19.9.2009 | 23:41
Skelfilegur arfur fortíðar
Æðibunugangurinn á fyrstu árum þessarar aldar hefnir sín. Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun og einkavæðingu bankanna var illa ígrunduð, alla vega hefði þurft að vanda betur til þeirra ákvarðana. Alltaf var vitað að þenslan vegna virkjunarinnar yrði til þess að lendingin yrði mjög hörð en sjálfsagt hefur enginn búist við þvílíkum ósköpum sem við íslendingar höfum upplifað síðastliðin misseri.
Þessi mistök verða alfarið skrifuð á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þessir stjórnmálaflokkar hafa reynst okkur Íslendingum þannig, að þeir eru í innviðum sínum nokkuð mikið spilltir og verður að fara langt út fyrir fyrir lýðræðisríki Vestur-Evrópu að finna einhverjar hliðstæður.
Fyrir nokkrum árum voru sett lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma þáverandi stjórnvöldum í skilning að slíkt fyrirkomulag væri nauðsynlegt. Fullyrt var af þáverandi ráðamönnum að Ísland væri minnst spillta land í Evrópu, gott ef ekki í öllum heiminum! Annað hefur komið á daginn. Spillingin virðist hafa verið inngróin og nær inn í helgustu vé Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Nú koma ráðamenn þessara flokka fram og gefa það ótrúlega í skyn, að núverandi ríkisstjórn sé að kenna hvernig komið sé fyrir þjóðinni! Er þetta ekki eins og að tefja og trufla björgunarliðið við nauðsynleg störf?
Á undanförnum áratugum öfluðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gríðarlegs fjár til starfsemi sinnar. Fastráðnir starfsmenn flokkanna voru í því að senda reikninga í fyrirtækin og síðar gíróseðla eftir að þeir komu til sögunnar. Ef greiðslur skiluðu sér ekki var haft samband við viðkomandi aðstandenda fyrirtækis og hann spurður hvort hann ætlaði ekki að greiða. Ef út af bar, þá fór ýmsum sögum um hvaða yfirlýsingar voru gefnar og hverjar afleiðingar þær kunnu að hafa. Þessar aðferðir minna óneitanlega á aðferð Mafíunnar á Ítalíu og sjálfsagt víðar hvernig hún aflar fjár auk tekjustofna sem tengjast sölu eiturlyfja, vændi og aðra ólöglega starfsemi sem ekki þolir að vera dregið fram í dagsljósið.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bókstaflega áttu bankana. Enginn bankastjóri né neinn yfirmaður var skipaður nema hafa flokksskírteini þessara stjórnmálaflokka. Veiting lána var eftir þessu. Meira að segja lóðaúthlutun þeirra sveitarfélaga þar sem þessir stjórnmálaflokkar voru við völd, var mjög liðuð af pólitík.
Svona var Ísland og er það að miklu leyti enn. Hvenær við losnum við þessa sögulegu meinsemd er ekki gott að fullyrða. Eftir því sem tortryggni gagnvart þessu fyrirkomulagi eykst, þá er vonin nokkur.
Við þurfum að glíma við gríðarlega fortíðardrauga sem þessir stjórnmálaflokkar hafa veitt okkur í arf.
Mosi
Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.