Leggjum skatt á notkun nagladekkja

Árum saman hefur verið bent á að brýn nauðsyn ber að draga úr nagladekkjanotkun á höfuðborgarsvæðinu. Meðan nagladekk eru annað hvort ekki bönnuð eða skattskyld, þá er ekki von að dragi verulega úr svifryksmengun.

Nú er verið að stórhækka álögur á öllu mögulegu en nagladekkin eru látin í friði. Hvernig stendur á þessu?

Nagladekk auka ekki aðeins álag á heilbrigðiskerfið, þau eyðileggja göturnar og í bleytu verða rásirnar stórvarasamar.

Leggjum skatt á notkun nagladekkja!

Mosi


mbl.is Svifryk yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er nú ekki viss um að nagladekkin auki álag á heilbrigðiskerfið. Hvernig í ósköpunum er unnt að fá slíkt út?

Auðvitað er smuga að loka alfarið öllum fjallvegum á veturna, eða hluta vetrar, og fá þannig út einhvern sparnað í bílnotkun.

Hugsanlega er bæði umhverfisvænt og sparandi að leggja af byggð sums staðar þar sem kosta verður miklu til aksturs á vel búnum bílum og snjómoksturs.  Það verður þá bara að taka meðvitaða ákvörðun um slíkt og ræða það fyrst frá öllum hliðum.  að er ekki unnt að taka einn l´tinn hlut úr samhengi við annað.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.11.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er innanbæjarfólk að þvælast um á negldum dekkjum? Læra bara að keyra eftir aðstæðum. En það er auðvitað bílstjórum ofraun. Ekki hafa þeir enn lært að nota stefnuljósið.

Finnur Bárðarson, 25.11.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: The Critic

Alveg merkilegt að heyra þessa sömu umræðu á hvern einasta vetur. Fréttir af of mikklu svifryki og allr æpandi um að banna eða skattleggja nagledekk, einhverjir hrópandi að þeir búi a ísafyrði og geti ekki án þeirra verið  en aldrei er neitt gert.

The Critic, 25.11.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

ég bý í bænum og er á nagla dekkjum án þess að þurfa þess.  En ég hef bara ekki efni að kaupa ný, þessi fékk ég ný með bílnum fyrir 2 árum síðan. Og þau verð ég að keyra þau út, svo skal ég lofa að kaupa ekki nagla aftur, enda hundleiðinlegt að keyra á þeim.

Heiðrún Klara Johansen, 25.11.2009 kl. 19:03

5 identicon

Ég ek um á nagladekkjum því þau eru að mínu mati öruggari við ákveðin hálkuskilyrði sem koma nokkuð oft þ.e. glæruhálka sem oft myndast á morgnana. Það að halda því fram að óþarfi sé að nota nagladekk því þessi skilyrði séu svo fá á ári er svipað og að segja að maður geti sleppt því að nota öryggisbelti því maður lendir aldrei í árekstri. Öryggið ræður þarna hjá mér, ekki smá svifryk eða slit á götum borgarinnar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðir hálsar:

Eg myndi skammast mín að vera á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu því þar koma þau mjög sjaldan að gagni. Af hverju má ekki skattleggja nagladekk eins og aðra lúxúsvöru?  Nagladekk koma sárasjaldan að notum á höfuðborgarsvæðinu. Þau spæna upp göturnar og mynda djúpar rásir sem eru stórvarhugaverðar við vissar aðstæður. Rykið er ekki til að bæta heilsufar fólks og mjög margir eiga í erfiðleikum vegna rykmengunar.

Þarf að útskýra þetta eitthvað betur? Af hverju vill fólk ekki borga fyrir þann skaða sem það veldur samfélaginu? Það þarf stórfé til að lagfæra göturnar eftir naglana og margir líða fyrir öndunarerfiðleika.

Sjá menn ekkert út fyrir litlu gluggaborunar sínar?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.11.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband