18.9.2009 | 18:41
Er fólk með öllum mjalla?
Því miður brást Sjálfstæðisflokkurinn þjóðinni gjörsamlega í að'draganda bankahrunsins. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir gríðarlega fjármálaspillingu og blekkingum var meira að segja beitt, t.d. gegnum Fjármálaeftirlitið. Þar virðist eins og allir hafi sofið í vinnunni frá því eldsnemma á morgnana og þangað til menn sluskuðust heim seint á kvöldin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt Framsóknarflokknum verið spillingarbæli. Þeir létu afskiptalaust að bönkunum var breytt í ræningjabæli með einkavæðingu þeirra.
Hvað er það fólk að hugsa sem vill kjósa þessa flokka? Vill það að rannsókn á bankahruninu verði stöðvað, Eva Jolin og saksóknari rekinn, grunaðir menn gefnar upp allar sakir? Líklegt er að svonefnd frjálshyggja verði aftur það leiðarljós sem hefur reynst okkur djöfullega. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju bera enga samfélagslega ábyrgð, þar er aðalatriðið að koma ár sinni svo vel fyrir borð með því að græða á kostnað annarra.
Foruysta Sjálfstæðisflokksins veit ekkert hvað hún vill annað en að komast aftur til valda. Því miður yrði sá litli ávinningur sem fram að þessu hefur náðst hjá núverandi ríkisstjórn að engu hafður. Ætli það yrði ekki fyrsta verk Bjarna Benediktssonar hins ístöðulausa formanns Sjálfstæðisflokksins að reka Evu Joly ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og alla saksóknarna og gefa þessum vandræðamönnum sem ábyrgð bera á bankahruninu upp allar sakir?
Það væri slæmt ef sú þróun yrði. Frjálshyggjan er ein sú versta sending sem við höfum fengið. Þar er ábyrgðarleysið, spillingin, sérhagsmunapotið og allt svínaríið. Er það sem við viljum?
Er fólk með öllum mjalla sem vill þessa stjórnmálaflokka aftur til valda?
Mosi
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Þeir sem aðhyllast frjálshyggju bera enga samfélagslega ábyrgð", ég krefst röksemdarfærsu fyrir þessari fullyrðingu þar sem "þar er aðalatriðið að koma ár sinni svo vel fyrir borð með því að græða á kostnað annarra" myndi varla kallast rökstuðningur heldur aðeins önnur órökstudd fullyrðing.
Með von um að þú rökstyðjir, þar sem eins og þú ættir nú að vita standa órökstuddar fullyrðingar á brauðfótum þar sem enginn ástæða er til þess að taka mark á þeim enda eru þær órökstuddar.
Rafn Steingrímsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:56
Frjálshyggjan er búin að vera en ekki sérhagsmunagæslan. Nú er að fara í gang "gagnbylting". Ekki óvænt byrjar hún á Morgunblaðinu. Ef DO verður gerður að ritstjóra þar er það fyrir mér staðfesting. Sjálfstæðisflokkurinn verður að koma í veg fyrir að frekari uppljóstranir skeki flokkinn að rótum. Það verður að koma þessari ríkisstjórn frá.
Gísli Ingvarsson, 18.9.2009 kl. 18:59
Rafn: Frjálshyggjumenn vísa oft til Adams Smiths til að réttlæta skoðanir sínar. Adam þessi ritaði aðra bók en Auðlegð þjóðanna sem því miður frjálshyggjumennirnir vilja helst ekki vita af. Þar er nefnilega farið í siðfræðina að baki skoðunum höfundarins. Það er því nauðsynlegt að lesa þessar bækur báðar og tileinka sér þær. Um þetta mál var fjallað í Speglinum fyrir ekki alls löngu.
Gísli: Það væri mjög slæmt ef stjórnmálamaður á borð við Davíð Oddsson væri ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Það þýddi stríðsyfirlýsing gagnvart öllum þeim sem hafa tapað aleigu sinni vegna bankahrunsins. Svo virðist sem þessi maður ásamt fleirum hafi verið steinsofandi í vinnunni þá bönkunum var breytt í ræningjabæli. Spillingin hefur aldrei verið eins hrikaleg og nú á þessum síðustu árum. Er slíkt ástand eftirsóknarvert?
Mér finnst það vera mjög alvarlegt ef ráðamenn Morgunblaðsins telji að breyta eigi þeim fjölmiðli sem hefur verið með þeim bestu í landinu s.l. 30 ár í flokksblað á borð við Pravda Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna. Er það virkilega ætlunin?
Ætli landflóttinn yrði þá ekki alger?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.9.2009 kl. 19:13
með fullum mjalla??Þakka komplimenntið /kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 18.9.2009 kl. 19:58
Vona þú hafir ekki tekið þessa glósu persónulega til þín.
Guðjón Sigþór Jensson, 19.9.2009 kl. 23:49
Persónulega geri maður það kannski ekki,það hefur ekki alltaf verið Framsókn og sjálfstæðisflokkur hér við stjórnvölina við systkinin vorum 4 og eg yngstur 8 ára!!!þegar Eg misti föður minn minn 1942 sem var sökt af Þýskum kafbát á leið frá Bretarlandi með B/V Jóni Ólafssyni!!! urðu þarna á nokkrum árum um nokkur hundruð börn föðurlaus mikið af þessum börnum fóru á allskonar vergang,ekkert fékkst i bætur en þetta fólks er eg hefi siðar kynnst seinni ár hafa orðið að vera sjálfstæðar persónur og eru ennþá mikið af þeim sem lifa/þetta mótar fólk,mitt fólk var flest Kratar eða Alþýðuflokksfólk,svo voru kommar allaballar Kratar og sjálfstæðismenn við stjórn á okkar mesta frammfaraskeiði
Haraldur Haraldsson, 20.9.2009 kl. 23:18
Viðbót við þetta er að vara sjálfstæður er ekki að vera kapaltalisti alls ekki þetta verður maður að sylja ,það er ekkert vont við það að hafa sjálfstæðar skoðanir Mosi!!!!Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 20.9.2009 kl. 23:20
Þakka þér Haraldur
Já þetta hafa ábyggilega verið erfiðir tímar að alast upp á þessum varhugaverðu tímum sem stríðið var. Fróðlegt væri að hittast við hentugleika að rifja þessi ár þó langt sé um liðið. Faðir minn fór snemma suður frá Ísafirði að freista gæfunnar. Hann tók bílpróf hjá Helga Hannessyni kennara frá Ísafirði, ók vörubíl með rauðamöl úr Rauðhólum í flugvöllinn um tíma, síðar ók hann leigubíl og það varð hans ævistarf. Faðir minn var dæmigerður krati og var jafnvel ekki langt frá Alþúyðubandalaginu eftir að Hannibal kom einnig suður og lét til sín taka með sonum sínum á eftirminnilegan hátt. Faðir minn dáði Hannibal mjög enda hafði hann gríðarleg áhrif í þjóðfélaginu og lét margt gott af sér leiða.
Sjálfur var eg ekki langt frá Sjálfstæðisflokknum, á marga góða vini, granna og kunningja sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum. Núna í fyrradag hjólaði eg t.d. með bæjarstjóranum okkar í Mosfellsbæ, Haraldi Sverrissyni úr Mosfellsbæ og niður í miðbæ Reykjavíkur.
Eg lagði áherslu mjög snemma að vera fjárhagslega sjálfstæður og engum háður. Á tuttugu árum keypti eg og fjölskylda mín töluvert af hlutabréfum. Þetta voru ekki háar fjárhæðir en þegar arðurinn fór upp úr öllu valdi, var eðlilega keypt meira.
Við höfðum trú á að fjárfesta í fyrirtækjum og bönkum værum við að styðja atvinnulífið.
Í aðdraganda hrunsins beinist athyglin sífellt meira að Sjálfstæðisflokknum og sérstaklega afskiptaleysi af að koma í veg fyrir að þessi ósköp gætu orðið. Svo virðist sem á þeim bæ hafi verið steinsofandi og ekkert viljað að gera.
Þegar Davíð var forsætisráðherra var því lætt að þjóðinni að engin spilling væri hér á landi og þjóðin taldi sig vera þá hamingjusömustu í víðri veröld. Um miðjan ágúst í fyrra gefur Fjármálaeftirlitið út yfirlýsingu að allt væri í himnalagi í íslensku bönkunum. Gagnrýni væri bull og vitleysa. Svo hrynur bókstaflega allt, ég var staddur austur í Rússlandi um þetta leyti í fyrra og gat ekki fylgst með ástandinu né gera neinar ráðstafanir til að draga úr tjóni. Þegar eg kom heim með félögum mínum í SKógræktarfélagi Íslands frá Kamtsatka í Síberíu um Mosku, þá féll fyrsti bankinn og síðan hver af öðrum. Eg missti nánast allt mitt sparifé undanfarna tvo áratugi sem aðrir hafa sóað og eytt í bruðl og brask. Hver ber pólitíska ábyrgð á þessu? Af hverju axlar enginn ábyrgð eftir nær 18 ára setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn? Allir þegja þunnu hljóði. Telja þeir sig hafna yfir lög og allt réttlæti í landinu? „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti“ er haft eftir Jóni Hreggviðssyni í Íslandsklukkunni. Kannski að þögn þessara herramanna sé vegna þess að þeir vita upp á sig skömmina en þora ekki að standa reikningsskap gerða sinna.
Hérna er komin skýringin á því hvers vegna eg er svo gramur út í Sjálfstæðisflokkinn. Á þeim bæ hefur enginn beðist afsökunar en flestir hafa látið sig hverfa. Eftir standa nokkrir piltar í stuttbuxnadeildinni og gefa ríkisstjórninni langt nef og kenna henni um allt að því virðist vera.
Það finnst mér mjög athyglisvert að eini ráðamaður þjóðarinnar sem beðist hefur opinberlega afsökun á hlut sínum er Ólafur Ragnar Grímsson forsetinn okkar. Mér finnst hann maður að meiri og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar.
Eg vil gjarnan vera kapitalisti en ekki með Sjálfstæðisflokknum eins og hann hefur komið fram við okkur Íslendinga í hrunadansinum mikla. Minn kapitalisma má rekja til siðbótamannsins Kalvins sem fæddist 1509 eða fyrir 5 öldum en ekki endilega annarra.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2009 kl. 11:34
Halli gamli hefur alltaf sagt batnandi mönnum er best að lifa,af mistökunum lærum við,engin verður óbarin Biskup og svo framvegis,Mistök voru gerð og það í öllum flokkum nema kannski V.G. en þau koma aftur nú þegar þeir snúast um 180' eða meira ,þessir menn sem predikuðu mest um að allt væri að fara til fjandans ,hvert stefna þeir nú!!! svaraðu því fyrir hann Steingrím og Ögmund,svo maður gleymi nú ekki Jóhönnu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 21.9.2009 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.