15.10.2009 | 12:30
Drambsemin verður mörgum að falli
Spurning er hvort eignir Íslandsbanka í innlendum fyrirtækjum fylgja með í kaupunum. Má þar nefna að Íslandsbanki er meðal stærstu hluthafa og/eða lánadrottna íslenskra fyrirtækja í orkumálum á borð við Geysir Green Energy og Atorku.
Mér finnst ansi hart að þurfa að horfa á eftir 20 ára sparnaði mínum og fjölskyldu minnar í formi hlutabréfa bókstaflega gufa upp og verða að engu í höndunum á þessum útrásarvíkingum.
Sparnaður var einu sinni talin til dyggða, nú verður hann líklega talinn til heimsku. En það var Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem færði bankana í hendur á þessum útrásarmönnum sem nú eru eins og hverjir aðrir munaðarleysingjar sem útlendingar taka upp í skuldir. Ætli svipað verði uppi með Landsvirkjun þegar Impregíló sendir lokareikninginn? Það skyldi aldrei koma á óvart miðað við það sem á undan er gengið.
Hroki og grobb um velgengni sem er ekki byggð á traustum grunni er drambsemi af versta tagi. Nú hefnist okkur fyrir umdeildar og kolrangar ákvarðanir ríkisstjórnar þeirrar sem sat að völdum í byrjun aldarinnar. Hún færir lífskjör flestra okkar aftur um marga áratugi.
Mosi
Íslandsbanki í erlendar hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er löngu búið að gera upp við Impregilo. Það voru engir óvæntir lokareikningar.
Rekstur Landsvirkjunar gengur vel og skilaði rúmlega 6 milljarða hagnaði á fyrra helmingi þessa árs og um 15 milljörðum í fé frá rekstri sem nýtist til að greiða niður skuldir.
Þorsteinn Hilmarsson, 15.10.2009 kl. 20:14
Sæll Þorsteinn
Þakka þér athugasemdina. En hvenær fór lokauppgjörið fram og hvernig voru reikningarnir gerðir upp? Óvenjuhljótt hefur farið um þessi mál.
Miðað við það sem á undan hefur gengið hjá Impregíló mátti reikna með öllu hinu versta. Þetta fyrirtæki átti í mjög erfiðum og umdeildum málum og fjárhagsleg staða þess var mjög ótraust þá samningarnir við Landsvirkjun voru gerðir. Í netútgáfu Financial times sumarið 2002 var jafnvel ýjað að því að bankarnir hygðust ganga að fyrirtækinu ef stjórnendur fyrirtækisins gætu ekki sýnt fram á betri tíð m.a. með samningum um hagstæð verkefni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2009 kl. 11:19
Sæll Guðjón,
Frá upphafi framkvæmda var þess gætt með Impregilo eins og aðra verktaka Landsvirkjunar að aukaverk eða frávik frá upphaflegum verksamningum söfnuðust ekki upp í einhverja óuppgerða bakreikninga heldur var gengið reglulega frá öllum slíkum málum. Niðurstaðan er að virkjunin fór 7% fram úr kostnaðaráætlun. Heildstæðustu yfirferð á þessu máli er að finna í skýrslu iðnaðarráðherra til alþingis sem lögð var fram vorið 2008. Sjá eftirfarandi hlekk:
http://www.althingi.is/altext/135/s/pdf/0751.pdf
Þá þegar á þeim tíma (vorið 2008) var stærstum hluta verksamninga Impregilo lokið og þeir uppgerðir. Þeir voru þá að bora svonefnda Jökulsárveitu sem leiðir vatn úr Jökulsá í Fljótsdal inn í aðrennslisgöngin frá Hálslóni. Þeir luku því verki sl. haust án áfalla eða óvænts kostnaðar. Lokagreiðsla vegna framkvæmda Impregilo fór fram í desember 2008 og breytti í engu niðurstöðunni sem sjá má í skýrslunni sem lögð var fyrir alþingi.
Þorsteinn Hilmarsson, 16.10.2009 kl. 13:53
Þakka þér Þorsteinn.
Þar sem eg er eigi mjög töluglöggur maður hvað þessi mál varðar þá er ekki unnt annað en að dást að ykkur Landsvirkjunarmönnum að hafa staðið á rétti okkar Íslendinga gagnvart Ítölunum og samið jafnóðum við þá. En óskandi er að enginn óvæntur bakreikningur komi eins og gerðist hjá Dönum hérna um árið þegar systurfyrirtæki Impregíló sendi lokareikning fyrir gerð Metró í Kaupmannahöfn. Það mál var víst mjög erfitt fyrir Kaupmannahöfn og þar hafa menn ekki gætt nógu vel að sér.
Hins vegar má reikna með að þessi gríðarlega andstæða gegn Kárahnjúkaframkvæmdinni hafi hvatt ykkur Landsvirkjunarmenn til að vanda sem best þessi samningamál við aðalverktakana, Impregíló. Þeir hafa sennilega komið vandanum að miklu leyti á undirverktaka enda reyndist raunin sú að mörg fyrirtæki fóru fjárhagslega mjög illa frá þessu verki. Má t.d. nefna Slippstöðina á Akureyri og fjölmörg önnur fyrirtæki.
Svo er auðvitað spurningin um þessa gríðarlegu röskun á umhverfinu. Þar verða sennilega seint öll kurl dregin til grafar. Moldrokið er í vestanáttum er nokkuð sem vart þekktist áður á Héraði. Þetta er eitthvað sem við eigum erfitt með að sætta okkur við en það er auðvitað önnur saga. Búið og gert - það verður ekki aftur snúið úr þessu. En svo kann að fara að álvinnsla kann að komast í uppnám á Íslandi t.d. ef Bandaríkjamenn tækju upp á því að safna tómum áldósum og endurnýta þær. Mér skilst að það sé magn sem jafnast á við álframleiðslu í allri Norður Evrópu. Endurnýting verðmæta er auðvitað mikil dyggð á heimsvísu en sem kann að koma okkur í koll ef við einblínum eingöngu á þessa starfsemi.
Með bestu kveðjum
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.