Það kom að því

Þetta Icesave mál hefur klofið þjóðina langsum og þversum. Þetta erfiða mál verður ekki leyst nema annað hvort verði gengist við þeim mistökum sem komu þessu öllu af stað og málin leyst í samvinnu við Breta að endurheimta eignir bankanna erlendis og koma lögum yfir þá glæframenn sem hlut áttu að máli.

Eða hin leiðin að koma allri ábyrgð frá sér og þá er mikil hætta á að Íslendingar einangrist, öll samskipti við erlend ríki verði erfiðari, viðskipti verði ekki án vandræða og óþarfa kostnaðar. Lífskjör okkar fara áratugi aftur í tíma.

Ætli það sé ekki skárri kostur að játast og viðurkenna þessar döpru staðreyndir og reyna að finna hagstæðari lausn.

Það kom auðvitað að því að safna undirskrifum á andstæðu sjónarmiði en þessari eldri áskorun að hvetja forseta að undirrita ekki nýju Icesavelögin. En það er vandasamt að skrifa texta undirskriftalista sem allir geta sætt sig við. Þar má ekkert vera sem kann að stinga í stúf. Því miður hefur ratað inn í texta þessarar undirskriftasöfnunar sem kemur meginmálinu ekkert við. Því leggur Mosi til að eftirfarandi málsgrein verði strikuð út:

Við viljum einnig benda á þá staðreynd að utanríkisstefna Íslands hefur frá stofnun lýðveldisins verið til háborinnar skammar. Ísland hefur, á alþjóðavettvangi, hegðað sér eins og lítill frekur krakki sem suðar og suðar þangað til hann fær nákvæmlega það sem hann vill, ónæmur fyrir sjónarmiðum annarra. Vegna taktískrar staðsetningar okkar milli Nató og Sovétríkjanna komumst við upp með þetta þar til nýlega. Nú, þegar Ísland á fáa ef einhverja vini eftir teljum við kominn tíma til að breyta þessari stefnu til hins betra og taka ábyrgð á gjörðum okkar.

Þó töluvert sé til í þessu þá má ekki eyðileggja góðan málstað með óhæfum málflutningi eða málsástæðum. Svona texti er fremur greinargerð eða e.t.v. útskýring fremur en texti sem er skrifaður til að undirrita.

Að svo stöddu telur Mosi sig ekki geta undirritað þessa áskorun að óbreyttu.

Mosi


mbl.is Skora á forsetann að staðfesta Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband