Hvar er jafnréttið?

Að krefjast einhliða um að kvenkyns starfsmenn aðhafist eitthvað er alveg út í hött!

Hvernig getum við karlkyns gert í samræmi við þær kröfur sem viðkomandi stjórnandi fyrirtækis krefst?

Kannski allir ættu að taka sig saman og „múna“ viðkomandi. Rassinn er jú sá sami á okkur öllum hvort sem er karlpeningur eða kvenpeningur!


mbl.is Í stutt pils og upp með brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er réttarríki á Íslandi?

Í þessum móttmælum var opinberu valdi misbeitt alvarlega. Fasismi er skilgreindur þannig að þegar valdhafi misbeitir valdi sínu með lögreglu eða her til að berja niður andóf án þess að andstæðingar geti borið fyrir sig mannrettindi, þá er um fasisma að ræða. Daginn sem Ómar Ragnarsson og Hrauninir voru handteknir, vorum við Íslendingar mjög nærri fasisma.

Þessir mótmælendur voru að ógna hagsmunum lóðabraskara í Garðabæ og þar sem búið var að ákveða að hámarka gróðavon hans, þá var opinberu valdi misbeitt á þennan hátt. Mótmælendum var ekki sýnd nein miskunn heldur var lögreglu misbeitt á mjög óviðfeldinn hátt.

Í lýðræðissamfélagi er viðurkenndur réttur til að mótmæla og tjá sig opinbera um skoðanir sínar. Þetta fólk var ekki þarna í mótmælum til þess að vænta einhvers hagnaðar af andmælum sínum. Það vænti þess að dómstólar virtu rétt þess til mótmæla og hafa aðra skoðun en valdhafinn og lóðabraskarinn.

Nokkrir mótmælenda urðu fyrir meiðingum enda flestir á efri árum. Þeir urðu að sæta frelsissvipptingu klukkustundum saman. Það út af fyrir sig er næg ástæða til að skaðabótaskylda verði viðurkennd. Fasismi og ofbeldi af hendi valdhafa borgar sig aldrei.


mbl.is Hraunavinir krefjast skaðabóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar

Byssumálið er eitt furðulegasta mál sem upp hefur komið á undanförnum árum. Það er hápunkturinn á þeirri aðferð núverandi ríkisstjórnar að taka ákvarðanir án þess að bera eitt eða neitt undir þjóðina.

Ekki var þjóðin spurð hvort leggja ætti hugmyndir um nýja stjórnarskrá til hliðar. Ljóst er að við fáum ekki nýja stjórnarskrá meðan þessi ríkisstjórn situr.

Þjóðin var ekki spurð hvort draga ætti aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. Langflestir fræðimenn hafa eindregið lagt áherslu á að aðild með skilyrðum er mjög góð leið að styrkja hagsmuni okkar.

Þjóðin var ekki spurð um hvort gefa ætti háar fjárhæðir eftir til útgerðarinnar. Skattar kvótagreifa voru stórlega lækkaðir.

Þjóðin var ekki spurð um hvort leggja ætti ný náttúruverndarlög til hliðar eins og einhliða var ákveðið.

þjóðin var ekki spurð hvort eyða ætti 2 milljörðum af vegafé í þágu lóðabraskara í Garðabæ.

Þjóðin var ekki spurð um hvort leggj ætti mannréttindi og rétt til að mótmæla ásamt því hvort lögsækja skyldi hóp mótmælenda vegna síðasta liðar.

Þjóðin var heldur ekki spurð um nýtt Icesavesamkomulag sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga núna í vor og kom því þannig í kring að engin umræða varð. Þetta nýja samkomulag byggist algjörlega á eldra smkomulagi sem Sigmundur Davíð hamaðist hvað mest hérna um árið og æsti forsetann á móti því. Þeir sem ekki trúa þessu ættu að hlusta á þáttinn „Í vikulokin“ s.l. laugardag á Rúv, rás 1. Mér kom þetta virkilega á óvart en umræður í þættinum spunnust um þá staðreynd að samkomulag er um að Icesave skuldbindingarnar verða greiddar úr sjóðum Landsbankans.

Þetta krefst rannsóknar og umræðu. 

Og þjóðina má alls ekki spyrja hvort rétt sé að vígvæða lögregluna.

Þessi vopn eru álíka varhgaverð og byssurnar sem vígamaðurinn Andreas Breivik notaði við að skjóta og deyða 77 mnns fyrir rúmum 3 árum. Þessi vopn eru jafnvel enn hættulegri.

Er ekki fyrir löngu kominn tími að krafist verði opinberrar rannsóknar á gerðum þessarar ríkisstjórnar?

Byrja má á því að spyrja þjóðina hvort rétt sé að vígvæða lögregluna? 


mbl.is Voru byssurnar seldar eða gefnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekur eða saklaus?

Nú vil eg ekki setja mig í sæti dómara enda hefi eg engar forsendur til þess.

Hins vegar veit eg að fátt hefur riðið meir húsum á Íslandi en uppátæki Sigurjóns og félaga hans í Landsbankanum, prakkarastriks sem nefnt hefur verið Icesave.

Mér skilst það hafi verið hugmynd Sigurjóns til að bregðast við þeim vanda að standa í skilum við himinhá skammtímalán bnkans á ofurlágum vöxtum. Þeir bankastjóranir lánuðu til lengri tíma ýmsum viðskiptavinum sínum á mun hærri vöxtum. En landsbankinn lenti í greiðslupróblemi og þá sprakk blaðran.

Líklega var Landsbankanum eitthvað skárr rekinn en hinir bankarnir og komið hefur í ljós að icesave reikningarnir hafi skilað sér betur en gert var ráð fyrir. Þó lagðist Framsóknarflokkurinn og ólafur Ragnar alveg þversum að samþykkja samningana sem tengdust Icesave. Og það var til þess fallið að grafa undan ríkisstjórn Jöhönnu Sigurðardóttur.

En líklegt þykir mér að þessi ákæra gegn Sigurjóni sé af svipuðum toga og ákúrur gagnvart öðrum bankastjóruma annarra banka sé af svipuðum toga spunnið: að reyna að toga gengi hlutabréf bankans upp á við.

Allir bankastjórnir lentu eða öllu heldur féllu í mjög svipaðri freistni: Að kappkosta að halda gengi hlutabréfa sem hæstu. Nú er spurning hvort Sigurjón hafi brotið af sér. Og ef hann lendir í því að verða dæmdur í tugthús á Kvíabryggju hvet eg landsmenn alla að senda honum nokkra snúða en Sigurjóni þykir snúðar mjög góðir eins og flestum amrískum í morgunverð!


mbl.is Aldrei reitt jafn hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Gömul venja er að stýrimaður eða skipsstjóri sé á vakt ásamt háseta í brúnni. Líklegt er að aðeins einn maður hafi verið í brúnni að þessu sinni og mikil líkindi eru að viðkomandi verði ákærður fyrir vanrækslu í starfi.

Var það ekki nákvæmlega það sama sem gerðist á íslensku þjóðarskútunni árið 2008?

Vitað var að þegar í febrúar 2008 var ljóst að bönkunum yrði ekki bjargað. Það sýnir skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Geirs Haarde Seðlabankinn og ýmsar eftirlitsstofnanir eins og Bankaeftirlitið var sem ein hjörð steinsofandi rétt eins og mannleysan í brúnni nú á dögunum.

Stýrimaðurinn fær að öllum líkindum harðari dóm en Geir Haarde sem Sjálfstæðisflokkurinn dubbar um þessar mundir upp sem sendiherra!
 
Þetta skipsstrand mætti gjarnan hafa í huga þegar kollsteypan varð haustið 2008 í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem einkavæddu nánast allt til hægri og vinstri! 

Góðar stundir!

mbl.is Stýrimaður Akrafells sofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfum bronskallinum að vera í friði fyrir bröskurunum áfram á Klambratúni!

 Ákvörðun Sjálfstæðisflokksins fyrir 50 árum

Mætti benda núverandi fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að það var ákvörðun Sjálfstæðisflokksins fyrir 50 áurum að stytta Einars Benediktssonar yrði sett upp á núverandi stað á Klambratúni. Ef eg man rétt þá var rökstuðningurinn sá að Einar horfði mót norðri til Esjunnar sem hann m.a. kom að í kvæði sínu á Þjóðminningardaginn 1897 þar sem ein ljóðlínan var „fólk með eymd í arf“.

Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig einu sinni vera „flokk allra stétta í stéttlausu landi“!!!

Nú virðist hann meira og minna vera samansafn braskara og ævintýramanna ásamt minna og meira hugmyndasnauðum einstaklingum sem slá um sig með einhverju frelsi og einstaklingsframtaki.

Mættu þessir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta á önnur málefni mikilvægari. Hvernig hafa þeir skilið eldri borgarana eftir í réttleysi og rangindum sem  t.d. Eir málið tengist. Þar þarf að fara betur í saumana á því hvað fór afvega og hverjir höfðu gagn af flausturganginum.

En umfram allt, leyfið bronskallinum að vera í friði fyrir bröskurunum áfram á Klambratúni! 


mbl.is Einar falinn á bak við hávaxin tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útþynningaraðferð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur bar þá gæfu að sameina ráðuneyti m.a. með það að meginmarkmiði að draga stórlega úr kostnaði við rekstur þeirra.

Valdagleði og hroki einnar manneskju virðist ætla að brjóta upp þessa skynsamlegu ákvörðun. Þessi ríkisstjórn braskara og ævintýramanna vill bruðla sem mest, stórauka framlög til hernaðarbandalagsins Nató en jafnframt skila hallalausum fjárlögum!

Það verður fróðlegt en að öllum líkindum sorglegt að sjá næsta fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar sem virðist öllum heillum horfin.

Við þurfum að losna sem fyrst við þessa ríkisstjórn, hún gerir flest þjóðinni til tjóns. 


mbl.is Dómstólar og lögregla undir nýtt ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blindgöturáðgjöf

Jón Steinar hefur löngum bundið hnúta sína öðru vísi en flestir aðrir. Í stað hófsamlegrar ráðgjafar virðist eins og hann sé að draga hina valdaglöðu Hönnu Birnu og þar með ríkisstjórnina  inn í einhverja óskiljanlega blindgötu.

Af hverju segir Hanna Birna ekki af sér ráðherradómi? Hún væri metin fyrir hugrekkið að stíga til hliðar. Til vara gæti hún óskað eftir að skipta um ráðuneti við annan.

Í stað þess á að reyna einhvern óskiljanlegan línudans sem hlýtur að enda illa, á að brjóta upp skynsamlega skiptingu ráðuneyta með tilheyrandi kostnaði og óvissu, - aðeins til að þóknast valdagleði einnrar manneskju!

Lekamálið er farið að vinda upp á sig. Það snýst núna um siðareglur sem fyrri ríkisstjórn setti en núverandi ríkisstjórn vill sniðganga eins og margt annað í samfélaginu. Þessi ríkisstjórn virðist vera á móti öllu: nýrri stjórnarskrá, aðild að Evrópusambandinu, nýjum náttúruverndarlögum og nú skynsamlegum siðareglum.

Jón Steinar ætti að sjá að sér og ráðleggja Hönnu Birnu að fylgja skynseminni en ekki halda í hálmstráið sem færir henni áframhaldandi valdasetu.

Hrokinn og heimskan hefur ætíð hefnt sín. Að reyna að leysa mál með blindgötuaðferðinni er vægast sagt aumkunnarlegt. 

Eitt er víst: Við Íslendingar eigum rétt á nýrri og betri ríkisstjórn en þessari!

Góðar stundir! 


mbl.is Jón Steinar veitti ráðherra ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duttlungar Hönnu Birnu

Af hverju skiptir Hanna Birna ekki einfaldlega um ráðherrastól við einhvern fyrst hún vill vera ráðherra áfram?

Henni finnst greinilega gaman að ráða, deila og drottna yfir öðrum. 

Eiga duttlungar og vanhæfi hennar að snúa öllu við í skipulagi Stjórnarráðsins?



mbl.is Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr reynast vandræði Sjálfstæðisflokksins

Í stað þess að Hanna Birna segi af sér sem ráðherra vill hún fremur kljúfa skynsamlegan rekstur Stjórnarráðsins. Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst það metnaðarfulla mál að draga saman ráðuneytin og gera að skynsamlegum rekstrareiningum. Við erum einungis þriðjungur úr milljón hvað allir athugi!

Vandræðagangur Hönnu Birnu gengur út á að halda völdum. Þessi valdaglaða manneskja vill halda í völdin fyrst hún er búin að hafa svo mikið fyrir því að öðlast þau. Hagsmunagæsla innan Sjálfstæðisflokksins virðist vera mjög afdráttarfull:

Ljóst er að Stefáni Eiríkssyni voru sett úrslitakostir á sínum tíma að siga lögreglunni á mótmælendur í Garðahrauni síðastliðið haust vegna hagsmunagæslu ættmenna Bjarna Benediktssonar varðandi lóðabrask í vestanverðum Garðabæ. Meðan tugir lögregluþjóna var stefnt þangað að handtaka nokkra friðsama borgara sem síðan hefur verið ákærðir var ekki unnt að senda einn einasta lögreglumann til að stoppa lögleysuna við innheimtu inngangseyris að Geysissvæðinu.

Allt þetta má skoða í víðu samhengi.

Eg skynjaði það á fundi á vegum Landverndar s.l. vor þar sem Stefán Eiríksson var fyrir svörum og eg spurði hann um hvort hann hefði ekki haft uppi minnstu efasemdir um lögmæti þessarar umdeildu ákvörðunar. Þarna var lögreglu beitt pólitískt gegn réttmætum mannréttindum hóps fólks sem leyfði sér að hafa aðrar skoðanir en forstöðumenn Sjálfstæðisflokksins.

Því miður hefur ekki aðeins siðareglum verið ýtt til hliðar heldur einnig lýðræði og mannréttindum. Áfram er keyrt gegn betri vitund um að völdin séu meira virði en skynssamlegar lausnir. með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi að fara í slóð Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem taldi sig vera allt heimilt til að tryggja völd sín á sínum tíma.

Er fólk tilbúið að ræða þessi mál á þessum grundvelli? 

Sitjum við uppi með valdaglaða einstaklinga sem vilja ekki neina skynsemi, ekkert réttarríki og mannréttindi? 


mbl.is Dómsmálin færð undir sérstakt ráðuneyti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband