Ævisaga Snorra Sturlusonar

Snorri Sturluson er eitt af okkar allra stærstu nöfnum. Hann elst upp við bestu aðstæður á Íslandi hvað menntun snertir. Hann verður einn af mikilvægustu stjórnmálamönnum og valdsmönnum landsins sem þá eins og oft síðar: valdið hefur þá náttúru að vera varhugavert og vandasamt með það að fara. Umdeildar ákvarðanir leiddu til að fyrrum tengdasynir hans koma saman, Gissur Þorvaldsson, Kolbeinn ungi og Árni óreiða, bóndi Í Brautarholti á Kjalarnesi. Þeir fara að Snorra í Reykholti þar sem sá Árni vinnur á fyrrum tengdaföður sínum að áeggjan hinna tveggja.

En Snorri hefur með ritum sínum reist sér einhvern stærsta bautastein sem gnæfir yfir hjá bókaþjóðinni.

Margir hafa ritað um Snorra. Má þar nefna Sigurð Nordal og Gunnar Benediktsson kennara, rithöfund og áður sóknarprest til Saurbæjarsóknar í Eyjafirði. Gunnar ritaði einar 4 bækur um Sturlungaöldina þar sem víða var vikið að Snorra: Ísland hefur jarl, Snorri skáld í Reykholti, Skyggnst umhverfis Snorra og Sagnameistarinn Sturla. Reyndar voru bækurnar 5 þegar stærsta ritið er talið með: Rýnt í fornar rúnir en það spannaði einnig 12. öldina í sögu Íslendinga.

Ævisaga Snorra Sturlusonar verður ábyggilega ein af helstu bókunum meðal ævisagna sem mest verða lesnar næstu misserin. Ævi Snorra var stormasöm að ekki væri meira sagt. Hún er lærdómsrík fyrir margra hluta sakir og undirritaður hlakkar til þeirrar stundar þá þessi bók ratar í fórur mínar. Það verður fróðlegt að skoða efnistök og frásagnartækni höfundar.

Mosi


mbl.is Ævisaga Snorra Sturlusonar komin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég viss um að hvorki Óskar né Snorri hefðu komist svona að orði: „Óskar Guðmundsson hefur verið búsettur á sama stað og Snorri Sturluson lifði...“ Lítið fer Netmogganum fram í málfarsefnum.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:56

2 identicon

Kannski betra væri að segja þar sem Snorri Sturluson dó, enda bjó Snorri víða á sinni ævi, en dó bara á einum stað. Hins vegar er vert að það komi fram að Árni óreiða var ekki að drápi Snorra, þar var hins vegar nafni hans beiskur.

Haukur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband