Tökum enga áhættu

Ásóknin í íslenskar orkulindir heldur áfram. Margt er óljóst og sumt með öllu óskiljanlegt í þeim efnum.

Kannski var farið of geyst í þessi mál á undanförnum árum. Oft er stígandi lukka betri en að taka of stór skref í einu eins og afleiðingin blasir nú við: Gríðarlegar skuldir Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Þá eru ótalin fyrirtæki sem tengjast orkumálum sem ratað hafa í ógöngur: Atorka, Geysir Green Energy og Jarðboranir. Þessi þrjú fyrirtæki tengjast mjög mikið en Atorka og GGE voru nátengd og Jarðboranir voru í eigu þeirra.

Margir einstaklingar eiga sparifé sitt bundið í hlutabréfum í Jarðborunum, síðar Atorku sem nú er í mikillri hættu að verði afskrifað vegna fjárhagslegra erfiðleika. Við sem erum í þessari stöðu, erum ekki til að afskrifa sparifé okkar.

Það er mjög mikilvægt að unnt sé að halda þessum íslensku fyrirtækjum uppi og koma í veg fyrir skammtímasjónarmiða að aðgangur að íslenskum orkulindum verði allt í einu í eigu erlendra fyrirtækja. Þau kunna að vera jafn illa stödd og íslensku fyrirtækin, kannski að hagur þeirra sé jafnvel enn verri.

Hitt er svo annað mál að við eigum að taka upp samvinnu við erlenda aðila um verkefni erlendis. Þar er víða mikil og vannýtt orka í jörðu sem bíður eftir því að sé sótt í iður jarðar og nýtt til rafmagnsframleisðu og upphitunar húsa. Sem stendur er verkefnastaðan hér innanlands þannig að varla verður farið í jafn umsvifamiklar framkvæmdir og verið hefur að undanförnu, m.a. vegna allt of mikillrar skuldasöfnunar HS, OR og Landsvirkjunar. Þessi fyrirtæki fá ekki lengur hagstæð lán á alþjóðamarkaði eins og áður mátti reikna með. Munu þessi fyrirtæki samtals skulda nú nálægt 1000 milljörðum sem er ekki ásættanlegt.

Mosi


mbl.is Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband