Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Vonlítil samningsstaða

Þegar stórfyrirtækja hagræða í rekstri þá er oft þröngt um samningsstöðu innlendra aðila. Stóriðjan nýtur sérstöðu þegar hún hefur yfirvöld lítillra ríkja í vasanum og geta hagað sér eins og verstu mafíósar: Ef við fáum óskum okkar ekki framgengt, þá förum við annað! Svo einfalt er þetta. Nú hampar Alkóa happi að hafa náð hagstæðum samningum við „vildarvini“ sína á Íslandi. Þá er þessum aðila unnt að loka hvaða álbræðslu sem er í heiminum, hvar og hvenær sem er.

Hvenær þetta verður hlutskipti Íslendinga er ekki auðvelt að segja á þessari stundu en reikna má með því að svona uppákoma getur orðið hvenær sem er ef aðstæður breytast skyndilega sem skiptir máli fyrir alheimsviðskipti. Nú hafa t.d. kínversk stjórnvöld haft í hótunum við stjórn BNA ef þau aðhafast eitthvað sem er Kínverjum ekki að skapi. Þannig geta Kínverjar haft viðskiptalíf Vesturlanda að verulegu leyti í hendi sér og kolfellt heimsmarkaðsverð á viðskiptabréfum en þeir hafa keypt gríðarlegt magn af viðskiptabréfum einkum bandarískum ríkisskuldabréfum á undanförnum árum. Ef þeim verður dælt á markaðinn í ótæpilegu magni þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Mikil og vaxandi hætta er þá á heimskreppu enda fáir vaxtabroddar í viðskiptalífi heims sem stendur til að mæta slíkri uppákomu.

Æðibunugangurinn og skammsýnin í fjármálum hefnir sín ætíð. Nóg er af glappaskotunum í fjárfestingum og viðskiptum. Er ekki fyllsta ástæða að fara varlega?

Mosi


mbl.is Mótmæla lokun álvera Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband