3.1.2010 | 15:39
Það kom að því
Þetta Icesave mál hefur klofið þjóðina langsum og þversum. Þetta erfiða mál verður ekki leyst nema annað hvort verði gengist við þeim mistökum sem komu þessu öllu af stað og málin leyst í samvinnu við Breta að endurheimta eignir bankanna erlendis og koma lögum yfir þá glæframenn sem hlut áttu að máli.
Eða hin leiðin að koma allri ábyrgð frá sér og þá er mikil hætta á að Íslendingar einangrist, öll samskipti við erlend ríki verði erfiðari, viðskipti verði ekki án vandræða og óþarfa kostnaðar. Lífskjör okkar fara áratugi aftur í tíma.
Ætli það sé ekki skárri kostur að játast og viðurkenna þessar döpru staðreyndir og reyna að finna hagstæðari lausn.
Það kom auðvitað að því að safna undirskrifum á andstæðu sjónarmiði en þessari eldri áskorun að hvetja forseta að undirrita ekki nýju Icesavelögin. En það er vandasamt að skrifa texta undirskriftalista sem allir geta sætt sig við. Þar má ekkert vera sem kann að stinga í stúf. Því miður hefur ratað inn í texta þessarar undirskriftasöfnunar sem kemur meginmálinu ekkert við. Því leggur Mosi til að eftirfarandi málsgrein verði strikuð út:
Við viljum einnig benda á þá staðreynd að utanríkisstefna Íslands hefur frá stofnun lýðveldisins verið til háborinnar skammar. Ísland hefur, á alþjóðavettvangi, hegðað sér eins og lítill frekur krakki sem suðar og suðar þangað til hann fær nákvæmlega það sem hann vill, ónæmur fyrir sjónarmiðum annarra. Vegna taktískrar staðsetningar okkar milli Nató og Sovétríkjanna komumst við upp með þetta þar til nýlega. Nú, þegar Ísland á fáa ef einhverja vini eftir teljum við kominn tíma til að breyta þessari stefnu til hins betra og taka ábyrgð á gjörðum okkar.
Þó töluvert sé til í þessu þá má ekki eyðileggja góðan málstað með óhæfum málflutningi eða málsástæðum. Svona texti er fremur greinargerð eða e.t.v. útskýring fremur en texti sem er skrifaður til að undirrita.
Að svo stöddu telur Mosi sig ekki geta undirritað þessa áskorun að óbreyttu.
Mosi
Skora á forsetann að staðfesta Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2010 kl. 11:03 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.