Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
21.2.2014 | 20:27
Krefjumst þjóðaratkvæðis!
Framsóknarflokkurinn hefur verið að færa sig upp á skaftið með hverri vikunni sem líður.
Í fyrra var gerður viðskiptasamningur við Kína eins harðsvíraðsta einræðisríki heims þar semmannréttindi eru ekki upp á marga fiska.
Nú vill þessi sami Framsóknarflokkur slíta viðræðum við Evrópusambandið með einfaldri þingsályktun sem þýðir að öryggisventillinn á Bessastöðum verði ekki virkur.
Mjög þung rök eru fyrir því að við sækjum um aðild að Evrópusambandinu og auðvitað með þeim skilyrðum sem atvinnuhættir okkar og sérstaða varðar. Að einn maður og einn flokkur ákveði hvað Íslendingar eigi að gera í þessu máli, er með öllu ósamboðið öllum lýðræðislegum forsendum. Adolf Hitler og Jósep Stalín gátu upp á sitt eindæmi ákveðið þetta en Sigmundur Davíð verður að athuga að hann er hvorki Hitler né Stalín hvað ákvörðunarvald íslensku þjóðarinnar viðtekur.
Eg krefst þess að þessi vægast sagt umdeilda ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verði borin undir þjóðaratkvæði hið allra fyrsta. Þjóðaratkvæði gæti orðið samhliða sveitarstjórnarkosningum nú í vor. Engin sannfærandi rök eru fyrir því að einn flokkur eigi að ráða svo afdrifaríku málefni. Kostirnir við aðild að Evrópiusambandinu eru margir, fleiri en viðskiptasamningur við Alþýðuveldið Kína, einn mesta mannréttindabrotaaðila í dag.
Eg vona að sem flestir innan Sjálfstæðisflokksins sýn i og sanni að þeir séu sjálfstæðir gagnvart einræðistilburðum Sigmundar Davíð og Gunnars Braga og stoppi þá lögleysu sem hér er í undirbúningi.
Hafa ekki umboð til að ákveða þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2014 | 18:41
Forysta Sjálfstæðisflokksins lætur kúga sig
Lang flestir sem hafa kynnt sér stjórnmál, viðskipti og samstarf Evrópuríkja sjá fyrir sér marga góða kosti við aðild að Evrópusambandinu. Danir, Finnar og Svíar hafa ekki kvartað og er einkennilegt að ekki sé minnst aukateknu orði á þá staðreynd. Viðskiptaráðið og atvinnurekendur sem og ASÍ vilja aðild en andstaðan er helst hjá núverandi forystu Framsóknarflokksins.
Aðild að Evrópusambandinu er góð trygging fyrir auknum stöðugleika í samfélaginu. Það vill forysta Framsóknarflokksins ekki!
Íslenska er neinn af lélegustu gjaldmiðlum heims og hefur lengi verið. Enginn heilvita maður vill sjá íslensku krónuna og vildu gjarnan hafa gjaldmiðil sem unnt er að treysta. Forysta Framsóknarflokksins vill halda dauðahaldi í íslensku krónuna enda er hún orsök margs kyns brasks, blekkinga og svika þar sem gengisfellingum í þágu auðmanna er gjörnýtt.
Betri tengsl við Evrópuríki á sviði viðskipta, efnahagsstjórnar, stöðugleika og menningar fer gegnum Evrópusambandsins. það vill forysta Framsóknarflokksins ekki því hún telur betur komið að eiga viðskiptasambönd við Kína, eins versta einræðisríkis heims þar sem mannréttindi eru ekki metin upp á marga fiska.
Innan Evrópusambandsins er mikið starf háð á sviði menningar, umhverfisverndar, neytendavewrndar, mannréttinda og sitthvað fleira. Forysta Framsóknarflokksins vil þetta ekki enda telur hún hafa meira vit í kolli fárra en allt Evrópusambandið.
Innan Evrópusambandsins er kappkostað að efla sem mest lýðræði og ákvörðunarrétt þegnanna. Vill forysta Framsóknarflokksins gefa öllu þessu langt nef?
Og þú líka Brútus: Hvers vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn ganga undir þessa einstefnu Framsóknarflokksins og gera ekkert úr því mikilvæga starfi sem fólst í viðræðunum og Íslendingar höfðu haft töluvert gagn af? Er forysta Sjhálfstæðisflokksins viljalaus og lætur Framsóknarflokknum að ráða?
Ansi er eg hræddur um að Ólafi Thors hefði þótt forysta flokksins lúti lágt í duftið að gera allt til að þóknast duttlungum og frekju Framsóknarflokksins.
Bjarni Benediktsson afsalaði sér nánast báðum mikilvægustu embættuunum, forsætisráðherrastólnum og utanríkisráðuneytinu. Og tekur að sér langerfiðasta, óvinsælasta og umdeilasta ráðuneytið!
Það getur verið gott fyrir Sigmund Davíð að hafa góðan og hlýðinn fjósamann sem samþykkir hvaða dellu hans sem er.
Umsóknin verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2014 | 12:49
Mikilvægt neytendamál
Flest bendir til að ef stjórnmálamönnum detti sú fáranlega hugmynd að taka ákvörðun um að leggja kapal til Skotlands, væri slíkt ávísun á hækkun rafmagns til neytenda á Íslandi. Meðan rafmagnsverð er hærra erlendis mun ekki líða á löngu uns verð á raforku til almennings hækki upp úr öllu valdi.
Allar stórkarlalegar hugmyndir um gróðavænlega sölu á raforku til Evrópu byggjast á fremur barnslegri trú að við getum orðið orkubú fyrir Evrópu! Í raun getum við í mesta falli skaffað Skotum og kannski eitthvað af Englendingum næga raforku með því að fórna nánast öllum okkar fossum og náttúruauðlindum.
Kapall til Skotlands er rándýr. Þá bætist við mikið flutningstap um 35% og ekki er unnt að útiloka ef bilun verði á, verði tekjutap kannski sem varir mánuði.
Hugmyndir sem þessar eru eins og hver önnur heimska sem best væri að gleyma, - og sem allra, allra fyrst!
Tenging við Evrópu verði skoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2014 | 09:39
Saga til næsta bæjar
Alltaf er gaman þegar fram kemur ný heimild um sögulegan atburð. Að þessu sinni um ferð sem mun fyrst hafa verið farin akandi í bifreið eða sjálfrennireið eins og bílar munu fyrst hafa verið nefndir.
Vonandi eiga fleiri heimildir eftir að líta dagsins ljós, þær kunna að leynast víða og koma vonandi sem fyrst fram svo unnt verði að varðveita þær sem best.
Söguleg langferð á bíl 1904 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2014 | 23:03
Evran blívur
Þó svo að mörg vandamál séu innan Evrópusambandsins, þá er ljóst að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu er kominn til að vera.
Meginforsenda þessa gjaldmiðilssamvinnu er að Evrópuríkin standi við ákvæði Maastrichtsamningsins sem eru þrjú:
1. Hallalaus fjárlaga hins opinbera
2 Skuldir þess opinbera séu innan marka og
3. Að dýrtíð sem og skuldir annara aðila í ríkinu séu innan viðmiðunarmarka.
Við Íslendingar erum fjarri því að geta uppfyllt þessi skilyrði en hollt er hverri þjóð að uppfylla þau.
Framsónarflokkurinn i dag er dæmi um eitthvert versta afturhald í stjórnmálum. Þeir eru á móti allri skynsemi og vilja helst af öllu draga okkur inn í einhvern afdal þar sem við fáum helst engar fregnir né nýjungar frá nálægustu ríkum. Hins vegar vildu þeir gera viðskiptasamning við Kína og þá um hvað? Með þessum samningi er verið að opna leið inn í Evrópu með kínverskar framleiðsluvörum sem margar hverjar eru framleiddar við kringumstæður sem hvergi innan Evrópu væri talið mannsæmandi. Í Kína eru mannréttindi ekki talin mikils virði, hvorki einkalyfi né sá sjálfsagði réttur til að lifa í frjálsu samfélagi. Við getum minnst þess aðTíbet var innlimað í Kína skömmu eftir miðja síðustu öld. Ísland gæti jafnvel orðið auðveldari biti fyrir miljarða þjóðfélag Kína að innlima. Allt er það fyrst og fremst undir hagsmunum Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs komið!
Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að tengjast sem best og traustast Evrópu. En með hliðsjón með þeim eðlilegu skilyðum þar sem sérstaða atvinnuhátta er, sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þurfum við á Framsóknarflokki að halda sem vill byggja framtíð okkar undir forsendum forræðishyggumannanna í þeim flokki?
Alþjóðasamfélagið treystir Evrópusambandinu þó svo skammsýnir Framsóknardraugar reyni að telja okkur trú um annað.
Evrópusambandið og evran blívur - þrátt fyrir forræðishyggju Framsóknarforystunnar!
Mörg vandamál enn óleyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2014 | 21:42
Siðferði hverra?
Við búum á tímum umburðarlyndis og frjálsra tjáningarmáta, aukins lýðræðis og mannréttinda. Því miður vefst fyrir sumum þjóðarleiðtogum hvernig framkvæma megi þessi nýju viðhorf. Í Úganda þykir stjornvöldum sjálfsagt að berja niður sérhverja tegund mannréttinda eins og hvað kynhneigð snertir.
Á íslandi telja stjórnvöld sér ein bær að ákveða hvort Íslendingar eigi að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið eðður ei. Við eigum ekki að fá nýja stjórnarskrá nema þá sem afturhaldsamasti lögfræðingur landsins telur landinu þörf á. Við eigum ekki að fá nýtísku náttúruverndarlög. Allt er núna nánast undir einræði eins stjórnmálaflokks, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist hlýða honum í einu og öllu!
Einhver versta niðurlæging nokkurs stjornmálaflokks er að eftirgefa mikilvægustu ráðherraembættin en taka fegins hendi erfiðasta og vanþakklátasta ráðherraembættinu, fjármálaráðuneytinu. Er hægt að leggjast lægra fyrir ofurvaldi Framsóknarflokksins?
Sigmundur Davíð komst upp með að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vegna Icesave. Nú er Icesave draugurinn uppvakinn og er einbeittur að beita spjótum sínum að Sigmundi Davíð?
Í síðasta samningi um Icesave vildi Sjalfstæðisflokkurinn velja skástu leiðina að semja og þá hefði þetta vandræðamál verið úr sögunni fyrir eitt skipti fyrir öll. Af hverju var Sjálfstæðisflokkurinn að semja við þennan sama vandræðamann um nýja ríkisstjórn í stað þess að doka við og vera aftur í lykilaðstöðu?
Til varnar siðferði þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2014 | 13:51
Hreindýrahorn eru eftirsóknarverð
Líklega eru hreindýrahorn ein vinsælasta utanhússkreyting á Norðurlöndunum. Hér á landi má víða sjá hreindýrahorn undir þakskeggi húsgafla einkum stærri sumarhúsa. Spurning hvort þau hafi ekki táknrænt gildi, rétt eins og dýr bíll utan við hús.
Tilkomumikil horn tarfa eru eftirsóknarverð og eru ábyggilega nokkuð eftirsóknarverð.
Hreindýraveiðar eru ábyggilega spennandi en ekki gæti eg stússast í þessu. Kann ekki einu sinni á veiðistöng hvað þá byssur.
Og svo er varla hægt að finna náunga jafn lítið fyrir snobb og annað fínerí.
Tarfar vinsælli en kýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2014 | 12:54
Að rukka fyrir aðgang sem er í eigu annars aðila
Þessi uppákoma við Geysi er alveg einstök. Hvernig má það vera að einhverjir gróðamenn eigi að komast upp með að taka upp greiðsluskyldu fyrir aðgengni að svæði sem er í eigu annars aðila, þ.e. ríkisins.
Ef einkaframtakinu verður heimilt að gera þetta væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir taki sig til, setji upp rukkunaraðstöðu og taki gjald fyrir að skoða Gullfoss, Þingvelli, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Giðafoss, Dettifoss og aðra þekkta ferðamannastaði. Og ef menn nenna ekki að leggja á sig að fara út á land, þá gætu menn tekið upp á að rukka erlenda ferðamenn sem og innlenda sem leið eiga um Austurvöll eða Skólavörðuholt í Reykjavík. Mjög algengt er að erlendir ferðamenn eyði töluverðum tíma at taka myndir af Dómkirkjunni sem og Hallgrímskirkju sem þykir að mörgu leyti einstök í heiminum.
Og menn gætu með dálítillri þolinmæði orðið loðnir um lófana, og það alveg skattlaust enda er fremur ólíklegt að nokkur vilji fá kvittun fyrir einhverjum hundraðköllum.
Einkaframtakið getur verið ágætt en þegar verið er að koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra þá er þetta ekki það sem koma skal.
Nú er það nýjasta í máli einkaframtaksins við Geysi að borið er fyrir sig formgalli við afsal frá 19. öld! Þessi meinti formgalli hefur aldrei áður komið til umræðu og ætli það sé ekki nokkuð seint tekið á þessu máli?
Ríkið mun bregðast við gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2014 | 09:06
Smápeningar
Í samanburði við þá ákvörðun undir lok septembermánaðar 2008 að afhenda gjaldeyrisvarasjóð íslensku þjóðarinnar óreiðumönnum án tilhlíðilegra veða og trygginga , var eitt mesta glapræði sem hægt er að hugsa sér. Þá fengu braskaranir í Kaupþing banka 500 milljarða á silfurfati eftir einhverja leynifundi á vegum þáverandi forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þessir 500 milljarðar, hvað varð um þá, hvernig var þessum gríðarlegu fjármunum ráðstafað og hvar skyldi hafa orðið af þessu gríðarlega mikla fé.
8-15 milljarðar eru því smápeningar í samanburði við þessa 500 milljarða sem Geir Haarde, Davíð Oddsson, braskaranir í Kaupþinbanka, Framsóknarflokkurinn og sjálfsagt fleiri geta svarað þjóðinni betur hvað varð af.
Í stjórnmálum er allt of mikið um að draga athyglina frá stóru málunum séu þau óþægileg og beina athyglinni að því sem minna máli skiptir. Þannig tókst Sigmundi Davíð að draga athygli þjóðarinnar frá braskinu og sukkinu í Kaupþingbanka en leiða athyglina að Icesave málinu, blása það upp og gera að einhverjum versta Írafells-Móra 21. aldarinnar. Í dag veit hvert mannsbarn á Íslandi að Icesave rausið var sjónarspil, leikrit samið, sett upp á fjalirnar, stýrt af núverandi forsætisráðherra þar sem hann lék aðalhlutverkið. Hefði sama fyrirhöfn, tími og kraftur farið í að rannsaka hvað varð um þessa 500 milljarða, hefði kannski verið unnt að endurheimta eitthvað af þessum gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar og verja til verðugri verkefna en afhenda hann bröskurum og óreiðumönnunum sem hafa fengið allt of frjálsar hendur.
Leiðréttingin getur kostað 8-15 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2014 | 20:38
Grafalvarlegt mál
Atarfsemi tölvuþrjóta getur verið mjög ábótasöm en oft er reynslan sú að glæpir borga sig aldrei. Tövunotkun leiðir það af sér að unnt er að rekja upplýsingar og markmið tölvuþrjóta er að afvegaleiða lögregluna og klippa á upplýsingaleiðir.
Merkilegt er að 4 klukkuíimar eru frá birtingu fréttar þessarar og enginn hefur ástæðu til að blogga um hana. Allir geta þó verið sammála um að gera ekki tölvuþrjótum eins erfitt fyrir og mögulegt er og koma í veg fyrir iðju þeirra.
Vonandi áttar ríkisstjórnin sig á að þarna þarf að veita meira fé til varna.
Íslensk fyrirtæki skotmörk þrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar