Tilefni að bæta viðskiptasiðferði

Oft hefur verið ástæða til að bæta viðskiptasiðferði . Hér á Íslandi eru þessi mál vægast sagt á mjög hálum ís. Þegar fiskveiðikvóta var úthlutað byggt á veiðireynslu eingöngu, kom mörgum á óvart og sérstaklega þegar herimilt var að framselja, selja og veðsetja kvótann. Kvótabrask varð blómleg starfsemi og margir urðu vel loðnir um lófana. Margir af þessum kvótagreifum „komust á bragðið“. Í stað þess að veiða fisk fóru þeir að kaupa sér stóra hluti í fyrirtækjum og með veðsetningu á hlutabréfum mátti kaupa enn meiri og stærri hlut en áður. Dæmi eru um að kvótabraskarar hafi keypt gríðarlega stóra hluti í fyrirtækjum sem nú eru mörg hver gott svo vel farin veg allrar veraldar.

Hlutafé almenmnings sem keypti smám saman sitt hlutafé fyrir spraifé sitt situr uppi með sárt ennið. Ævisparnaðurinn er farinn veg allrar veraldar og kemur aldrei aftur.

Þegar lög um hlutafélög verða næst endurskoðuð sem verður vonandi innan skamms, verður ekki vanþörf á að koma í veg fyrir að fyrirtæki verði bröskurum að féþúfu. Nauðsynlegt er að binda atkvæðarétti á hluthafafundi þeim eðlilegu skilyrðum að hlutafé hafi raunverulega greitt inn  til félagsins og einnig að hlutafé hafi ekki verið veðsett. Sá sem á gríðarlega háan hlut t.d. vegna þess að hann hefur keypt stóra hluti og veðsett hlutabréf til að kaupa meira í félaginu er mjög óeðlilegt. Slíkur hluthafi hefur hagsmuni af að fá sem fyrst arð af eign sinni til að mæta vöxtum af skuldum sínum. Venjulegur hluthafi gerir sér grein fyrir að óhófleg arðsgreiðsla rýrir hag félagsins og er ekki samsvarandi sjónarmiðum um langtímafjárfestingu.

Braskarinn hugsar aðeins um hag sinn frá degi til dags. Honum er þannig farið eins og drykkjumanninum sem hugsar eingöngu um að hafa fé til að kaupa brennivínsflösku.

Samfélagið þarf að verja sig gagnvart spákaupmennsku. Það verður aðeins gert með betra lagaumhverfi og regluverki ásamt VIRKU fjármálaeftirliti.

Til þess eru vítin að varast þau: Bankahrunið var fyrirsjáanlegt. Þjóðin var blekkt stórlega og þáverandi stjórnvöld beittu Fjármálaeftirliti og Seðlabanka fyrir sér að láta í veðri vaka að allt væri í himnalagi. Hrunið varð fyrir vikið mun alvarlegra og afdrifaríkara.

Við súpum seyðið af afglöpum og andvaraleysi ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Geirs Haarde.

Mosi


mbl.is Danmerkurmeistari í gjaldþrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband