Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
16.9.2010 | 22:12
Fátt svo með öllu illt
Fátt er svo með öllu illt að boði ekki eitthvað gott. Svo segir gamalt íslenskt orðatiltæki.
Askan úr Eyjafjallajökli hrelldi margan og olli ýmsum miklu tjóni einkum flugfélögum í Evrópu. En alltaf var ljóst að askan hafði ýmsa kosti, þ. á m. að hún hefði mjög góð áhrif á jarðargróða.
Fyrir nokkrum árum var talað um að nálægt 10% af korni sem notað væri hér kæmi frá innlendum framleiðendum. Fróðlegt væri að vita hversu hátt þetta hlutfall er nú. Og íslenskir bændur ættu að leggja mun meiri áherslu á að rækta sem mest af korni enda sú framleiðsla ekki háð neinum kvótum alla vega eins og nú stendur. Til að auka skjól og bæta ræktunarskilyrði ættu bændur að koma sér upp sem mestu af skjólbeltum með því að planta trjám t.d.meðfram skurðum og girðingum. Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að mun meiri uppskeru korns er að vænta þar sem góð skjólbelti eru til staðar.
Við Íslendingar eigum að fagna kornbændum með góðan árangur í þeim erfiðleikum sem steðjað hafa landsmenn á undanförnum misserum. Ekki veitir nú af! Og hvetja þá til meiri dáða á þessu sviði. Við eigum að rækta sem mest sjálfir allt það sem notað er í landinu hvort sem það er grænmeti, korn eða aðrar neysluvörur meðan unnt er að framleiða það á hagkvæman og sem bestan hátt.
Kaupum hvorki grænmeti eða korn frá Hollandi eða öðrum þeim löndum þar sem við megum reikna með að ekki sé staðið jafnheilsusamlega að framleiðslu þessara neysluvara og hér á landi.
Mosi
Askan bætir uppskeruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 10:24
Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur var mikið og gott fyrirtæki fyrir nokkru. Með allt of stórtækum framkvæmdum kemur erfið skuldastaða OR í koll. Mistökin eru mikil og því miður verður að segja að Sjálfstæðismenn voru ekki að laga stöðuna. Þeir létu OR greiða háar arðgreiðslur á liðnum árum þrátt fyrir bullandi tap. Þannig voru tæpir 2 milljarðar greiddir út úr OR fyrir 2008 og tæpur milljarður vegna ársins í fyrra þegar öllum var ljóst að engar forsendur væru fyrir arðgreiðslum.
Þegar ársreikningar fyrirtækisins eru skoðaðir eru afborganir á næstu misserum ekki óyfirstíganlegar. Lengja þarf í lánum og kappkosta að fá hagkvæmari lán. Þetta verður varla gert nema við losnum úr Icesave járngreipunum sem því miður Sjálfstæðismenn hafa ekki sýnt fram með sannfærandi hætti hvernig við komumst hjá þessu erfiuða skeri sem þrengir mjög hag okkar hvað lánakjör varðar.
Vonandi sér JVI þessa augljósu meinloku og leggur sitt af mörkum að leysa þennan vanda. Þessi vandi verður vonandi ekki eingöngu varpað á viðskiptavini OR. Stóriðjan stendur utan við þessar hækkanir vegna langtímasamninga, því miður. Kostnaðarverðið er vanmetið miðað við þessar forsendur.
Mosi
Braut stjórn Orkuveitunnar lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2010 | 10:07
Forgangsröð
Ljóst er að lengi hefir staðið til að breikka veginn um Kjalarnesið. Þetta er ferli sem tekur alllangan tíma. Fyrst þarf að hanna veginn og tryggja fjármagn til verksins. Þá þarf verkið að fara í umhverfismat og grenndarkynningu. Á því stigi er eðlilegt að viðræður fari fram við landeigendur en ekki einhvern tíma löngu áður. Slíkt væri með öllu óeðlilegt með opinbera fjármuni í huga.
Landeigendur verða því eðlilega að sýna biðlund. Þeir geta varla vænt eftir bótum vegna lands sem þeir verða að láta af hendi fyrr en formleg ákvörðun hafi verið tekin um vegagerðina. Landið er fyrst og fremst skilgreint til landbúnaðarþarfa og víða með djúpum mýrajarðvegi sem afarkosnaðarsamt er að fara í jarðvegsskipti, aka möl og grjóti í vegastæðið þegar moldarlögin hafa verið grafin burt.
Mosi
Ekkert rætt við landeigendur um breikkun vegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2010 | 19:53
Vér mótmælum allir!
Orkuveita Reykjavíkur hefur verið rekin með umtalsverðum halla á undanförnu. Gríðarlegar framkvæmdir sem kostaðar hafa verið með erlendum lánum er meginástæða erfiðrar fjárhagsstöðu OR. Það er mjög einkennilegt að Reykjavíkurborg hefir látið greiða sér arðgreiðslur upp á milljarða á sama tíma.
Í ársskýrslu Orkuveitunnar fyrir árið 2009 segir :
Það er stefna fyrirtækisins að eiginfjárstaða þess sé nægilega sterk til að styðja við stöðugleika og framtíðarþróun starfseminnar. Arðgreiðslur hafa verið ákveðnar sem ákveðið hlutfall eigin fjár óháð afkomu viðkomandi árs.
Eigendafundur tekur ákvörðun um arðgreiðslur. Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddar verði 800 milljónir kr. í arð til eigenda móðurfyrirtækisins á árinu 2010 vegna rekstrar á árinu 2009. Tillaga stjórnar að arðsúthlutun er ekki færð í ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2009.
Heimild: http://www.or.is/media/PDF/OR_Arsskeikningur_2009_LQ.pdf
Það er umhugsunarvert af hverju arðsúthlun sé ekki færð í ársreikninginn. Er þessi ákvörðun í fullu samræmi við góða reikningsskilavenju?
Bæjarráð Mosfellsbæjar fylgir vonandi þessu máli dyggilega eftir!
Mosi
Mosfellsbær mótmælir hækkunum OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2010 | 19:42
Stuðningsyfirlýsing án eins einasta nafns?
Hvernig stendur á því að ekkert eitt einasta nafn er undir þessari svonefndu stuðningsyfirlýsingu umdeilds Jenis af Rana? Er hægt að taka mark á svona löguðu?
Öfgar af öllu tagi eru sárgrætilegar og býður upp á meira af svo góðu. Hyggst einhver þverhaus næst neita að tala við örfhenta eða rauðhærða? Hvað með þá sem eru með aðra trúar- eða stjórnmálaskoðun?
Jenis Færeyingur ætti að sjá sóma sinn í að biðja lögmann sinn afsökunar sem og Jóhönnu og spúsu hennar.
Mosi
Jenis fær stuðningskveðjur frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2010 | 17:17
Ferðaþjónusta sumarsins að baki
Síðastliðna helgi lauk verkefnum mínum á vegum ferðaþjónustunnar að þessu sinni. Fór 5 hringferðir á vegum Ferðaþjónustu bænda sem eg tel vera ein besta ferðaskrifstofa á Íslandi um þessar mundir. Allur hefðbundinn undirbúningur hinn besti og í föstum skorðum og hinn vandaðasti þó svo að alltaf megi bæta um betur í einstökum atvikum.
Síðasti hópurinn var einstaklega samsettur af einstaklingum, flest hjónum sem komu hingað öll með tölu í fyrsta skipti til Íslands að kynnast landi og þjóð sem best í 11 daga hringferð um landið. Veður var þessum hóp mjög hagstætt en þó rigndi nokkuð vel síðustu dagana.
Í hópnum voru m.a. kennarar, læknir, arkitekt, blaðamaður og upplýsingafulltrúi í þýska stjórnarráðinu í Berlín. Mér fannst eiginlega mest til hans koma enda hann óvenjulega áhugasamur að kynnast sem best Íslandi, Íslendingum og íslenskum hugsunarhætti. Spurði hans margs og oft vildi hann fá nánari upplýsingar um ýms þau málefni sem efst brenna, m.a afstöðu Íslendinga til Efnahagsbandalags Evrópu. Að sjálfsögðu minntist eg á þau sjónarmið sem þorri Íslendinga hafa til EB: við sem neytendur myndum fyrir alla muni vilja þegar vera EB þjóð enda yrði verðlag og vextir í bönkum væntanlega hagstæðari. Þá er auðvitað alltaf hagkvæmt að hafa sama gjaldmiðil sem víðast. En málið er ekki svona einfalt. Við erum sú þjóð Evrópu sem er háðust fiskveiðum og útflutningi á fiskmeti. Við höfum ekki tök á því að gefa neitt eftir í þeim efnum. Þá eru efasemdir á Íslandi um hvort réttlætanlegt að sækja um aðild með hliðsjón af styrktarsjóðum EB m.a. vegna auki9nna styrkja til þeirra landa sem eru norðan við 62 norðlæga breiddargráðu. Við Íslendingar eigum ekki að sækja um aðild með slík sjónarmið í huga.
Þegar við ókum um Skaftafellssýslur og eg sagði ferðafólkinu frá þeim hrikalegu hörmungum sem gengu yfir íslensku þjóðina á árunum 1783-85, varð mörgum orðfall. Við komum við hjá kapellunni á Kirkjubæjarklaustri, áðum örstutt hjá Fjarðargljúfri og aftur við trjálundinn sem Guðmundur bílsstjóri gróðursetti skammt vestan við veginn að Hunkubökkum og Laka. Athygli okkar vakti að sjálfsáðar furur eru að vaxa sunnan vegar og eru greinilega að breiða úr sér. Aftur spurði stjórnarráðsmaðurinn mig hvers vegna í ósköpum Íslendingar rækti ekki upp þetta mikla hraun sem vakið hefur ógn og skelfingu í meira en en 200 ár? Þetta land virðist ekki skila Íslendingum neinum arði en þarna gæti vaxandi skógur orðið þessu héraði aukin lyftistöng með skógarhöggi og skógarnytjum í framtíðinni.
Mér varð eðlilega hugsi við þessi viðhorf. Um þetta hafði eg aldrei leift mér að hugsa svona langt.
Skaftáreldahraun er talið vera 565 ferkílómetrar eða rúmlega hálft prósent landsins. Eldgos þetta eyddi tugum jarða og er hraunið í dag allt vaxið þykkum mosa. Víða eru að koma háplöntur til en háð framboði af fræjum með vindi og fuglum. Raki er þokkalegur og hiti hagstæður gróðri. Með því að dreifa t.d. birkifræi mætti þegar sjá góðan árangur innan nokkurra ára. Þá mætti planta barrtrjám með skógarnytjar síðari tíma í huga.
Óskandi er að þessar hugleiðingar nái augum og eyrum þeirra sem vilja gjarnan bæta atvinnuhorfur í Skaftafellssýslu sem sennilega ekki veitir af.
Mosi
6.9.2010 | 15:55
Möguleg lausn?
Víða um heim eru mjög góðar hafnir í eða við mynni fljóta. Þar er yfirleitt ekki nein vandræði vegna framburðar úr ánum.
Ef til vill væri það lausn á vandanum að veita vatni úr Markarfljóti tímabundið í gegnum höfnina öðru hverju og láta strauminn hreinsa út sandinn. Þetta hefði auðvitað átt að athuga strax í upphafi þegar höfnin var hönnuð. Við hönnun hafnarinnar hefur væntanlega verið gert ráð fyrir að nauðsynlegt væri að fá sanddæluskip öðru hverju en ekki talið að svo skjótt kæmi að því að höfnin fyllist af sandi.
Hornafjarðarós hreinsar sig þannig af sjávarstraumum sem Hornafjarðarfljótinu og öðrum ám sem þar renna út í sjó. Þar er innsiglingin tiltölulega örugg af þessum ástæðum þegar farið er rétt að. Aðstæður þar eystra eru ekki sambærilegar en seint munu Hornfirðingar eiga von á að innsiglingarrennan verði ófær vegna mikilla strauma. Innsiglingin er allflókin og hefur stundum verið erfið einkum stærri skipum og skipsstjórnarmönnum sem eru ókunnir aðstæðum.
Spurning er að koma fyrir stokk með það í huga að unnt sé að veita góðum slatta af Markarfljótinu gegnum höfnina á Bakka. Þetta kostar töluvert þ. á m. nauðsynlegum lokunarbúnaði líkum þeim og eru á inntaksmannvirkjum vatnsaflsstöðva.
Íslendingar eru úrræðagóðir og væntanlega finna verkfræðingar Vita- og hafnarmálastjórnar góða lausn á þessum vanda.
Mosi
Herjólfur hægði á sér í drullunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2010 | 18:37
Engar nýjar fréttir
Jón Baldvin er að mörgu leyti athyglisverður pólitíkus. Hann lætur eitthvað frá sér sem nánanst allir eru í í raun sammála um. En þessar yfirlýsingar hans hafa ekkert neitt meira að segja en hver einasti Íslendingur hefði getað látið hafa eftir sér.
Jón Baldvin hefði mátt biðja þjóðina afsökunar að hafa boðið Davíð Oddssyni og þar með braskliði Sjálfstæðisflokksins lyklavöldin að Stjórnarráðinu á sínum tíma. Jón Baldvin sprengdi upp þáverandi vinstri stjórn sem var að glíma við mjög erfitt verkefni: að fylgja eftir að uppræta víxláhrif kauphækkana og verðlags. Fyrir 20 árum voru gerðir mjög afdrifaríkir samningar um kaup- og verðlagsmál þar sem verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur lögðu áherslu á raunhæfari efnahagsstjórnun. Þar voru menn á borð við Ásmund Stefánsson og Magnús Gunnarsson sem reyndust sýna þá djörfung að höggva á einn erfiðasta hnút í togstreitu verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda.
Þegar Davíð var orðinn æðsti ráðamaður í Stjórnarráðinu var honum auðvitað eignaður áranguirinn af klappsveit Heimdallar af þessu öllu saman! Jón Baldvin fékk hins vegar að leika nokkurs konar einleik sem utanríkisráðherra á þessum árum og gerði auðvitað góða hluti þá kommúnisminn í Austur-Evrópu og Járntjaldið voru að hrynja og þjóðir við austanvert Eystrasalt kröfðust frelsis og fulls sjálfstæðis frá Rússum.
Um rannsóknarskýrslu Alþingis má auðvitað taka undir Jóni að hún er að mörgu leyti ákaflega vel unnin og faglega sett fram. Þó er einn augljós galli á henni: engar skrár yfir heimildir eða efnisorð hvorki mannanafna né yfir fyrirtæki og stofnanir sem augljóslega hefði þurft að fylgja til þess að gefa riti þessu meira gildi og auka aðgengni að upplýsingum.
Mosi
Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 08:04
Nútíma Stjórnarráð
Þessi nýja skipan Stjórnarráðsins er fyrir löngu tímabær. Við höfum verið með of mörg ráðuneyti þar sem verkefni hafa skarast.
Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd, voru ýmsar ástæður fyrir því að þessir flokkar tóku ekki þetta skref. Fyrir löngu hefur komið fram helmingaskiptafyrirkomulag þegar þessir flokkar hafa verið við völd í Stjórnarráðinu. Fyrir vinstra fólk er þetta auðveldara enda hagsmunagæsla um völdin ekki að flækjast fyrir.
Líklega á forysta innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eftir að klóra sig í handarbökin yfir því að það varð hlutverk vinstri manna að breyta þessu. Uppgjörið eftir bankahrunið mjakast þó hægt fari. Rannsókn hefur reynst torveldari enda ekki allir hlutaðeigandi par hrifnir af að verið sé að fletta ofan af ýmsu sem fyrri ríkisstjórn taldi vera í góðu lagi.
Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju með skynsamlega ákvörðun. Verkefnin verða erfið og þá sérstaklega hjá Ögmundi sem tekur við mjög stóru ráðuneyti sem þarf að stýra af nærgætni en ákveðni og festu. Hins vegar er nokkur söknuður af þeim Rögnu og Gylfa sem hafa staðið sig mjög vel þó oft hafi verið stormasamt kringum þau einkum Gylfa.
Með bestu vonum um að vel takist vel til.
Mosi
Fjórir á leið úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar