29.10.2009 | 17:44
Ævisaga Snorra Sturlusonar
Snorri Sturluson er eitt af okkar allra stærstu nöfnum. Hann elst upp við bestu aðstæður á Íslandi hvað menntun snertir. Hann verður einn af mikilvægustu stjórnmálamönnum og valdsmönnum landsins sem þá eins og oft síðar: valdið hefur þá náttúru að vera varhugavert og vandasamt með það að fara. Umdeildar ákvarðanir leiddu til að fyrrum tengdasynir hans koma saman, Gissur Þorvaldsson, Kolbeinn ungi og Árni óreiða, bóndi Í Brautarholti á Kjalarnesi. Þeir fara að Snorra í Reykholti þar sem sá Árni vinnur á fyrrum tengdaföður sínum að áeggjan hinna tveggja.
En Snorri hefur með ritum sínum reist sér einhvern stærsta bautastein sem gnæfir yfir hjá bókaþjóðinni.
Margir hafa ritað um Snorra. Má þar nefna Sigurð Nordal og Gunnar Benediktsson kennara, rithöfund og áður sóknarprest til Saurbæjarsóknar í Eyjafirði. Gunnar ritaði einar 4 bækur um Sturlungaöldina þar sem víða var vikið að Snorra: Ísland hefur jarl, Snorri skáld í Reykholti, Skyggnst umhverfis Snorra og Sagnameistarinn Sturla. Reyndar voru bækurnar 5 þegar stærsta ritið er talið með: Rýnt í fornar rúnir en það spannaði einnig 12. öldina í sögu Íslendinga.
Ævisaga Snorra Sturlusonar verður ábyggilega ein af helstu bókunum meðal ævisagna sem mest verða lesnar næstu misserin. Ævi Snorra var stormasöm að ekki væri meira sagt. Hún er lærdómsrík fyrir margra hluta sakir og undirritaður hlakkar til þeirrar stundar þá þessi bók ratar í fórur mínar. Það verður fróðlegt að skoða efnistök og frásagnartækni höfundar.
Mosi
Ævisaga Snorra Sturlusonar komin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg er ég viss um að hvorki Óskar né Snorri hefðu komist svona að orði: „Óskar Guðmundsson hefur verið búsettur á sama stað og Snorri Sturluson lifði...“ Lítið fer Netmogganum fram í málfarsefnum.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:56
Kannski betra væri að segja þar sem Snorri Sturluson dó, enda bjó Snorri víða á sinni ævi, en dó bara á einum stað. Hins vegar er vert að það komi fram að Árni óreiða var ekki að drápi Snorra, þar var hins vegar nafni hans beiskur.
Haukur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.