25.8.2007 | 23:37
Harmleikurinn á jökli
Nú þegar þetta er skrifað hafa yfir 100 sérþjálfaðir björgunar- og hjálparsveitamenn unnið dögum saman mikið og gott óeigingjarnt starf í þeim tilgangi að verða erlendum meðborgurum til aðstoðar - en því miður án árangurs fram að þessu. Hvernig getur slys sem þetta orðið: að tveir menn af erlendu bergi brotnir ganga á vit örlaga sinna á íslenskum jökli og þegar þeir lenda í erfiðleikum er engarar bjargar að vænta - fyrr en of seint? Kannski annar þeirra hefur hrasað niður í djúpa sprungu og dregið hinn niður með sér.
Undir lok júnímánaðar nú í ár kom Mosi í Upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli með hóp ferðamanna sem honum hafði verið trúað fyrir. Við sáum í þartilbúnum sýningarskáp efitrlátna muni áþekks leiðangurs og nú virðist hafa átt svipuð örlög. Fyrir meira en hálfri öld eða 1953 týndust tveir ungir breskir fjallgöngumenn á svipuðum slóðum og þessir tveir Þjóðverjar. Þeir lögðu af stað galvaskir á brattann í þokkalegu veðri en fljótlega breyttist veðurfarið. Næsta dag skall á hið versta veður og stóð yfir meira en viku. Bretarnir tveir skiluðu sér aldrei. Um sumarið var svipast eftir þeim eftir því sem aðstæður leyfðu en aldrei varð vart við þá fyrr en um aldamótin síðustu að jökullinn skilaði aftur því hann hafði tekið: nokkrir munir Bretanna á borð við ferðabúnað þeirra, slitur úr bakpoka og tjaldi, tjaldhæla, persónuskilríki og tannbursta annars þeirra sem er varðveitt í þessum sýningarskáp í Skaftafelli öllum þeim til aðvörunar sem hyggjast takast á við erfiða fjallgöngu á hæsta tind landsins, Hvannadalsjökul. Eru nokkrir aðrir munir en þessir sem nánast æpa aðvörunarorð til þeirra sem hyggjast takast á við erfiða og hættulega fjallgöngu?
Við Íslendingar erum því miður eftirbátar margra annarra þjóða og við þurfum að taka okkur verulega á. Þeir sem sækja okkur heim hafa e.t.v. úreltar upplýsingar. Er líklegt að Þjóverjarnir tveir sem núna liggja að öllum líkindum í kaldri gröf í djúpri jökulsprungu hafi haft upplýsngar um leiðir á Hvannadalshnjúk sem við átti fyrir mörgum árum og er e.t.v. aðeins fær að vetrarlagi eða snemmsumars en ALLS EKKI síðsumars? Hvernig getum við komið í veg fyrir úreltar upplýsingar en veitt raunhæfar og réttar upplýsingar eins og við á hverju sinni?
Í Sviss er víða tekið fyrir að nokkur leggi á sig erfiða fjallgöngu öðru vísi en að bóka sig fyrirfarm, leggi fram skilríki að hann sé bæði andlega og líkamlega fær að takast á við þessa raun og að viðkomandi hafi tryggingu að ef kalla þurfi til björgunarlið verði það greitt. Svissarar hafa fyrir löngu tekið þá stefnu að ævintýramennska án tilkynningarskyldu og trygginga sé óðs manns æði. Hvers vegna nýtum við okkur ekki reynslu þessarar merku fjallaþjóðar þegar um áþekk viðfangsefni er um að ræða?
Við þurfum að taka upp skilyrðislausa skyldu þeirra sem hyggjast leggja fyrir sig krefjandi ferðir eins síns liðs á hálendi Íslands að þeir leggi fram nákvæma ferðaáætlun, tilkynningarskyldu og sennilega kröfu um tryggingar ef á reynir að senda þarf leitarfólk eftir þeim. Öðru vísi getum við ekki komið í veg fyrir að hálendið verði vettvangur hættuspils sem þessa og við gjarnan viljum vera án. Þetta á bæði við erlenda ríkisborgara og okkur Íslendinga sjálfa.
Mosi - alias
![]() |
Árangurslaus leit við erfiðar aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2007 | 18:32
Hver ber ábyrgð á ferjuklúðrinu?
Margir hafa eðlilega tjáð sig um Grímseyjarferjuna sem keypt var notuð erlendis frá. Sýnist eðlilega öllum sitt hvað í þessu furðulega máli. Ljóst er að heimildin í fjárlögum er að kaupa fé fyrir andvirði eldri ferju sem að öllum líkindum er enn óseld! Spurning er því hvort heimild til kaupanna sé því ekki bundin þessari eðlilegu forgangsröð: selja eldri ferju fyrst og kaupa fyrir andvirði hennar og auknu framlagi úr ríkissjóði.
Ríkisendurskoðandi hefur í greinargerð sinni gagnrýnt mjög kaupin á faglegan hátt en fjármálaráðherra lætur hafa eftir sér að þetta sé bara venja í stjórnsýslunni!!! Þetta innlegg ráðherra þykir Mosa vera með endemum!! Er sem sagt venja stjórnmálamanna að fara ekki eftir því sem samþykkt er á Alþingi Íslendinga? Spurning er hvort fjármálaráðherra hafi ekki tekið á sig ábyrgð á þessu klúðri. Og ef svo er, þá þarf Alþingi að taka til sinna ráða og ef ástæða er til að kalla saman Landsdóm að taka á þessu máli.
Ljóst er að einhver ókunnur stjórnmálamaður hefur tekið umdeilda ákvörðun sem leiddi til kaupanna á þessu umdeilda skipi. Hann hefur brugðið yfir sig huliðshjálminum og virðist vera horfinn bak við þetta mikla leyndarmál. Spurning hver hann er þessi huldaður. Þá er önnur áleitin spurning hvort einhver hafi haft einhvern fjárhagslegan ávinning á að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Ef svo er þá er ekki fjarri að ætla að mútur tengist þessu máli.
Mosi stendur með ríkisendurskoðenda hvers hlutverk er að gæta þess að fjármunir ríkissjóðs sé rétt varið og í fullkomnu samræmi við það sem Alþingi hefur ákveðið og nýtist sem best í þágu þjóðarinnar. Framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum Alþingis og hefur ekki heimild að breyta ákvörðun sem tekin hefur verið af því.
Mosi - alias
![]() |
Ísland vann í lottóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. ágúst 2007
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 244246
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar