Eignaupptaka eða hvað?

Þessi nýjasti dómur Hæstaréttar sem er staðfesting á úrskurði Óbyggðanefndar er að mörgu leyti líkur fyrri dómum um áþekk eignamál. Ljóst er að ekki eru allir sáttir og er margt aðfinnanlegt um suma þessa dóma. Þannig eru skjöl sem tengjast sölu Stafafells í Lóni, afsal frá Landssjóði til þáverandi ábúanda, að efni þess var gjörsamlega hafnað. Þannig er skýrt tekið fram að afrétti á Lónsöræfum væri hluti þess selda. Óbyggðanefnd kaus að gera þá setningu marklausa.

Nú er verið að dæma um Brúaröræfi þar sem Kárahnjúkavirkjun var byggð. Eignarrétti Brúarmanna er alfarið hafnað. Nú verður fróðlegt að rýna betur í forsendur  dómsins en ljóst er að þessi niðurstaða sparar Landsvirkjun umtalsverðar fjárhæðir enda koma engar bætur til landeigenda.

Óbyggðanefnd starfar í umboði landsstjórnarinnar. Með sérstökum lögum sem Davíð Oddsson átti meginþátt í að sett væru.

Er um að ræða mestu eignaupptöku í sögu þjóðarinnar? Hvað finnst fólki um þessi mál?

Mosi


mbl.is Þjóðlenda á Brúaröræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka þér fyrir skrifin, Guðjón. Hæstiréttur virðist fastur í þeirri túlkun að það þurfi að sanna að farið hafi verið með kvígu um landið. Þessi mila speki "óljóst að landið hafi verið numið". Þetta rugl byrjaði með Geirlandsdómi og síðan hefur Hæstiréttur verið að eltast við skottið á sér. Gera kröfuna um að lýsing Landnámu fari saman við þinlýst landamerki. Síðan hafa engir sérfræðingar í fornritum trú á réttmæti Landnámu. Þetta er sérstök þráhyggja lögfræðinga.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.9.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Sigurjón

Þessi þjóðlendumál eru einhver mesta svívirða sem pólitíkusar hafa staðið fyrir á síðari tímum.  Mikið eru þeir ómerkilegt fólk...

Sigurjón, 24.9.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi óbyggðamál eru í eðli sínu réttarspillir. Til þess voru refirnir skornir að hafa eignarrétt af fólki. Einkennilegt er að sá stjórnmálaflokkur sem talið hefur sig vera að verja borgaraleg réttindi gagnvart ríkisvaldinu standi í fararbroddi fyrir slíku.

Hvert er eðli Sjálfstæðisflokksins?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.9.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband