Mögnuð mynd um vatn og frjálst aðgengi

Seint í gærkveldi var sýnd í ríkissjónvarpinu mjög fróðleg frönsk heimildamyndina um vatnið. Það eru miklar hættur á ferðinni sem þar var komið inn á. Sýnt var fram á hve vatnið er okkur mikilvægt, gróðri jarðar, dýrunum og öllu því sem lífsanda dregur. Áhersla var lögð á að þessi gæði eru okkur svo mikilvæg rétt eins og loftið og orka.

En það eru ýms teikn á lofti: athafnamenn og útrásarvíkingar sjá ofsagróða í að hagnýra sér vatnið, rétt eins og óheftur aðgangur þeirra að orkuforða.

Með tilmælum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru t.d. vatnsveitur í Bólivíu einkavæddar gegn kröftugum mótmælum íbúa. Svipað var uppi á tengingnum í Lesotho í Suður Afríku og þetta er að gerast í fleiri löndum. Hvarvetna eru gróðapungar á ferðinni og leggja eignarrétt sinn að vatni til að gera að féþúfu. Þannig var t.d. sýnt hvernig málin standa á Indlandi og í Írak. Meira að segja í Bandaríkjunum hafa orðið mjög kröftug mótmæli vegna einkavæðingar á vatni til handa Neslé auðhringnum sem er einn stærsti seljandi vatns í plastflöskum þar í landi.

Þessi mynd var sýnd eftir fréttir kl.22.30 og lauk sýningu hennar rétt um lágnættið. Ætla mætti að myndin væri ekki við hæfi barna! En svona er íhaldið: það sýnir sitt rétta eðli! Það má helst ekki sýna það sem máli skiptir á góðum tíma og getur vakið allt of mikla athygli.

Í þessari heimildamynd var vísað í fræg ummæli indíánahöfðingjans sem lét eftirminnileg orð falla árið 1854 þegar hvíti maðurinn var að sölsa undir sig eigur þeirra. Í hugmyndafræði indíána var aðgangur að gæðum jarðarinnar sameign okkar allra hvort sem er um vatn eða önnur gæði að ræða. Eignarréttur einstaklinga eða gróðafyrirtækja á ekki að ná til þessara gæða, þau eru sameign okkar allra. 

Það er til þessarar hugmyndafræði sem mannréttindasamtök sem hafa látið þessi mál til sín taka: að sett verði inn ný grein í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um frjálsan aðgang að vatni og lofti sem og öðrum þeim gæðum sem ekki er unnt að gera að söluvöru með því að nema þau frá öðrum.

Já svona svona er íhaldið: Allt sem unnt er að græða á, vill það einkavæða. Við verðum að standa í vegi fyrir því enda nær þessi stefna engri skynsemi.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er nú heldur betur að taka okkur í bóndabeygju.

Úrsúla Jünemann, 3.12.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það koma ð því að við getum þarna verið sammála Mosi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.12.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband