Góðar vonir - nýjar leiðir

Nú er þessi skuld vegna Icesafe stöðugt að lækka. Þegar hún er komin niður fyrir €80 milljarða þá gæti nýr eðlilegur skattur á áliðnaðinn staðið undir vöxtum og jafnvel að nokkru afborgunum vegna Icesafe fari fram sem horfir að skuldin eigi eftir að lækka enn meir.

Nú gengur kaupum og sölum í heiminum mengunarkvóti vegna gróðurhúsaeefna á borð við CO2. Verðlagið er kringum €25 á tonnið. Þetta er umtalsverður tekjustofn á ári sem stóriðjunni hefur verið gefinn eftir fram að þessu en sem munar um.

Útreikningurinn er mjög einfaldur: forsendan er að um 2 tonn verði til af CO2 og áþekkum efnum af hverju framleiddu tonni. Lætur nærri að um 800.000 tonn áls séu framleidd á ári hverju. Er þá útreikningurinn þessi: 2 X 25 X 800.000 = €40.000.000 eða milli 7 og 800 milljarðar króna.

Fyrirvara verður eðlilega að gera um útreikninga þessa.

Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á að byggja upp fjárhag þess opinbera eftir þann mikla siðferðisbrest sem kemur fram í hruninu mikla. Fyrri stjórnvöld unnu markvisst að því að bæta hag þeirra sem betur mega sín og vörpuðu byrðunum yfir á hina sem minna máttu sín. Nú er kjörið tækifæri að snúa þessu við og rétta hag ríkissjóðs en á kosntnað þeirra sem ber að greiða.

Einhverju sinni kenndi Hannes Hólmsteinn að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Hann var það fyrir hina útvöldu en þorri fólks mátti standa undir veislunni. Nú er frjálshyggjuveislan búin og nöturlegar staðreyndir blasa við. Þó hefur gott starf ríkisstjórnarinnar að bjarga því sem bjarga mátti, skilað þeim árangri að nú er niðurstaðan ekki eins dökk og áður var. En veisluhöldin verða þeir að standa undir sem efndu til þeirra. Hádegisverður stóriðjunnar á ekki lengur að vera ókeypis!

Mosi


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband