13.11.2009 | 18:36
Tilefni að bæta viðskiptasiðferði
Oft hefur verið ástæða til að bæta viðskiptasiðferði . Hér á Íslandi eru þessi mál vægast sagt á mjög hálum ís. Þegar fiskveiðikvóta var úthlutað byggt á veiðireynslu eingöngu, kom mörgum á óvart og sérstaklega þegar herimilt var að framselja, selja og veðsetja kvótann. Kvótabrask varð blómleg starfsemi og margir urðu vel loðnir um lófana. Margir af þessum kvótagreifum komust á bragðið. Í stað þess að veiða fisk fóru þeir að kaupa sér stóra hluti í fyrirtækjum og með veðsetningu á hlutabréfum mátti kaupa enn meiri og stærri hlut en áður. Dæmi eru um að kvótabraskarar hafi keypt gríðarlega stóra hluti í fyrirtækjum sem nú eru mörg hver gott svo vel farin veg allrar veraldar.
Hlutafé almenmnings sem keypti smám saman sitt hlutafé fyrir spraifé sitt situr uppi með sárt ennið. Ævisparnaðurinn er farinn veg allrar veraldar og kemur aldrei aftur.
Þegar lög um hlutafélög verða næst endurskoðuð sem verður vonandi innan skamms, verður ekki vanþörf á að koma í veg fyrir að fyrirtæki verði bröskurum að féþúfu. Nauðsynlegt er að binda atkvæðarétti á hluthafafundi þeim eðlilegu skilyrðum að hlutafé hafi raunverulega greitt inn til félagsins og einnig að hlutafé hafi ekki verið veðsett. Sá sem á gríðarlega háan hlut t.d. vegna þess að hann hefur keypt stóra hluti og veðsett hlutabréf til að kaupa meira í félaginu er mjög óeðlilegt. Slíkur hluthafi hefur hagsmuni af að fá sem fyrst arð af eign sinni til að mæta vöxtum af skuldum sínum. Venjulegur hluthafi gerir sér grein fyrir að óhófleg arðsgreiðsla rýrir hag félagsins og er ekki samsvarandi sjónarmiðum um langtímafjárfestingu.
Braskarinn hugsar aðeins um hag sinn frá degi til dags. Honum er þannig farið eins og drykkjumanninum sem hugsar eingöngu um að hafa fé til að kaupa brennivínsflösku.
Samfélagið þarf að verja sig gagnvart spákaupmennsku. Það verður aðeins gert með betra lagaumhverfi og regluverki ásamt VIRKU fjármálaeftirliti.
Til þess eru vítin að varast þau: Bankahrunið var fyrirsjáanlegt. Þjóðin var blekkt stórlega og þáverandi stjórnvöld beittu Fjármálaeftirliti og Seðlabanka fyrir sér að láta í veðri vaka að allt væri í himnalagi. Hrunið varð fyrir vikið mun alvarlegra og afdrifaríkara.
Við súpum seyðið af afglöpum og andvaraleysi ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Geirs Haarde.
Mosi
Danmerkurmeistari í gjaldþrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.