Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 13:48
Nauðsynlegt aðhald við skattsvikara
Gera Heimdellingar sér grein fyrir því að með því breyta þessu fyrirkomulagi um framlagningu skattskrár er verið að draga verulega úr aðhaldi við skattsvikara. Eru skattsvik einkamál skattsvikara? Vilja Heimdellingar verja skattsvik?
Mosa finnst Heimdellingar vera að taka lögin í sínar hendur sem er mjög varhugavert. Hvað ef lögreglan er að gegna skyldustörfum sínum eigum við þá að grípa fram fyrir hendur þeirra ef okkur líkar ekki það sem lögreglan er að gera? Er það ekki hliðstætt? Skattyfirvöld fara eftir lögunum en það gera Heimdellingar ekki með þessu umdeilda framferði sínu.
Mosi alias
Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 13:22
Spurning um virkt lýðræði
Enn á ný fara ungir Sjálfstæðismenn hamförum út af framlagningu skattskrár. Mjög forn regla sem byggist á opnu frjálsu lýðræði að hafa þessar upplýsingar frammi vissan tíma er viss trygging fyrir því að framteljendur telji rétt fram til skatts. Fjölmiðlar hafa oft bent á hve sumir einstaklingar sem berast mikið á, leggi stundum ótrúlega lágar greiðslur til samfélagsins í formi skatta. Voru lágir skattar oft nefnd vinnukonuútsvör og þótti vera skattsvikurum mikil háðung þegar þeim var núið um nasir að greiða slík útsvör.
Mættu ungir Sjálfstæðismenn líta jákvæðari augum á þetta fyrirkomulag. Hvað vilja þeir að komi í staðinn? Á forræðishyggjann sem þeir eru sennilega ekki miklir talsmenn fyrir, að koma í veg fyrir að þeir sjái ekki kostina við núverandi fyrirkomulag? Mjög sterk rök þurfa að koma til að breyta þessu enda meðan ekkert annað betra eftirlit er til, þá er tómt mál að hverfa frá þessu.
Megi skattskrárnar vera hvatning öllum að telja rétt fram - þá styrkist hagur okkar allra og þar með grundvöllur að lækka skattana en það er auðvitað öllum í hag, líka ungum verðandi Sjálfstæðismönnum sem vilja þó bæði seint og snemma hafa vit fyrir öðrum.
Mosi alias
Er álagning einkamál? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 12:21
Ámælisverðar fugla og hvalveiðar
Í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkveldi var sagt frá lundaveiðum í Akurey skammt vestan við Örfirisey í Reykjavík. Þessi eyja er ásamt Lundey á Kollafirði þekktar fyrir töluverða lundabyggð.
Lundinn er í huga flestra erlendra ferðamanna sú fuglategund sem sérstaklega tengist Íslandi. Hvalaskoðunarbátar gerðir út frá Reykjavík koma þarna gjarna við til þess að ferðamenn geti notið að fylgjast með lundanum í návígi. Það er því mjög undarlegt ef einhver sem telur sig eiga meiri rétt að drepa fugl sér til tómstundar en þeir fjöldi ferðamanna sem hafa ánægju af að fylgjast með lundanum.
Fyrir nokkrum vikum var viðtal við hrefnuveiðimann í Reykjavík. Sá státaði sig af því í viðtalinu hve stutt væri fyrir sig að fara til að skjóta hrefnu, bara skammt utan við eyjarnar og þar hafi hann veitt nokkrar mjög auðveldlega!!
Ætli þetta hafi ekki verið sömu hrefnurnar sem glöddu hvalaskoðunarfólk hvað mest á liðnum misserum? Þær voru gæfar og því tiltölulega auðvelt fyrir hvern sem er að nálgast þær. Nú fara hvalaskoðunarbátarnir fram og aftur um Faxaflóann og ekki alltaf sá árangur sem væntingar voru til. Ferðamenn eru óánægðir að sjá lítið sem ekkert og þeir sem hafa atvinnu sína af hvalaskoðun eru miður sín.
Að mínu áliti eru þessar veiðar gjörsamlega siðlausar og ættu að banna STRAX! Ekki hefur farið neinum sögum hvort lundaveiðimaðurinn hafi verið með leyfi til veiða. En tiltölulega auðvelt hefði verið að setja hrefnuveiðimanninum skilyrði að veiðar færu ekki fram í Faxaflóa.
Áður fyrr var skiljanlegt að fátækt fólk væri að sækja sér lífsbjörg með því að drepa fugl og hvali fyrr á tímum en í landi þar sem smjör drýpur nánast af hverju strái og allar búðir yfirfullar af góðum og fjölbreyttum matvælum þá er þessi forni réttur að sækja sér björg í bú einskis virði.
Mætti umhverfisráðherra skoða þessi mál og taka fram fyrir hendurnar á þessum sportveiðimönnum sem eru að grafa undan ferðaþjónustunni á Íslandi.
Mosi alias
Reykjavík valin grænasta borgin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2007 | 08:03
Framkvæmdir í þágu ferðaþjónustu
Áratugum saman er nánast ekkert gert í þágu ferðaþjónustunnar á vinsælustu stöðum sem langflestir ferðamenn koma að sjá.
Má þar nefna Geysissvæðið sem er stórvarhugavert vegna jarðhitans. Einhvern tíma fyrir langt löngu voru sett upp ógnarsmá varúðarskilti: Hætta - Danger - Fare - Pericolo. Síðan ekkert meir þrátt fyrir að nánast árlega verða slys þar sem ferðamenn eru allt í einu komnir í sjóðandi heitt vatn upp í hné. Stígurinn er einnig mjög gallaður og hefur verið merkt framtak á sínum tíma. En hann þarf að lagfæra og leggja milli Blesa og Strokks.
Annar vinsæll ferðamannastaður ekki fjarri er Gullfoss. Fremur lítið hefur stígurinn sem Sigríður Tómasdóttir lagði fyrir um öld, verið lagaður að öðru leyti utan að fyrir um 10 árum var settur ofaníburður og sett upp einfalt handrið ásamt örfáum tröppum þar sem stígurinn er brattastur. Síðan fer engum sögum af framkvæmdum á vegum opinberra aðila, fyrirtækja né þeirra sem málið varðar. Í síðustu viku hrundi framan úr stallinum sem ferðamenn klöngrast gjarnan upp á neðan við efri fossbrúnina, sumir með miklum erfiðismunum einkum þeir eldri. Ekki ætti að vera mikið mál að bæta þennan stíg og auk þess setja upp merkingar sem eru bráðnauðsynlegar.
Fyrir nokkrum vikum kom Mosi að Gunnuhver á Reykjanesi með erlenda ferðamenn. Af ummerkjum að dæma hafði orðið sprengigos þar nýverið, bílastæðið og frumstæðar merkingar á svæðinu voru alþaknar þykkri hveradrullu. Þessu svæði þyrfti hreinlega að loka enda er það stórhættulegt í alla staði en ekki hefði þurft að spyrja um hættuástand ef þessi sprenging hefði átt sér stað þegar ferðafólk hefur verið á svæðinu.
Annað hliðstætt svæði er hverasvæðið við Seltún sunnan við Kleifarvatn. Þar má sjá hvernig unnt er að hafa þessa hluti í góðu lagi. Merkingar og stígar til mikillar fyrirmyndar.
Vegir að ferðamannastöðum er okkur til mikils vansa. Vegurinn um Gjábakkahraun hefur lengi verið einn leiðinlegasti kafli nn á slóðum flestra. Fyrir nokkrum vikum var Mosi á ferð með ferðamenn norður í landi og var m.a. komið að Dettifossi. Vegurinn frá fossinum og suður að Grímsstöðum var þvílíkt þvottabretti að fara varð fetið svo bíllinn hristist ekki allur í sundur. Þennan fremur stutta vegaspotti þyrfti að færa í betra horf, stytta mætti hann verulega og tiltölulega lítið mál væri að gera þarna veg með bundnu slitlagi. Ekki þarf að skipta um jarðveg enda vegagerðarefnið þarna til staðar. Fyrir nokkrum árum mætti Mosi húsbíl á erlendum skráningarnúmerum. Bílstjórinn sem ók brosti sínu breiðasta og beit á jaxlinn við að komast áfram eftir þessum moldarvegum. En ekki var langt farið er ekið var fram á ókræsilegheitin: losnað hafði um botninn í ferðaklósettinu húsbílsins og mátti rekja slóðina af pappír og þaðan af verra langleiðina suður að Hólsselskíl!
Ekki veit Mosi hve lengi Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft yfirstjórn vegamála en þarna virðist sem enginn samgönguráðherra hvorki í þeim flokki né öðrum hafi séð ástæðu til að sinna þessu verkefni. Ljóst er að enginn er kjósandinn lengur á þessu svæði. Mjög einkennilegt er að ekkert mál virðist að leggja vandaða vegi með bundnu slitlagi á hálendinu ef virkjanir og álæðið á hlut að máli.
Ferðaþjónustan er mjög hratt vaxandi starfssemi á Íslandi. Það opinbera þarf að veita fé í þessi verkefni að sómi er að fyrir okkur þegar landið er kannað. Og ekki dugar að hugsa sem heimskinginn: þetta fólk sjáum við hvort sem er aldrei aftur og þess vegna eigum við ekkert að greiða för þess um landið. Öðru nær: ánægður ferðamaður segir gjarnan kunningjum, vinum og ættingjum frá ferðum sínum. Hann er lifandi auglýsing og oft kveikir eftirminnileg endurminning ferðamanns áhuga margra að koma og sækja Ísland heim. En við þurfum að venja okkur af að láta þessi mál sitja öllu lengur á hakanum. Hvernig væri að spýta í lófana og láta hendur standa fram úr ermum? Ekki dugar að tala og ræða um að þetta sé nauðsynlegar vegabætur, við viljum sjá verkin tala!
Mosi alias
19.7.2007 | 15:04
Virðingarvert framtak
Mosi telur mjög virðingarvert hjá Ingibjörgu Sólrúnu að kynna sér af eigin raun þetta grafalvarlega styrjaldarástand í Ísrael og Palstínu. Í meira en hálfa öld hefur verið þarna suðupottur og lítt mátt út af bera að allt fari í bál og brand.
Við Íslendingar getum látið ýmislegt gott af okkur leiða.
Kosturinn við okkur Íslendinga er vopnleysið okkar og umburðarlyndi. Við eigum engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta þarna í Austurlöndum. Við megum hins vegar ekki gleyma að við erum n.k. guðfeður Ísraelsríkis en Ísland var fyrsta landið í veröldinni sem viðurkenndi Ísrael sem frjálst ríki. Við getum því óskað eftir því að þær þjoðir sem þarna búa hlið við hlið þurfa að viðurkenna rétt hvors annars, hvernig, hvenær og af hverjum það verður endanlega ákveðið. Núverandi styrjaldarástand leysir engan vanda, þvert á móti eykur hann.
Sumum finnst Ingibjörg Sólrún ekki eiga að hafa tekið sér ferð þangað og spara mætti sér ómakið. Einhver hefur reiknað út að kostnaðurinn nemi um 100 krónur á hvert mannsbarn á Íslandi sem er auðvitað smápeningur. Fyrir hann er ekki einu sinni unnt að borga far með Strætó hvað þá meir!
Mosi alias
Ingibjörg Sólrún hitti Abbas og Fayyad á Vesturbakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2007 | 14:43
Gát skal höfð í viðveru sálar
Fyllsta ástæða er að fara varlega varðandi þessi mál. Áður fyrr var töluvert rætt um það að erlendir ferðamenn nestuðu sig upp við morgunverðarhlaðborð landsmanna. Sem leiðsögumaður þýskra ferðamanna varð Mosi var við óánægju fólks við uppsettum auglýsingum þar sem fólki var bent á að þetta væri illa séð. Því miður voru þessar orðsendingar yfirleitt aðeins á EINU tungumáli!! Eðlilega tóku Þjóðverjar þessu illa og töldu orðsending á einu tungumáli vera slæm móðgun við sig því ekki voru nema tiltölulega fáir sem voru að nesta sig upp og það ekki í hópnum.
Því leggur Mosi eindregið til að ef sett verði upp skilti og þau verði á a.m.k. 2-3 tungumálum. Ekki sakar að geta þess í leiðinni hvar unnt sé að kaupa veiðileyfi ef hugur til veiða er mikill.
Mosi alias
Bréf um veiðiréttindi birt á pólsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 13:03
Áhætta vegna vaxandi brottkasts?
Mosa finnst fyllsta ástæða til að óttast um að útgerðafyrirtæki auki brottkast með því að minnka kvótann meir en margir vilja. Þessi kvóti er um það bil sá sami og Bretar fengu úthlutað við samninga eftir þorskastríðið 1972-74.
Á dögunum var sýnd stutt kvikmyndaskeið í Ríkissjónvarpinu úr sjávarlífinu skammt undan landi. Kafari sá sem tók þessa stuttu heimildamynd vildi vekja athygli landsmanna á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á lífríkinu neðan sjávarmáls. Mjög mikil gróska ígulkerja hafði í för með sér að þari og annar sjávargróður var nánast uppétinn af ígulkerjunum. Er þarna meginmeinsemdin fyrir því að fiskistofnar eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir?
Sumir stjórnmálamenn vilja kenna hvölum um fækkun nytjafiska við strendur Íslands. Eiginlega ættu þessir sömu herramenn að læra köfun, bregða sér í köfunargræjunar og skoða af eigin raun hvað í raun og veru er að gerast í sjónum.
Þegar Mosi var ungur aðárum voru margir strákar að veiða þaraþyrskling á bryggjum landsins. Margir eldri menn fiskuðu þokkalega á litlum trillum og jafnvel árabátum skammt undan landi. Núna er vart annað að fá nema marhnút í besta falli á þessum slóðum.
Hvalir lifa jú á ýmsu eins og nytjafiskum. Þeir voru fyrrum bókstaflega miklu útbreiddariáður en ofveiði var á sumum tegundum þeirra fyrir um 100 árum.
Þegar undirstaðan fyrir nýliðun þorskins og annarra fisktegunda er hrunin þá þarf að finna raunverulegar ástæður þess en ekki hlaupa til milli handa og fóta og gefa út ótakmarkað veiðileyfi á hvalina. Við þurfum að veita betur gaum sístækkandi stofn ígulkerja og hvernig áhrif þau hafa á lífríkið í sjónum.
Mosi
alias
Einar K. Guðfinnsson: Gríðarleg vonbrigði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 12:58
Aukin áhætta?
Mosa finnst fyllsta ástæða til að óttast um að útgerðafyrirtæki auki brottkast með því að minnka kvótann meir en margir vilja. Þessi kvóti er um það bil sá sami og Bretar fengu úthlutað við samninga eftir þorskastríðið 1972-74.
Á dögunum var sýnd stutt kvikmyndaskeið í Ríkissjónvarpinu úr sjávarlífinu skammt undan landi. Kafari sá sem tók þessa stuttu heimildamynd vildi vekja athygli landsmanna á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á lífríkinu neðan sjávarmáls. Mjög mikil gróska ígulkerja hafði í för með sér að þari og annar sjávargróður var nánast uppétinn af ígulkerjunum. Er þarna meginmeinsemdin fyrir því að fiskistofnar eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir?
Sumir stjórnmálamenn vilja kenna hvölum um fækkun nytjafiska við strendur Íslands. Eiginlega ættu þessir sömu herramenn að læra köfun, bregða sér í köfunargræjunar og skoða af eigin raun hvað í raun og veru er að gerast í sjónum.
Þegar Mosi var ungur aðárum voru margir strákar að veiða þaraþyrskling á bryggjum landsins. Margir eldri menn fiskuðu þokkalega á litlum trillum og jafnvel árabátum skammt undan landi. Núna er vart annað að fá nema marhnút í besta falli á þessum slóðum.
Hvalir lifa jú á ýmsu eins og nytjafiskum. Þeir voru fyrrum bókstaflega miklu útbreiddariáður en ofveiði var á sumum tegundum þeirra fyrir um 100 árum.
Þegar undirstaðan fyrir nýliðun þorskins og annarra fisktegunda er hrunin þá þarf að finna raunverulegar ástæður þess en ekki hlaupa til milli handa og fóta og gefa út ótakmarkað veiðileyfi á hvalina. Við þurfum að veita betur gaum sístækkandi stofn ígulkerja og hvernig áhrif þau hafa á lífríkið í sjónum.
Mosi
alias
LÍÚ: Breytt gengisstefna það eina sem getur mildað áfallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 12:40
Fjölgun sílamáva
Sílamávar hafa lengi verið áberandi í fuglafánunni á Íslandi. Þeir hafa þann vafasama heiður aðvera fyrsti vorboðinn meðal farfugla! Lengi vel voru þeir mikið nálægt fiskvinnslu og alls staðar þar sem þeim var bókstaflega boðið í veislu vegna sóðaskapar af ýmsu tagi! Einu sinni var fjarlægt útivistarlistaverk fjarlægt af heilbrigðisástæðum!
Sílamávarnir hafa ætíð verið mjög duglegir að bjarga sér en því miður hafa þeir verið ötulir að tína upp varnarlausa unga anda og ýmissa mófugla. Síðast sá Mosi sílamáf með hrossagauksunga í kjaftinum skammt austan við Öskjuhlíðina nú nýverið. Foreldranir gerðu allt hvað þeir gátu komið unga sínum til bjargar en án árangurs.
Nú í vor var töluvert rætt um að fækka á kerfisbundinn hátt sílamávinum með formann Umhverfissviðs Reykjavíkur, Gísla Martein í fararbroddi. Kannski að aðferðin sem til greina kom hafi ekki verið sú rétta en spurning er hvort ekki sé rétt að ná sem flestum sílamávum á haugunum í Álfsnesi? Þangað sækja hundruð ef ekki þúsundir sílamáva á hverjum sólarhring, einkum þegar vinnu lýkur þar um kvöldmatarleytið. Nota þarf þá aðferð við aflífun sem er í fullu samræmi við ákvæði dýraverndarlaga en ekki að freistast til að gefa þeim t.d. svefnlyf sem e.t.v. aðrar fuglategundir og eru hræætur geta auðveldlega komist í. Við viljum ekki að t.d. fálkar og ernir verði eitrinu að bráð heldur verða þaulæfðar byssuskyttur að sjá um þessi vandræðamál. Ætli byssuskyttur sem eru með æfingaaðstöðu í norðanverðu Álfsnesi væru ekki til í að taka að sér erfitt en þarft skítverk sem þetta?
Mosi
alias
Matarleifar lokka máva inn í borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 12:15
Mikil hækkun
Að úrvalsvísitalan hækki um 45% á árinu verður að teljast mjög hátt. Hverjar raunverulegar forsendurnar eru skal ósagt látið en einhvern veginn finnst Mosa þessi hækkun vera meira í takt við spákaupmennsku en að verið sé að spá í framþróun fyrir fjárfesta til lengri tíma.
Á síðasta ári var methagnaður hjá bönkunum þrem sem skilaði sér misjafnlega til hlutafjáreigenda. Arðgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka (Glitnis) og Landsbanka var nokkurn veginn eftir væntingum en arður af hlutafé í Kaupþing bankanum var satt best að segja óverulegur miðað við að bankinn var með langmestan hagnaðinn. Venjulegur hluthafi fékk aðeins um 1% í arðgreiðslur miðað við markaðsverð Kaupþingsbankans á síðasta aðalfundi sem er vægast sagt mjög tortryggilegt. Á aðalfundi bankans átti hann 33% hlutafjár í HBGranda, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins en hafði síðar verið afhent kunnum athafnamanni áður en aðalfundur var haldinn í HBGranda. Ekkert hefur verið rætt um þessa afhendingu í fjölmiðlum og verður þaðað teljast undarlegt þegar um svo stóran hlut er að ræða í mjög mikilvægu fyrirtæki.
Mosi
alias
Glitnir spáir 45% hækkun Úrvalsvísitölunnar í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar