Góðir punktar

Mosi vill taka undir þessar athugasemdir Ungra vinstri grænna. Auðvitað þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum hvaða ástæður hafi orðið til þess að ný borgarstjórnarmeirihluti væri myndaður.

Þessi nýi meirihluti er jafnvel enn valtari en sá fyrri. Ekki þarf nema einn mann að Reykvíkingar sitja uppi með nýjan meirihluta.

Einhvern veginn telur Mosi að ástæðan fyrir þessum skyndilegu umskiptum fulltrúa Framsóknarflokksins einhver óánægja hans með Vilhjálm og sveitina sem stendur að baki honum. Kannski þetta sé liður sem millileikur í einhverju þrátefli að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík haldi Reykjavík í n.k. gíslingu. Ljóst er að framsóknarmenn eru ekki sáttir við úrslit síðustu þingkosninga því ekki mátti miklu muna að þeir þurrkuðust út. Betur hefði að svo hefði orðið, - að mati Mosa.

Framsóknarflokkurinn var barn síns tíma og átti margt gott til að leggja til þjóðmálanna. Hins vegar er þessi stjórnmálaflokkur orðinn að einu allsherjar spillingarbæli þar sem lofað er óspart til vinstri og hægri og helst allt svikið jafnóðum! Við skulum minnast þess að það var Framsóknarflokkurinn sem hefur lagt mesta áhersluna á stóriðjuna rétt eins og hér væri komið upp n.k. sovét. Við þurfum hvorki á Framsóknarflokk né sovétum að halda meir, þessum börnum síns tíma.

Óskandi er að við getum sagt: Framsóknarflokkur Íslands: Sic transit gloria in mundi!

Sem útleggja mætti frjálslega: Farið  hefur fley betra!

Mosi 


mbl.is Ung vinstri-græn segja að Björn Ingi og Dagur skuldi skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tíðindi

Allir þeir sem hafa lagt dálítið á sig að setja sig inn í þessi grafalvarlegu mál sem eru svo mikilsverð vegna framtíðna, vilja óska Al Gore fyrrum varaforseta til lukkumeð þessa mikilsverðu viðurkenningu.

Þó svo að ýmsir óvissuþættir eru varðandi áhrif okkar mannanna á umvherfið, þá skiptir mestu að við verðum að veita þessu betur gaum. Allt kæruleysi og sérhver léttúð gagnvart náttúrunni kemur okkur í koll.

Mosi 


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2007

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband