15.10.2009 | 12:41
Hvað með grænmetisbændur?
Hvers vegna er ekki minnst á grænmetisbændur í þessari skýrslu?
Ljóst er að umtalsverð hækkun á raforku til grænmetisbænda í ársbyrjun kom þeim mjög illa. Margir hafa dregið stórlega úr framleiðslu sinni og sumir jafnvel hætt. Á meðan streymir grænmeti frá Hollandi sem við ættum ekki að kaupa af sérstökum ástæðum, inn á íslenskan markað. Við eigum ekki að versla meira en nauðsynlegt er við þjóð sem hefur haldið uppi fjandskap við okkur og beitt fyrir sig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við stuðlum einnig að sparnaði á dýrmætum gjaldeyri sem ekki veitir af.
Grænmeti á borð við gúrkur, paprikkur og tómata getum við Íslendingar sjálfir framleitt að öllu leyti. Íslensk framleiðsla er bæði mjög fersk og við getum verið viss um að ræktun grænmetis á Íslandi er mun umhverfisvænni en sú hollenska. Bændur á Íslandi reyna eftir megni að takmarka notkun tilbúins áburðar og leggja sífellt meiri áherslu á lífræna ræktun.
Ljóst er að meginþátturinn í verðmyndun á grænmeti framleiddu í gróðurhúsum grænmetisbænda á Íslandi er allt of hár rafmagnskostnaður. Hvers vegna er ekki unnt að bjóða grænmetisbændum lægra verð á rafmagni? Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Mosi
Raforkunotkun minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, borðum bara íslensk grænmeti. Þetta hefur ekkert með þjóðarhatri að gera, okkar grænmeti er bara svo mikið betra og ferskara. Það er algjört hneyksli að garðyrkjubændurnir fá ekki orkuna á betri kjörum. Garðyrkjurækt er mjög atvinnuskapandi og byr til verðmæti fyrir okkur hér á landi.
Úrsúla Jünemann, 15.10.2009 kl. 12:52
Samtök Fullveldissinna hafa það á stefnuskrá sinni að stuðla að sjálfbærni, þar á meðal með því að tryggja gróðuhúsabændum samkeppnishæft raforkuverð. Við lítum svo á að ávextir og grænmeti séu ekki síður nauðsynleg en álframleiðsla til að tryggja velfarnað íslenskra þegna.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2009 kl. 13:01
Guðjón, Úrsúla og Guðmundur! Grænmetisbændur borga í dag álíka mikið fyrir rafmagn og stóriðjan (álver o.fl. m.v. nýtingartíma) og miklu mun minna en í nokkurs annars staðar á
Vesturlöndum. Og væru að borga minna en annars staðar á Vesturlöndum jafnvel þó að hætt væri að niðurgreiða raforkuna ofan í þá. Það er því í raun hneyksli gagnvart almennum borgurum þessa lands hvernig ákveðin atvinnugrein hefur verið tekin út fyrir sviga og hún látin njóta (með framlagi skattborgaranna) mun lægra orkuverðs og aðrir landsmenn mega þola.
En hvaða glóra getur verið í því að sóa skattpeningum okkar í niðugreiðslu á tómötum sem væri talsvert ódýrara að flytja inn, jafnvel á aflandsgenginu, á sama tíma og skera þarf niður í heilbrigðiskerfinu?
Og hvernig í ósköpunum stendur á því að grænmetisbændur eru svona illa staddir fyrst að krónan hefur fallið um helming gangvart samanburðarlöndunum? Hvernig stóðu þeir þá áður, þegar samkeppnisverðið var helmingur á við það sem það er núna? Velmegun Íslendinga felst ekki í sóun á skattfé til að niðurgreiða gúrkur. Velmegun Íslendinga felst hins vegar í bættu og gagnsæju samkeppnisumhverfi fyrirtækja og borgara almennt.
Og ef við viljum ekki Hollenskt grænmeti, þá er bara hægt að flytja inn frá öðrum löndum, t.d. fátækum þróunarríkjum, sem ekki ná að brjótast upp úr fátækt sinni vegna tollamúra og niðurgreiðslna ríkra þjóða sem halda misskilinni verndarhendi yfir atvinnugrein sem á sér engar sögulegar rætur á Íslandi.
Og Guðmundur
Ég sé ekki betur en að "Samtök Fullveldissinna" hafi á stefnuskrá sinni: "Aukna fríverslun við allar þjóðir", en fríverslun hefur einmitt í för með sér niðurfellingu tollamúra og niðurgreiðslna. Hvernig samræmist það beinum niðurgreiðslum á raforkuverði til grænmetisbænda?
Og ef Íslendingar vilja vera sjálfbærir, ættum við e.t.v. að byrja á því að framleiða það er okkur dýrast, t.d. bifreiðar, gerviolíu o.s.frv.
Og í guðanna bænum, lepjið ekki gagnrýnislaust upp áróður og væl sem hagsmunasamtök garðyrkjubænda eru að fæða fjölmiðlanna með, til þess að heimta hærri skatta á okkur hin.
Haukur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:32
Haukur:
Ekki er að heyra að grænmetisbændur sitji við sama borð og álverin. Grænmetisbændur munu greiða svonenfdan næturtaxta ef eg man rétt. Í síðasta Bændablaði núna í byrjun október var vikið að þessu réttlætismáli grænmetisbænda og ef eitthvað hefði gerst í réttindamálum þeirra, þá hefði það þótt fréttnæmara en það að almenningsveitur noti minna rafmagn.
Einhvern veginn segir hugur minn að þessi frétt sé sett fram í ákveðnum tilgangi til að réttlæta nýjan orkusamning við álfurstana.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.10.2009 kl. 13:44
Haukur, það er mjög einföld ástæða fyrir því að við ættum að framleiða okkar eigin matvæli frekar en flytja þau inn. Við getum borgað fyrir innlenda framleiðslu í krónum og sparað þannig dýrmætan gjaldeyri. Það er rétt að Samtök Fullveldissinna eru fylgjandi milliríkjaviðskiptum, en eingöngu þannig að báðir aðilar hagnist. Ég er þeirrar skoðunar að með því að flytja matvæli langar vegalengdir (jafnvel yfir hálfan hnöttinn) frá framleiðanda til neytanda sé engum greiði gerður, það kostar mikið eldsneyti sem er dýrt og mengandi og á því græðir enginn nema olíufélögin. Við búum svo vel hér á Íslandi að eiga ræktarlönd (t.d. fyrir kornrækt) sem eru álíka gjöful og það sem best gerist á meginlandi Evrópu, en talið er að það sé vegna þess að sumarbirtan hér vegi upp styttra ræktunartímabil, þetta er eitthvað sem við ættum að nýta okkur. Með stóraukinni ræktun repju og vinnslu lífeldsneytis úr henni gætum við t.d. sparað stóran hluta af þeim gjaldeyri sem nú er varið til innkaupa á eldsneyti.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2009 kl. 13:45
Guðjón
Auðvitað sitja grænmetisbændur ekki við sama borð og álverin. Í viðauka 2 með raforkuspá 2009-2030 kemur fram að Garðyrkja- og ylrækt, sem er væntanlega meira en bara gróðurhúsalýsingin notar 70,5 GWh á ári, en á bls. 20. í sama riti kemur fram að Ísal notar 2.924 GWh, Norðurál 4.053 GWh og ALCOA 4.572 GWh (og fer vaxandi). Grænmetisbændur á niðurgreiðslum eru sjálfsagt frá 50 til 100 þannig að meðaltalsnotkun hvers og eins er því frá 0,5 og upp í 1,5 GWh eða nær ekki að vera 1 tvöþúsundasti af minnsta álverinu. Þar fyrir utan að nota 2.000 sinnum meira rafmagn, eru álverin með mun betri nýtingartíma en garðyrkjan, eða t.d. var Ísal með nýtingartímann 8.427 (mest hægt að vera með 8.760 þegar ekki er hlaupaár) á meðan garðyrkjubændur nota rafmagnið á versta tíma, minnst yfir sumarið þegar orkan er ódýrari, og mest yfir daginn en slökkva svo á nóttunni, líklega á bilinu 4.000 til 6.000 klst. á ári. Því má fullyrða, að ef að garðyrkjubændur væru (með núverandi niðurgreiðslum úr ríkissjóði, og því gengi sem nú er, á afar sambærilegum töxtum og álverin eru. Allt tal um annað lýsir annað hvort vanþekkingu eða vilja til að blekkja. Réttlætismál væri að garðyrkjubændur nytu ekki sérstakra hlunninda úr ríkissjóði til að niðurgreiða raforkuna til þeirra. Og skoðum málið betur. Álver tekur við raforku á 220 kW beint úr flutningskerfinu frá virkjunum og spennir hana niður sjálft. Slíkir spennar kosta nokkur hundruð milljónir króna. Garðyrkjubændur taka við rafmagni á annaðhvort dreifispennu 400V eða háspennu 11 kV. Síðan taka við 11 kV, 19 kV eða 33 kV kerfi sem liggur að 66 kV úttektarstað dreifiveitu (líklegast RARIK í tilfelli garðyrkjubænda). Þar til komið er að aðveitustöð Landsnets þar sem rafmagnið er spennt upp á 66 kV eða 132 kV, yfir í aðrar stöðvar þar sem það kemur upp á 220 kV. Þannig að meðan Álverin borga fyrir flutning eftir bara 220 kV kerfinu, notar garðyrkjan 220 kV, 132 kV, 66 kV, 33 kV, 19 kV, 11 kV að kerfin. Og, hvort sem þið trúið því eða ekki, þá kostar 220 kV kerfið minna en summan af 220 kV+ 132 kV + ... + ... + 11 kV (Auðvitað eru ekki allar þessar spennur notaðar í hverju tilfelli fyrir sig).
Og þá gera álverin samninga til langs tíma, en hið sama er ekki hægt að segja um garðyrkjuna, þeir hafa skv. því sem ég veit best, ekki vilja skuldbinda sig til mikilla orkukaupa (og leggja fram viðeigandi tryggingar) til langs tíma.
Alla vega, gerið ykkur ekki að ginningarfíflum þröngra hagsmunasamtaka.
Og Guðmundur þessi röksemdarfærsla þín nær ekki nokkurri átt. Við getum borgað fyrir innlenda framleiðslu í krónum og sparað þannig dýrmætan gjaldeyri. Og hvar eru mörkin? Eigum við að niðurgreiða bílaframleiðslu, flugvélaframleiðslu, ísskápaframleiðslu, þvottavélaframleiðslu til þess að "spara" gjaldeyri? Eða á af einhverjum furðulegum ástæðum bara að niðurgreiða matvælaframleiðslu? Og þá af hverju tómata og gúrkur en ekki melónur, vínber, fíkjur, döðlur, avocado, appelssínur, ólívur o.s.frv.? Getur verið að það sé einfaldlega hagkvæmara að ræka tómata þar sem sólin skín en þar sem sólin skín stutt og dauft? Hvað varð um fríverslunaráherslur "Samtaka Fullveldisins"? Bara þegar hentar? Fríverslun á það sem við viljum flytja út, en tolla á það sem við viljum framleiða sjálfir? Trúverðugleiki samtakanna er ekkert að hoppa upp í himinhæðir hjá mér.
Og fínt að rækta korn úr repjunni, en gleymum því ekki að Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er ekki að fara fram á niðurgreiðslur úr ríkissjóði á kornrækt sinni. En þarna liggur hundurinn grafinn, gerum það sem borgar sig að gera, en ekki það sem borgar sig ekki að gera. Látum Japani framleiða bíla, ítali framleiða ólívur, okkur fisk og ál.
En úr því að þú beitir flutningsrökunum. Ertu viss að að það sé orkusparandi að nota rafmagn til að örva tómmatavöxt á Íslandi í samanburði við að láta sólina sjá um slíkt og flytja svo grænmetið til Íslands (og sleppa áburðarflutningnum, lampaflutningnum, efnisflutningi til húsagerðar o.fl. ) til landsins og á sama tíma selja orkuna til þess sem hefur efni á að kaupa hana óniðurgreidda, t.d. álver sem í staðinn notar ekki olíu og kol til að knýja sig áfram einhvers staðar annars staðar?
Haukur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:08
Þakka góðar ábendingar.
Þó rafmagnið framleitt í vatnsaflsvirkjunum á hálendinu sé mun ódýrara yfir sumartímann þá snýst þetta við hvað gufuaflið varðar. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma, þá „skerpist“ á gufuaflinu yfir vetrartímann. Skýringin á því er að þá dregur stórlega úr kólnun vegna yfirborðsvatns sem sígur gegnum jarðlögin og þar með verður kælingin á heita vatninu minni.
Ákvörðunin um að skipta orkufyrirtækjum upp milli framleiðenda og flytjenda var mjög umdeild á sínum tíma. Eins og þú bendir á, Haukur, þá gefur auga leið að flutningsaðili á mun auðveldara að koma sem mestum kostnaði yfir á almenningsveiturnar og þar með notendur rafmagns utan stóriðju.
Nú skiptir máli að vita hvað stóriðjan greiðir fyrir flutning raforku eftir 220kW línunum. Sennilega er þarna „gat“ í samningum um orkusölu til þeirra því við samning þá er samið um verð orku, magn og afhendingarstað. Ef um afhendingu rafmagns t.d. í Straumsvík er nefnt tengimannvirki álbræðslunnar, þá er rafmagnið flutt þangað á kostnað Landsvirkunar og þar með kostnað almenningsveitna.
Einkennilegt er að í ársskýrslum Landsvirkjunar er aldrei nein sundurliðun yfir uppruna tekna. Aðeins einn liður: Raforkusala. Hins vegar er sundurgreining hversu mikið er selt af raforku til almenningsveitna og stóriðju. Borið er við að um viðskiptaleynd sé um að ræða! Þetta er unnt að reikna með þríliðu sem íslenskir skólakrakkar á fermingaraldri í mínu ungdæmi reiknuðu auðveldlega. Þá var að vísu alltaf verið að grafa einhverja skurði sem einhver tylft manna tæki að ljúka við á tilteknum dögum. Þá var verkefnið að reikna út hve mörgum mönnum þyrfti að bæta við ef ljúka ætti verkinu á færri dögum sem tilgreindir voru.
Svona voru „praktísk“ verkefni lögð fyrir nemendur. Nú kunna sennilega ekki margir þríliðureikning. Því miður!
Þessar upplýsingar um orkuverð til stóriðju er unnt að fá keyptar hjá fyrirtæki nokkru í Lundúnum sem fylgist gjörla með þessum málum. En þessar upplýsingar eru rándýrar. Björgúlfur Thorsteinsson formaður Landverndar benti á þetta á opinberum fundi sem Samorka hélt fyrir nokkru.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2009 kl. 11:36
Þetta með gufuaflilð er ekki svo einhlýtt því, t.d. á Nesjavöllum, hefur verið dregið úr raforkuframleiðslu á veturna, til þess að geta nýtt varman til húshitunar í Reykjavík. Svo á þó ekki við um t.d. Reykjanesvirkjun eða Hellisheiðarvirkjun (a.m.k. þar til búið verður að leggja pípuna til
Reykjavíkur). En jú, þar við bætist líka að meðan það er kaldara loft, þá verður hitastigsfallið líka meira á gufunni og því meiri þrýstingur á veturna. En það kemur samt ekki í veg fyrir að orka á sumrin er talsvert ódýrari en orka á veturna.
Hvað áttu nákvæmlega við með "þá gefur auga leið að flutningsaðili á mun auðveldara að koma sem mestum kostnaði yfir á almenningsveiturnar og þar með notendur rafmagns utan stóriðju."? Landsnet er flutningsfyrirtækið á Íslandi og lýtur eftirliti Orkustofnunar. Því ber skv. raforkulögum að halda reikningum fyrir flutning til stórnotenda og almennra notenda aðskildum og er bannað að niðurgreiða hvora starsemina fyrir sig með framlögum frá hinni. Ef þú veist betur, ættir þú kannski að hafa samband við Orkustofnun og koma upplýsingum þínum á framfæri þannig að lögum verði komið yfir Landsnet.
Hvað stóriðjan greiðir fyrir flutning má á sjálfsögðu lesa um í gjaldskrá Landsnets sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins. (www.landsnet.is). Það er vissulega rétt að eldri samningar við stóriðju eru þess eðlis (frá því fyrir gildistöku raforkualaga 2003-2005) að orkusalinn hefur samið um að
útvega flutninginn og því hefur stóriðjan einfaldlega framsent flutningsreikninginn til viðkomandi orkuframleiðanda. En af hverju er það "þar með á kostnað almenningsveitna"? Væri þá ekki allveg eins hægt að segja að tekjurnar á orkusölu til til stóriðju séu tekjur almenningsveitna?
Eða hvað er almenningsveita í þínum huga? Landsvirkjun (sem selur engum almenningi neitt), bara orku í heildsölu, og þar af megnið til stórnotenda? Og úr því að vísað er til LV sérstaklega og ársreikninga þeirra, vil ég leggja eftirfarandi spurningu fyrir þig. Ef að LV selur rúm 81% af orku
sinni til stóriðju og 19% til orkusala, sem áframselja til almennings, og lætur almenning niðurgreiða stóriðjuna, hvernig getur LV þá keppt við aðra framleiðendur á almennum markaði? Og aftur, ef að OR og HS kjósa að selja orku til stóriðju sem þeir framleiða sjálfir, en á sama tíma kaupa orku frá LV til endursölu á almennum markaði, hvort bendir það til þess að almenningur sé að niðurgreiða stóriðjuna eða öfugt?
Og þar sem þú sjálfsagt hefur lært áðurnefndar þríliður í barnaskóla, þá hvet ég þig til að reikna út ætlað meðalverð til stóriðju hjá Landsvirkjun. Þér til aðstoðar vil ég benda þér á að gjaldskrá LV til heildsala á almennum markaði er að finna á heimasíðu LV, jafnframt er í ársreikningum flestra orkusala að finna orkukaupaliðinn (sem ég held að sé nánast meira og minna allt frá LV). En þau fyrirtæki sem þar skipta máli eru Orkusalan www.orkusalan.is (sést einnig í samstæðureikningum RARIK), Orkuveita Reykjavíkur www.or.is, HS orka www.hs.is, Orkubú Vestfjarða www.ov.is, Fallorka sem er líka inni í samstæðureikningum Norðurorku www.fallorka.is og www.no.is , Orkuveita Húsavíkur www.oh.is og Rafveita Reyðarfjarðar (en reikningar Rafveitu Reyðarfjarðar eru held ég inni í reikningum Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is). Jafnframt vil ég aftur vitna í raforkuspána, http://www.os.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/swdocument/34181/Raforkusp%C3%A1+2009-2030.pdf, en þar kemur fram að á bls. 2 í viðauka 5 að mesta afl til stóriðju var samtals 1.502 MW á meðan mesta afl til almennings (með dreifitöpum) var 546 MW eða 27% af álaginu. Á sama tíma er sami almenningur eingöngu að nota tæpt 21% af orkunni) og það sem ræður kostnaði í orkuframleiðslu á Íslandi er jú fyrst og fremst uppsett afl, ekki orkan, enda breytilegur kostnaður lítill.
Ég held að niðurstaðan gæti komið þér á óvart.
Haukur (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:53
Já þetta eru mjög flókin mál.
Almenningsveitur eru auðvitað t.d. Orkuveita Reykjavíkur, Rarik og áþekkir aðilar sem afhenda og selja raforku til neytenda. Í samningum við álfyrirtækin eru innbyggð ákvæði um að forgangsorka til almenningsveitna áskilur Landsvirkjun að takmarka og jafnvel rjúfa tímabundið straum vegna aukins álags t.d. á aðfangadag jóla þegar verið er að elda jólamatinn samtímis nánast á öllum heimilum landsmanna. Þetta ákvæði á sinn þátt í að verð til stóriðjunnar er töluvert lægra.
Þakka þér Haukur fyrir ítarlega samantekt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2009 kl. 14:00
Haukur, það er augljóst af skrifum þínum að þú ert ekki sammála mér að öllu leyti, og það er svosem allt í lagi. Ég ætla ekki að eyða plássi í einhverja orrahríð um það, en vil þó svara nokkru, athugasemdum sem þú þó berð málefnalega fram hér.
Eða á af einhverjum furðulegum ástæðum bara að niðurgreiða matvælaframleiðslu?
Nei, ég er alls ekki að mæla með niðursgreiðslum þær eru varasamar, framleiðsluhvatar eiga að vera hluti af rekstrarumhverfinu en ekki í formi styrkja.
Það eru alls ekkert skrýtnar ástæður fyrir því að það væri skynsamlegt að búa til umhverfi sem gerir innlenda matvælaframleiðslu samkeppnishæfa, heldur eru þær mjög einfaldar: Við þurfum öll að borða, og ef við framleiðum ekki matvælin sjálf þurfum við að kaupa þau frá öðrum löndum, og erum þar með háð þeim um lífsviðurværi okkar, í reynd erum við þá hvorki sjálfstæð né fullvalda. Sjálfbærni og fæðuöflun eru mikilvægir liðir í öryggi fullvalda þjóðar.
En þarna liggur hundurinn grafinn, gerum það sem borgar sig að gera, en ekki það sem borgar sig ekki að gera.
Þessu er ég alveg sammála, en til þess að þetta gangi eftir þá þarf rekstarumhverfið líka að vera þannig að allir sitji við sama borð, en þannig er það ekki í dag. Það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að eiga viðskipti viðskipti við önnur lönd líka, en til að tryggja öryggi þarf að vera til staðar virkur markaður með innlenda framleiðslu í sem flestu því sem kalla má nauðsynjavörur, þ.m.t. matvæli. Ef það er eitthvað sem við gætum hinsvegar verið án a.m.k. tímabundið, þá er óheft samkeppni við innfluttar vörur fullkomlega réttlætanleg. Einhversstaðar þarf bara að draga mörkin og persónulega líður mér betur að vita að það sé nóg af mat á Íslandi en að vita að það sé miklu meira af áli en við munum nokkurntíma hafa not fyrir.
Ertu viss að að það sé orkusparandi að nota rafmagn til að örva tómmatavöxt á Íslandi í samanburði við að láta sólina sjá um slíkt og flytja svo grænmetið til Íslands
Já ég er viss um það, en það er ekki það eina sem máli skiptir heldur líka umverfissjónarmiðin. Framleiðsla og dreifing matvæla losar gríðarlega mikið af koltvísýringi og talsvert af mengandi efnum. Sé þetta talið með í reikninginn þá værum við að spara helling, ekki síst ef framtíðin ber í skauti sér einhverskonar markaðskerfi með losunarheimildir því þá mun sparnaður í útblæstri teljast sem verðmætasköpun. Þessar tillögur mínar eru aðeins ein af mörgum leiðum til að virkja þá auðlind í framtíðinni.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2009 kl. 01:22
Nú verð ég að svara vitleysunni hjá Guðmundi.
a) Guðmundur segir: Við þurfum öll að borða, og ef við framleiðum ekki matvælin sjálf þurfum við að kaupa þau frá öðrum löndum, og erum þar með háð þeim um lífsviðurværi okkar, í reynd erum við þá hvorki sjálfstæð né fullvalda. Sjálfbærni og fæðuöflun eru mikilvægir liðir í öryggi fullvalda þjóðar.
Gott og vel, gefum okkur að fullyrðing Guðmundar um að sú þjóð geti ein talist sjálfstæð og fullvalda sem brauðfæðir sjálfa sig, þó svo að ég sé ekki sammála henni. Skv. henni er því nauðsynlegt að Íslendingar framleiði jöfn eða meiri matvæli en þeir nota sjálfir. En kemur þá ekki í ljós að Íslendingar eru einhverjir mestu útflytjendur matvæla (m.v. eigin neyslu) í heimi? Skv. Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar árið 2008 inn 232.749,9 tonn af matvælum (
Þannig að Íslendingar eru sannarlega ekki í þeirri stöðu að þurfa að niðurgreiða matvælaframleiðslu til að viðhalda sjálfstæði sínu. Þar fyrir utan segir hugur mér að við flytjum út miklu orkumeiri matvæli (fisk) en inn (appelsínusafi). Guðmundur getur því haldið persónulegri ró sinni og vellýðan vitandi að eingöngu þarf að banna útflutning matvöru til útlanda og allt mun fyllast á Íslandi af mat. Nú gæti einhver haldið því fram að matvælaöryggi sé ekki tryggt nema okkur bjóðist gúrkur, en að soðin ýsa sé leiðingjörn til lengdar, en á þeim alvarlegum tímum þegar matvöruverslun á milli þjóða hefur stöðvast, mun soðin ýsa, þrisvar í viku, verða minnst af okkar vandamálum.
b) Guðmundur segir: Já ég er viss um það [að það sé orkusparandi að nota rafmagn til að örva tómmatavöxt á Íslandi í samanburði við að láta sólina sjá um slíkt og flytja svo grænmetið til Íslands], en það er ekki það eina sem máli skiptir heldur líka umverfissjónarmiðin. Framleiðsla og dreifing matvæla losar gríðarlega mikið af koltvísýringi og talsvert af mengandi efnum.
Nú gaf ég Guðmundi færi á að endurskoða þennan málflutning sinn, með því að rengja hann ekki heldur spyrja út í vissuna. Hann situr hins vegar fastur við sinn keip. Og leiðréttist því hér með. Sjá fyrst gögn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar á orkunotkun skipaflutnings og fl. hér http://www.iea.org/textbase/nptable/Modal%20Energy%20Intensities.pdf
en þar kemur fram að flutningur á 1 tonni af vöru kostar frá ca. 0,2 og upp í 0,9 Mj á hvern km.
Nú er raforkunotkun á hvert kg framleitt af t.d. papriku á bilinu 100 til 200 kWh per kg. Ef við bara berum saman raforkunotkunina hér gagnvart skipaflutningnum til Íslands (innanlandsvegalengdir falla til í hvort tveggja tilfellinu, sem og annar framleiðslukostnaður vörunnar annar en raflýsingin, sem alltaf verður hvort sem að vara er framleidd hér eða annars staðar) og 1 kWh er = 3.600 kj þá er hægt að sigla með með 1 kg af papriku 10 til 90 sinnum í kringum hnöttin fyrir orkuna sem við spörum með því að láta sólina vinna verkið fyrir okkur. Nú eru ekki inni í þessum tölum sú orka sem felst í því að flytja alla útlendingana sem vinna í íslenskum gróðurhúsum (en vegna þess að þetta eru láglaunastörf hafa Íslendingar ekki verið sólgnir í störfin) fljúgandi heim til sín einu sinni til tvisvar á ári, innflutningur á áburði, lömpum o.fl. Hins vegar er íslenska orkan vissulega umhverfisvænni en skipaolían, en það þýðir hins vegar ekki að réttlætanlegt sé að sóa henni í hlutföllunum 20 til 180 (m.v. flutning yfir hálfan hnöttinn), því að við getum fundið miklu betri not fyrir hana t.d. með framleiðslu á vörum (t.d. áli) sem annars þyrfti að brúka olíu eða kol. Þarna er því mikill kolefniskvóti á ferðinni sem sparast með því að nota sólarljós í stað rafljóss á tómata og paprikur.
Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?
Haukur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 12:09
Leiðrétting. 1 kg á pariku er nær því að vera 50 til 150 kWh af rafmagni. Jafngildi hnattsiglinga fer því úr 10 til 90 niður í 5 til 70. En nóg samt.
Haukur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 12:15
Reiknimódelið mitt enn að klikka, 1 kg á pariku er nær því að vera 25 til 50 kWh af rafmagni. Jafngildi hnattsiglinga fer því úr 10 til 90 niður í 3 til 23. En nóg samt. Þetta er síðasta leiðrétting. :) Ef að meðaltal þjóðanna í siglingunum og t.d. 35 kWh á kg papriku er notað, eru hnattsiglingarnar því um 8.
Haukur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 12:27
Mér þykir leitt en skil ekkert í forsendum þeirra reikningskúnsta sem hér eru hafðar í frammi.
En þakka ykkur fyrir, Guðmundur og Haukur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 13:28
Reikningskúnstirniar eru annars vegar að sýna fram á að Íslendingar flytja miklu meira út af matvælum en inn, þannig að fæðuöryggisrök eru kjánaleg. Hins vegar snýst þetta um að sýna fram á að það borgar sig að láta sólina skína ávexti og grænmeti í suðrænum löndum og sigla svo með þá til Íslands frekar en að nota rafmagn til að koma í stað sólarljóssins og spara flutninginn til Íslands á móti.
Í gögnum frá IEA, sem ég vísaði í, kemur fram að til að flytja 1 tonn 1 km um borð í skipi þarf 0,2 til 0,9 MJ. Þetta gerir þá 0,2 til 0,9 kJ á kg. Meðaltal í Evrópu er ca. 0,4 kJ á kg. Ef að raflýsing á paprikum per kg notar 35 kWh og 1 kWh = 3.600 kJ, þá þarf 35*3600 = 126 MJ til að rækta 1 kg af pariku. En fyrir 126 MJ væri hægt að flytja parikuna í 126000/0,4 km = 315.000 km. Ummál jarðar er 40.000 km og því stendur á jöfnu orkulega að nota ljós á Íslandi til að rækta papriku og að sigla með þessu sömu pariku 8 sinnum umhverfis hnöttinn. Það má því vera annsi lélegur leiðsögubúnaður um borð í skipinu þannig að siglingin skili ekki heiminum umtalsverðum orkusparnaði. Með þessu þykist ég hafa sýnt fram á að enginn orkusparnaður/umhverfisvernd/peningalegur sparnaður felst í því að framleiða grænmeti með raflýsingu á Íslandi.
Að lokum vek ég athygli á því að ég er sá eini í þessum umræðum sem hef nefnt tölur mér til stuðnings, aðrir hafa haft hlutina "meira á tilfiningunni"? Ég get að vísu í fljótu bragði ekki vísað orkunotkun/kg parika þar sem þessar tölur eru (í öðru formi, og þess vegna reiknimistökin hjá mér), óútkominni og því óbirtri skýrslu um ræktunina.
Haukur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.