Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Umhverfisvænn búskapur

Tvöhundruð og sjötíu hektarar eru virkilega gríðarmikil kornræktun á íslenskan mælikvarða. Með þessu er Sjörnugrís að draga mikið úr transporti sem er mjög umdeilt í framleiðslu. Hér er tekið stórt skref í átt að starfsemi sem kennd er við Biofarm. Í Dymbilvikunni kom eg við á þannig búgarð þar sem lögð var áhersla á sem mest á þessu sviði. Þessi búgarður er gríðarstór með yfir 300 nautgripi skammt sunnan við borgina Wiesbaden í Þýskalandi. Bændurnir reka bú þetta með því hugarfari að reksturinn fái alla þá vottun sem unnt er að fá: Dýrin lifa frjáls í gríðarstóru gripahúsi þar sem kálfar eru innan um kýrnar, nautunum er haldið aðskildum svo þau geri ekki neina vitleysu. Bændurnir rækta sjálfir kornið og reka sláturhús og verslun á staðnum þar sem neytendur geta séð með eigin augum hvernig staðið er að rekstrinum. Með þessu móti er dregið mjög verulega úr öllum flutningum, dýrunum líður vel og örstutt er í sláturhús gripa.

Nú þarf kornrækt að dafna við sem hagstæðastar aðstæður. Kornið þroskast fyrr eftir því sem unnt er að bæta aðstæður sem mest. Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum rannsakaði á sínum tíma hvernig skjól skóga geti bætt vaxtaraðstæður.

Í Þýskalandi er kornið slegið og þreskjað í júlí og byrjun ágúst. Hér á íslandi eru kornbændur yfirleitt að skera korn um og eftir miðjan september. Þá er allra veðra von og eitt það versta sem getur komið fyrir er að mikill vindur getur lagt kornakurinn. Þá eru víða gæsir og álftir sem valda tjóni. Þær hins vegar forðast kornakra þar sem skógarskjólið dregur úr góðu útsýni.

Kornrækt á sér mikla framtíð á Íslandi. Við Íslendingar eigum að kappkosta að sem mestri eigin ræktun sem bæði eflir atvinnu í landinu og sparar mikinn gjaldeyri og transport sem þarf að draga verulega úr.

Til lukku með góða framtíðarsýn! 


mbl.is Stærstu kornakrarnir í Melasveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband