12.10.2009 | 17:59
Samanburður er oft slæmur
Þessar kannanir eiga oft ríkan þátt í að auka óánægju og depurð. Samanburður milli stétta og þjóða er oft á tíðum ekki auðveldur.
Fyrir nokkrum árum áttum við Íslendingar að vera hamingjusamari en flestar aðrar þjóðir og gott ef ekki að sama könnun sagði okkur ekki að Ísland væri eitt af minnst spilltustu löndum heims. Annað hefur komið í ljós: óvíða virðist spillinmg hafa grassérað jafn mikið og hérlendis sem leiddi af sér að allt fjármálakerfi landsins og atvinnuvegir hafa verið nánast í uppnámi og meira og minna lamað.
Sú var tíðin að fáir töldu sig verða hamingjusamari en þegar unnt var að vinna langt fram á nótt. Þá var ekki látið nægja að hafa fyrir saltinu út í grautinn, heldur átti að vera unnt að leyfa sér allt milli himins og jarðar. Kaupæði hefur ætíð fylgt okkur og alls konar delludýrkun. Það hefur komið fram í hvernig við höfum valið í kosningum. Þeir hafa oftast náð lengst sem látið hafa mest bull frá sér fara, hversu innihaldslaust sem það hefur verið. Okkur voru boðið gull og boðnir grænir skógar bæði á vinstri sem hægri ef við völdum Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningarnar 2003. Þá stóð til að einkavæða bankana og þá var hafinn undirbúningur að einu mesta og versta fólskuverki íslenskrar sögu: byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þessi framkvæmd átti sinn þátt í að falsa kaupmátt á Íslandi og auðvelda mjög útrásarvíkingum og bröskurum áætlunarverk sitt: að hafa sem mest fé út úr þjóðinni. Þeir litlu fjármunir sem voru greiddir fyrir bankana voru dýrustu miljarðar Íslandssögunnar. Sjálfsagt hafa þessir stjórnarflokkar notið góðs af þessu öllu saman og mikið greitt í kosningasjóði þeirra.
Svo var ákveðið að skylda stjórnmálaflokka á Íslandi að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum í starfsemi sinni. Það kostaði ýmsar málalengingar og fannst sumum ráðamanna verið væri að skipta sér af málum sem engum kæmi við! Þá gerðist það nú í vor að í ljós kom skömmu fyrir kosningar að ekki væri einleikið með fjáraustur í Sjálfstæðisflokkinn árið 2005. Í hlut átti eitt af almenningshlutafélögum landsins og var ákveðið af aðstandendum flokks þessa að endurgreiða skyldi hið mikla fé enda var almenningshlutafélag þetta illa statt fjárhagslega. Ekki fer neinum sögum hversu þessu er varið nú með endurgreiðslur þessar, kannski sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki efni á að veita sér þann lúxús að endurgreiða fé sem einu sinni hefur verið veitt í þá hít.
Skiljanlegt er að Frakkar sé sú þjóð sem mest lífsgæði hefur um þessar mundir. Þeir vinna til að lifa, borða og drekka. Þeir eru sennilega mestu lífskúnstnérar heimsins í dag. Þeir hafa efni á því og láta aðra ekki hafa fyrir hlutunum.
Skiljanlegt er að Bretar séu mun óhamingjusamari. Þeir vinna mikið en bera lítið úr býtum. Kannski þeir sitja uppi með álíka vandræði og við Íslendingar með ríkisstjórnir sem lítt hefur gert í að auka lífsgleði þjóðarinnar. Gordon Brown reynir að koma hluta af vandræðunum yfir á Ílendinga sem sjálfsagt hefðu betur hugsað sig um hvort bankarnir skyldu vera falir bröskurum fyrir 6-7 árum sem nú hafa skilið eftir sig tóm vandræði og skuldir. Þetta var eitthvað sem snillingum á sviði fjármála í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum yfirsást. Eða var það alltaf ljóst hvernig gæti farið?
Ef svo reynist vera er glæpurinn meiri en ella mátti búast við.
Mosi
Lífsgæði Breta minni en annarra Evrópubúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.