Þarna hefði getað orðið alvarlegt óhapp

Ljóst er að hver handvömm í olíubirgðastöð getur orðið afdrifarík. Á svipuðum tíma voru unlingar teknir í Borgarnesi sem reyndu að valda miklu tjóni á lögreglustöðinni með „mólótófkokteilum“. Hefðu þessir pörupiltar verið staddir í Örfirisey nálægt olíubirgðastöðinni hefði getað orðið mjög afdrifaríkt.

Fyrir nokkrum árum setti undirritaður fram hugmynd að mögulegri atburðarás í blaðagrein í Morgunblaðinu og vildi sýna fram á mjög alvarlegt hættuástand: Liður í upplausnarástandi væri að þessi olíubirgðastöð væri ráðist á jafnframt sem sprengdur væri upp eldsneytisflutningabill á leiðinni þaðan áleiðis til Keflavíkurflugvallar með eldsneytisfarm. Það ómögulega gæti gerst. Glæpamenn svífast einskis og tækju til óspilltra málanna. Vildi eg meina að þetta gæti verið góður efniviður í glæpasögu einhvers góðs rithöfundar á borð við Einar Kárason. Sjá: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=832487

Atvik hafa orðið að athafnamenn fóru aðrar leiðir: Í stað þess að beita ofbeldiþá yfirtóku þeir ýms fyrirtæki og gerðu sparifé þúsunda Íslendinga í formi hlutafjár upptækt. Venjulega eru það yfirvöld sem gera ólögmætan gróða eða hagnað upptækan en þarna voru náttúrulega athafnamenninrnir fyrri til. Þeir komu ofurgróða sínum fyrir í skattaparadísum og ætla sér að græða offjár.

Íslensk yfirvöld voru gjörsamlega sofandi á verðinum. Þau meira að segja notuðu Fjármálaeftirlitið til að gefa út villandi yfirlýsingar til þess að róa lýðinn niður að allt væri í himnalagi. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem á meginsök á þessu, á þeim bæ mátti ekki setja neinar reglur um varfærin né öryggi í fjármálaviðskiptun. Allt skyldi vera sem frjálsast.

Mætti biðja guði almáttugum þakkir fyrir að hafa eikki veitt þessum aðila alræðisvald til að koma landinu endanlega til andskotans. Og vonandi mætti koma vitinu fyrir þá herramenn sem n ú stýra þessum voðalega stjórnmálaflokk en þeir hafa flest á hornum sér gagnvart þeim ráðstöfunum sem núeru þó nauðsynlegar.

Mosi

 


mbl.is Stórhætta skapaðist í Örfirisey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband