Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
4.1.2010 | 14:03
Af hverju er ekki unnt að halda fangelsi frá eiturlyfjum?
Litla Hraun er rammgerðasta fangelsi á Íslandi. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt að útiloka smygl á eiturlyfjum þangað þegar haft er í huga að fangar njóti takmarkaðra mannréttinda, t.d. þurfa þeir að sætta sig við að póstsendingar, bréf og bögglar sæti nákvæmri skoðun og að fylgst sé gjörla með athöfnum þeirra og jafnvel athafnaleysi.
Líklega er veiki hlekkurinn samskipti þeirra við gesti og þá sem ekki sæta fangelsisvist. Víða erlendis eru heimsóknir þannig fyrir komið að fangar geti ekki haft nein samskipti við gesti nema gegnum glervegg og í návist fangavarðar sem fylgist gjörla með að allt sé eftir ströngustu reglum.
Spurning er hvort einhvers staðar séu ekki einhverjir veikir hlekkir?
Fangar eiga eftir markmiðum fangavistar að koma eitthvað skárri þjóðfélagsþegnar út úr fangelsi en þeir fóru inn. Það tókst því miður ekki Framsóknarflokknum að gera Ísland laust við fíkniefni þrátt fyrir ansi brött markmið. En gætum við ekki tekið þau upp og byrjað á Litla Hrauni?
Mosi
Sjö fíkniefnamál á Litla-Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 13:15
Lyfjaframleiðsla vænlegri en álbræðsla
Þegar sæmilega stór lyfjaverksmiðja hefur jafnvel jafnmarga starfsmenn og álbræðsla þá ber að fagna slíkri atvinnuuppbyggingu. Auðvitað þarf að huga vel að öllu öryggi bæði við framleiðsluna sem og að umhverfið skaðist sem minnst.
Á Austurlandi hefur fólksflótti ekki stöðvast. Nú flýja þeir Austurland sem ekki hafa fengið vinnu í álbræðslunni þar eða hafa ekki getað hugsað sér að vinna við slík störf af ýmsum ástæðum. Þeir flýja suður á mölina.
Mikið hefði verið æskilegt að koma fremur á fót lyfjafabrikku sem þessari eystra fremur en álbræðslunni og þurfa ekki að fara í þessar umdeildu framkvæmdir. En við sitjum uppi með þessar vanhugsuðu ákvarðanir. Sjálfsagt hefði verið unnt að liðka til fyrir lyfjaframleiðslu rétt eins og álframleiðslu, hefði vilji verið til.
Mosi
Mikil stækkun fyrirhuguð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 12:17
Sök bítur sekan
Oft hefur verið litið til Breta með aðdáun: Hjá þeim þroskaðist lýðræðið og mannréttindin. Þeir snérust fyrstir gegn yfirgangi Hitlers og kumpána hans til að varðveita frelsi sitt, lýðræði og mannréttindi.
Það er því nokkuð kaldranalegt að ríkisstjórn þessa gamla heimsveldis sýnir smáríki klærnar, ekki einu sinni heldur margsinnis. En athygli vekur að ákvörðun ríkisstjórnar Gordon Browns hefur skaðað Breta sjálfa ekki síður en beiting bresku hermdarverkalaganna gegn smáþjóðinni Íslendingum.
Í breska blaðinu kemur eftirfarandi fram:
Að fall Kaupþings muni vera eina bankagjaldþrotið í fjármálakreppunni sem breskir sparifjáreigendur hafa tapað fé á. Yfir 4000 viðskiptavinir Kaupþings á eyjunni Mön hafa enn ekki fengið inneignir sínar á Edge-reikningum yfir 50 þúsund pund bættar þar sem breski innistæðutryggingasjóðurinn telur sig ekki þurfa að bæta íbúum á eyjunni tapið.
Spurning er hvort ekki sé kominn tími að beita þessum bresku hermdarverkalögunum á bresku ríkisstjórnina til þess að hún skaði ekki breska hagsmuni jafnvel enn meir?
Gordon Brown er maður ekki aðeins dularfullur, heldur virðist hann vera grályndur og undirhyggjufullur, jafnvel gegn eigin þegnum. Kannski að útlitið sé innrætinu skárra og er hann með skuggalegri mönnum.
Hvorki Gordon Brown né Alistair Darling hafa enn ekki gert grein fyrir þeirri umdeildu ákvörðun sinni að beita smáþjóðinni Íslendingum bresku hermdarverkalögunum. Ætli ekki sé kominn tími til að það sé gert og það opinberlega?
Margir líta á þessa ákvörðun minna á verstu níðingsverk milli bræðraþjóða. Hver var raunverulegur tilgangur þessarar ákvörðunar?
Mosi
Töldu Edge-reikninga jákvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 11:29
Óheppileg yfirlýsing
Þegar Alistair Darling fjármálaráðherra Breta tjáir sig um viðkvæmasta mál sem nú brennur á Íslendingum, þá er alltaf mikil hætta á að þær viðvaranir sem hann telur sig fram að færa hasfi þveröfug áhrif. Auðvitað er þessi Icesave mál eitt versta mál sem komið hefur upp og við þurfum að leysa það.
Betur hefði að Alistair Darling hefði fremur sýnt Íslendingum þá sanngjörnu kurteysi að útskýra hvers vegna Bretar beyttu hermdarverkalögunum á heila þjóð vegna þessara fjálglæfra sem þeir töldu sig vera að verja hagsmuni sína. Þessi ákvörðun hefur enn verið óútskýrð.
Þá hefði breski fjármálaráðherran átt fremur að sýna Íslendingum fremur skilning á því að þeir eru í mjög erfiðu klandri. Vaxtaprósentan á Icesave er t.d. allt of há og um það stóðu deilurnar á Íslandi fremur en Icesave málið sjálft.
Einnig hefði breski fjármálaráðherrann bjóða Íslendingum meiri og traustari aðstoð við endurheimt eigna föllnu íslensku bankanna og koma lögum yfir þá þokkapilta sem hlut áttu að máli.
Breski fjármálaráðherrann hefur því miður ekki haft neina burði að koma fram með neinnri sanngirni gagnvart Íslendingum sem vissulega vekur tortryggni.
En hann gæti bætt úr og komið með slíkar yfirlýsingar núna.
Mosi
Icesave-samkomulag mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2010 | 15:39
Það kom að því
Þetta Icesave mál hefur klofið þjóðina langsum og þversum. Þetta erfiða mál verður ekki leyst nema annað hvort verði gengist við þeim mistökum sem komu þessu öllu af stað og málin leyst í samvinnu við Breta að endurheimta eignir bankanna erlendis og koma lögum yfir þá glæframenn sem hlut áttu að máli.
Eða hin leiðin að koma allri ábyrgð frá sér og þá er mikil hætta á að Íslendingar einangrist, öll samskipti við erlend ríki verði erfiðari, viðskipti verði ekki án vandræða og óþarfa kostnaðar. Lífskjör okkar fara áratugi aftur í tíma.
Ætli það sé ekki skárri kostur að játast og viðurkenna þessar döpru staðreyndir og reyna að finna hagstæðari lausn.
Það kom auðvitað að því að safna undirskrifum á andstæðu sjónarmiði en þessari eldri áskorun að hvetja forseta að undirrita ekki nýju Icesavelögin. En það er vandasamt að skrifa texta undirskriftalista sem allir geta sætt sig við. Þar má ekkert vera sem kann að stinga í stúf. Því miður hefur ratað inn í texta þessarar undirskriftasöfnunar sem kemur meginmálinu ekkert við. Því leggur Mosi til að eftirfarandi málsgrein verði strikuð út:
Við viljum einnig benda á þá staðreynd að utanríkisstefna Íslands hefur frá stofnun lýðveldisins verið til háborinnar skammar. Ísland hefur, á alþjóðavettvangi, hegðað sér eins og lítill frekur krakki sem suðar og suðar þangað til hann fær nákvæmlega það sem hann vill, ónæmur fyrir sjónarmiðum annarra. Vegna taktískrar staðsetningar okkar milli Nató og Sovétríkjanna komumst við upp með þetta þar til nýlega. Nú, þegar Ísland á fáa ef einhverja vini eftir teljum við kominn tíma til að breyta þessari stefnu til hins betra og taka ábyrgð á gjörðum okkar.
Þó töluvert sé til í þessu þá má ekki eyðileggja góðan málstað með óhæfum málflutningi eða málsástæðum. Svona texti er fremur greinargerð eða e.t.v. útskýring fremur en texti sem er skrifaður til að undirrita.
Að svo stöddu telur Mosi sig ekki geta undirritað þessa áskorun að óbreyttu.
Mosi
Skora á forsetann að staðfesta Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2010 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2010 | 22:35
Er það sem við viljum?
Ögurstund
Vonlegt er að margir eru ekki sáttir við þessa niðurstöðu með Icesave. En hver er áhættan að draga þetta mál öllu lengur? Erum við að leggja það litla traust sem enn er fyrir hendi með samningum við Breta og Hollendinga um þetta guðsvolaða Icesave? Eigum við von á að íslenska krónan falli enn frekar niður í ekkert neitt og komi atvinnurekstri á Íslandi í enn meira uppnám en hefur verið?
Þeir aðilar sem hafa verið á móti þessu Icesave eru felstir hægrimenn og þar með á móti ríkisstjórninni. Þessir aðilar vilja gera allt sem tiortryggilegast og að grafa sem fyrst undan þessari ríkisstjórn sem þó hefur verið að kappkosta að gera sitt besta.
Veruleg hætta er á að traust á Íselndingum fari fjandans til og að allar kröfur íslensks samfélags og þar á meðal eignir Landsbankans sem annarra banka erlendis, verði enn torveldari til endurheimtu en verið hefur fram að þessu.
Er það sem við viljum?
Sú heitasta von og sú mesta þrá hægriaflanna er að koma þessari ríkisstjórn frá völdum hvað sem það kostar, hvort sem það er með fagurgala um opnara lýðræði sem þau hafa fram að þessu alltaf verið á móti? Ósk hægriaflanna er að uppræta allar rannsóknir og uppljóstranir um hrunið og braskið sem hefur komið okkur í þessa erfiðu aðstöðu. Öll þessi endalausa umræða á þingi um Icesave bendir til hræsni hægriaflanna.
Er það sem við viljum?
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera nánast 100% ábyrgð á bankahruninu. Viljum við færa völdin aftur í hendur þessara umdeildu stjórnmálamanna sem hafa haft pukrið, eiginhagsmungæsluna og braskið í fyrirrúmi?
Er það sem við viljum?
Ríkisstjórn braskaranna eru tilbúin að grípa völdin. Þeir gera sér fullkomlega grein fyrir rétt eins og lýðskrumarar allra tíma og allra landa að nóg sé að þeyta upp nógu miklu ryki og moldviðri til að glepja sýn venjulegs fólks á raunveruleikanum og eðlilegum markmiðum líðandi stundar.
Er það sem við viljum?
Við þurfum að vinna okkur út úr þessum örðugleikum í eitt skiptið fyrir öll en það gerum við ekki öðru vísi en með dyggilegri aðstoð Breta og annarra þjóða sem hafa betri tök á að fást við hvítflybbaglæpamenn en okkar lögregla sem er bæði fámenn, illa fjársvelt og er gjörsamlega óviðbúin að glíma við þetta gróðarlega erfiða starf að koma lögum yfir þá þokkapilta sem drógu okkur inn í þessa niðurlægingu.
Ólafur Ragnar Grímsson forsetinn okkar á auðvitað ekkert auðvelt val nú á þessari ögurstundu. Á hann að ljá máls á þessari umleitun sem enginn virðist hafa gert sér fyllilega grein fyrir með undirskrift sinni, örvæntingu og einfaldleika?
Því miður hafa þeir sem stýrt hafa þessari undirskriftarsöfnun bent á betri leið út úr þeim örðugleikum sem þjóðin hefur ratað í undir ríkisstjórn braskara og fjárflettara.
Mosi
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar