórnmálamaður veður í peningum
Það er með ólíkindum hvað þessi umdeildi fyrrum stjórnmálamaður veður í peningum. Auðsöfnunin virðist slík að flest verður að gulli hjá honum rétt eins og hjá Mídasi konungi forðum en allt varð að gulli sem hann snerti svo sem kunnugt er af fornum sögnum.
Þegar hann var ráðherra á sínum tíma fór hann mikinn, samdi við stórfyrirtæki um hræódýrt rafmagnsverð og markaðsetti Ísland sem gósenland mengandi stóriðju.
Það skyldi þó ekki vera fjárhagslegt samband þarna á milli, lipurð við auðjöfra stóriðjunnar og gegndarlausrar auðsöfnunar?
Hvað skyldi frétta af einkafyrirtækinu Fikti sem hefur verið prívatfyrirtæki þessa fyrrum ráðherra?
Mosi - alias
![]() |
Finnur selur bréf sín í Icelandair og hættir sem stjórnarformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 31. ágúst 2007
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 244246
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar