Skelfilegur arfur fortíðar

Æðibunugangurinn á fyrstu árum þessarar aldar hefnir sín. Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun og einkavæðingu bankanna var illa ígrunduð, alla vega hefði þurft að vanda betur til þeirra ákvarðana. Alltaf var vitað að þenslan vegna virkjunarinnar yrði til þess að lendingin yrði mjög hörð en sjálfsagt hefur enginn búist við þvílíkum ósköpum sem við íslendingar höfum upplifað síðastliðin misseri.

Þessi mistök verða alfarið skrifuð á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þessir stjórnmálaflokkar hafa reynst okkur Íslendingum þannig, að þeir eru í innviðum sínum nokkuð mikið spilltir og verður að fara langt út fyrir fyrir lýðræðisríki Vestur-Evrópu að finna einhverjar hliðstæður.

Fyrir nokkrum árum voru sett lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma þáverandi stjórnvöldum í skilning að slíkt fyrirkomulag væri nauðsynlegt. Fullyrt var af þáverandi ráðamönnum að Ísland væri minnst spillta land í Evrópu, gott ef ekki í öllum heiminum! Annað hefur komið á daginn. Spillingin virðist hafa verið inngróin og nær inn í helgustu vé Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Nú koma ráðamenn þessara flokka fram og gefa það ótrúlega í skyn, að núverandi ríkisstjórn sé að kenna hvernig komið sé fyrir þjóðinni! Er þetta ekki eins og að tefja og trufla björgunarliðið við nauðsynleg störf?

Á undanförnum áratugum öfluðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gríðarlegs fjár til starfsemi sinnar. Fastráðnir starfsmenn flokkanna voru í því að senda reikninga í fyrirtækin og síðar gíróseðla eftir að þeir komu til sögunnar. Ef greiðslur skiluðu sér ekki var haft samband við viðkomandi aðstandenda fyrirtækis og hann spurður hvort hann ætlaði ekki að greiða. Ef út af bar, þá fór ýmsum sögum um hvaða yfirlýsingar voru gefnar og hverjar afleiðingar þær kunnu að hafa. Þessar aðferðir minna óneitanlega á aðferð Mafíunnar á Ítalíu og sjálfsagt víðar hvernig hún aflar fjár auk tekjustofna sem tengjast sölu eiturlyfja, vændi og aðra ólöglega starfsemi sem ekki þolir að vera dregið fram í dagsljósið.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bókstaflega „áttu“ bankana. Enginn bankastjóri né neinn yfirmaður var skipaður nema hafa flokksskírteini þessara stjórnmálaflokka. Veiting lána var eftir þessu. Meira að segja lóðaúthlutun þeirra sveitarfélaga þar sem þessir stjórnmálaflokkar voru við völd, var mjög liðuð af pólitík.

Svona var Ísland og er það að miklu leyti enn. Hvenær við losnum við þessa sögulegu meinsemd er ekki gott að fullyrða. Eftir því sem tortryggni gagnvart  þessu fyrirkomulagi eykst, þá er vonin nokkur.

Við þurfum að glíma við gríðarlega fortíðardrauga sem þessir stjórnmálaflokkar hafa veitt okkur í arf.

Mosi

 


mbl.is Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband