Aðgerðarleysi íhaldsins

Sigrún Davíðsdóttir á mikinn heiður skilið að vera á vaktinni um að kortleggja bankahrunið og grafa upp mikilsverðar upplýsingar.

Það er stöðugt að koma betur í ljós hversu þeir sem stjórnuðu bönkunum og ríkisstjórn hgafi verið miklir skussar. Ekkert mátti gera til að bjarga því sem bjargað yrði.

Ekki var nóg að einkavæða bankanna, heldur var ekkert gert til þess að koma í veg fyrir algjört skipsbrot. Í ljós hefur komið að ekki seinna en í febrúar fengu íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn Geirs Haarde og Seðlabankinn ábendingu frá ábyrgum aðila sem hefði þurft að taka alvarlega. Þarna var í raun aðvörun um að ef ekkert væri að gert, þá mætti reikna með mjög alvarlegu bankahruni.

Í fulla 7 mánuði er ekkert aðhafst, hvorki af ríkisstjórn né Seðlabanka. Yfirstjórn Fjármálaeftirlitisins virðist hafa verið gjörsamlega sofandi á verðinum og ekkert aðhafst allan þessnan tíma. Meira að segja er gefin út um miðjan ágúst yfirlýsing Fjármálaeftirlitins um að allt sé í himnalagi! Var þessi yfirlýsing blekking til þess fallin að kaupa sér stundarfrið? Á meðan bókstaflegu létu þeir sem stjórnuðu bönkunum greypar sópa, vildarvinir nánast mokuðu út peningunum og fjármunir almennings voru í  hættu. Einn vildarvinur stjórnenda Kaupþings banka gekk út með 280 milljarða án þess að neinar tryggingar eða ábyrgðir væru settar fyrir tryggingu endurgreiðslu. Líklega er þetta mikla fé tapað. Það er tæplega milljón á hvert mannsbarn á Íslandi. Fjöldi fyrirtækja fóru í þrot, sparnaður þúsunda brann á meðan Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin og Seðlabankinn voru steinsofandi meðan þessi ósköp gengu yfir!

Það er skýr regla þegar fyrirsjáanlegt er tjón að draga sem mest úr því. meira að segja er heimilt t.d. í sjórétti að fórna minni hagsmunum ef tryggja mætti björgun mikilvægari hagsmunum. Ekkert var gert. Aðgerðarleysi íslenska íhaldsins verður okkur Íslendingum dýrt. Svo eru þessir fjármálaskussar að kenna þessuÍcesafe máli öllu um. Það er í raun aðeins lítill hluti af öllum vandræðunum.

Mosi


mbl.is Hafa hreðjatök á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er bara tvennt sem kemur til greina, þessir menn í eftirlitsstofnunum og ríkistjórn hafa verið á bólakafi í spillingunni eða eru allir með einhvern undarlegan heilaskaða sem eyðir heilbrigðri skynsemi í þessum efnum.

Hakon (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er útilokað að þessir þokkapiltar einkum í Sjálfstæðisflokknum hafi vitað miklu meira en þeir hafa látið í veðri vaka.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband