10.9.2009 | 10:50
Góður bæjarstjóri hættir
Því miður er vinstri meirihlutinn á Álftanesi fallinn. Mjög hæfur og góður bæjarstjóri hættir eftir erfitt en farsælt starf. Sigurður hefur ætíð verið sanngjarn í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir höndum. Hann hefur viljað stýra bæjarfélaginu með hagsmuni allra bæjarbúa í huga en ekki dregið hagsmuni eins fram yfir og á kostnað annarra. Má t.d. geta um deilu vegna lóðar þar sem eigandi hennar vildi byggja á lóðinni sem var þvert á fyrri ákvarðanir um verndun fjörunnar. Af þessu urðu háværar deilur sem því miður rötuðu í fjölmiðla. Sigurður setti niður þessa alvarlega deilu áður en verra stóð af. Mátti viðkomandi nokkuð vel við una en hann hafði teygt sig nokkuð langt í hagsmunagæslu sinni.
Í Reykjavík er svipaða sögu að segja: forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt ofurkapp á að endurheimta meirihlutastjórn. Því miður verður að segja að borginni hafi verið fremur slælega stýrt á þessu kjörtímabili, a.m.k. með hliðsjón af löngu en krefjandi starfi vinstri meirihlutans í borginni.
Nú hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins með sínum alkunna bægslagangi sprengt upp nauman vinstri meirihlutann á Álftanesi. Þessi flokkur ætti nú um þessar mundir að láta sem minnst á sér bera enda er hneyksli hvernig hann stýrði landinu í nær 18 ár sem endaði næstum með þjóðargjaldþroti. Því miður virðast þeir ekki kunna sér neitt hóf en eru alltaf til að taka slaginn í nýtt valdaævintýri.
Það er greinilegt að þessir valdamenn láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þeir halda áfram að sprengja og sundra í þeim eina tilgangi að komast til valda á þann hátt sem ekki er sæmandi stjórnmálaflokki á 21. öld sem þó telur sig vera fylgjandi lýðræði.
Svona vinnubrögð þekkjast í löndum þar sem lýðræðið á í varnarbaráttu. Valdagræðgin leiðir marga út á varhugaverðar brautir og eru víða vítin til að læra af. Kannski að forysta Sjálfstæðisflokksins sé gjörsamlega blind á söguna í reikulli baráttu fyrir tilveru sinni.
Mosi
Sigurður lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Mjög hæfur og góður bæjarstjóri hættir eftir erfitt en farsælt starf"
Annað hvort þekkir þú ekki til starfa þessa manns eða þetta eiga að vera öfugmæli.
"Sigurður setti niður þessa alvarlega deilu áður en verra stóð af".
Bæjarstjórinn er með þessa deilu fyrir dómstólum þar sem eigendur lóðarinnar sem misgert var við krefjast tuga milljóna í skaðabætur af bæjarfélaginu. Og það sem verra er að miklar líkur eru á að bænum verði gert að greiða skaðabæturnar.
Vinstri meirihlutinn á Álftanesi sprakk vegna óánægju með störf bæjarstjórans. Til þess þurfti enga aðstoð hins "vonda" minnihluta.
Væri ekki ráð að þú kynntir þér þessi mál áður en þú gusast fram á bloggvöllinn með staðlausa stafi?
Sveinn Ingi Lýðsson, 10.9.2009 kl. 11:32
Þetta er ódrengilega mælt, Sveinn. Ummæli þín, tónninn, segir meir en heil saga. Sjallarnir spiluðu á Nerófiðluna þarna (sem víðar).
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:46
Sveinn er nú bara að leiðrétta staðreyndavillur í bloggfærslu Mosa. Sennilega af því hann er í vinafélagi Ara Fróða. Sé ekkert ´´ódrengilegt´´ við að leiðrétta staðreyndavillur. Það vita allir allt um þetta sem eitthvað fylgjast með fréttum og hafa lengra minni en gullfiska.
Einar Guðjónsson, 10.9.2009 kl. 15:37
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer í herferð og tekur ákvarðanir, þá er sjálfsagt að vera á varðbergi. Nú á greinilega að taka sénsinn og grafa undan mjög góðri stjórn Sigurðar. Hvað tekur við? Verður kannski allt sem unnt er að einkavæða einkavætt? Kannski dettur einhverjum þessara manna að eyðilegga þá náttúruparadís sem fjörurnar og náttúra Álftaness hefur upp á bjóða, vegtna skammtímasjónarmiða.
Þessi tíðindi eru váleg. Hvað Sveini og Einari gengur til, væri æskilegt að þeir rökstyddu fullyrðingar sínar betur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2009 kl. 19:02
Það er nú sjálfsagt afstætt hvað sé "hæfur og góður" og hvað sé slæmur bæjarstjóri. Í mínum huga er góður bæjarstjóri sá sem heldur sínum hóp saman og skapar samstöðu í sveitarfélaginu. Sigurgeir Sigurðsson á Seltjarnarnesi er gott dæmi um slíkan bæjarstjóra. Bjarni Þórðarson sem var bæjarstjóri í Neskaupst á mínum æskustöðvum er dæmi um annan slíkan farsælan bæjarstjóra. Bæði Sigurgeir og Bjarni áttu fylgi langt útfyrir flokksfylgi og fengu ítrekað endurnýjað umboð kjósenda.
Það var ófriður í bæjarstjórn á Álftanesi þegar Sigurður Magnússon var í minnihluta og það var áfram ófriður eftir að hann settist í stól bæjarstóra. Ég flutti á Álftanesið 2002 og þann tímar hefur ekki verið friður í bæjarstjórn. Þann tíma hefur Sigurður Magnússon setið í bæjarstjórn.
Í ljósi þess að meirhluti Á lista fellur vegna þess að Margrét sættir sig ekki við vinnubrögð Sigurðar og þannig hefur honum ekki tekist að skapa sátt í sveitarfélaginu og einnig mistekist að halda hópnum sem skipa Á listann saman, þá mun Sigurður vart flokkast farsæll bæjarstóri. Saga Sigurðar í bæjarstjórn, eins og raunar saga bæjarstjórnar á Álftanesi, er saga átaka en ekki sátta.
Gísli Gíslason, 11.9.2009 kl. 10:13
Mér var bent á að unnt sé að sjá upptöku af fundi bæjarstjórnar Álftanes á þessari slóð:
//media.nepal.is/fundargerdir?clip=Skra_0036900.wmv
Sigurður fráfarandi bæjarstjóri hélt ræðu um ástandið í bæjarstjórninni þar sem hann fór yfir málin. Hann skýrði ástæðurnar fyrir því hvers vegna hann tók þá ákvörðun að taka þátt í stjórnmálum á Álftanesi en það var m.a. vegna þess að snúa við óheillaþróun í skipulagsmálum. Aðkoma hans er fyrst og fremst vegna þess að hann vill varðveita einstakt náttúrufar nessins.
Í máli hans kom fram að ekki var hugmynd sparkliðsins að hafa fundinn opinn. Sem bæjarstjóri óskaði hann eftir því að fundurinn væri opinn og má hver sem er skoða og heyra hvar þar fór fram.
Athygli vekur hve sparkliðið virðist vera með óljósar hugmyndir um hvað við skal taka.
Fögur voru orð Kristínar Fjólu bæjarfulltrúa þar sem hún þakkaði fráfarandi bæjarstjóra.
Þetta haust og þessi vetur verður sjálfsagt mjög stormasamur á Álftanesi. Hvort sparkliðið hafi árangur sem erindi í þessari uppákomu, skal ósagt látið. En slæmur fnykur er af þessu máli, dæmigert upphlaup og moldvirði sem engum kemur að gagni, nema þeim sem kannski vilja skemmta skrattanum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.9.2009 kl. 15:50
Að lokum þetta. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem sprengdi þetta samstarf Á lista. Það sprakk innan frá, m.a. vegna þess að Margrét Jónsdóttir var búin að fá nóg og meira ein nóg af vinnubrögðum Sigurðar Magnússonar fyrrverandi bæjarstjóri. Það að kalla þá sem eru ekki meðvirkir með fyrrverandi bæjarstjóra, sparklið, dæmir sig sjálft.
Hafðu góðar stundir.
Gísli Gíslason, 11.9.2009 kl. 22:45
Voru ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins að bera í víurnar og reyna að sprengja meirihlutann á Álftanesi? Svo virðist að þeim hafi tekist það. Verði ykkur íhaldsmönnum að góðu.
Hvað tekur við?
Ætli næstu sveitarstjórnarkosningar verði ykkur ekki jafnmikil vonbrigði? Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2009 kl. 12:28
Á listinn sprakk þegar Á listamaðurinn Kristján Sveinbjörnsson kom tilbaka í bæjarstjórn. Á listi vildi ekki vinna með honum og þá boðaði Sigurð Magnússon, Sjálfstæðisflokkin á fund með sér og vildi meirihlutasamstarf. Um það leyti sagði Margrét sig frá Á-listanum. Þá var Á listinn klofinn í 3 fylkingar og það tókst þeim algerlega án hjálpar Sjálfstæðisflokksins, en ég hygg að vinnubrögð fyrrverandi bæjarstjóra hafi ráðið þar miklu. Síðan þá hefur verið stjórnarkreppa á Álftanesi.
Rétt skal vera rétt. Á listinn sprakk innanfrá en ekki vegna þess að "Sjálfstæðisflokkurinn væri að bera víurnar og reyna að sprengja meirihlutann á Álftanesi."
Hvað tekur við er óráðið en Á listinn, undir forystu Sigurðar Magnússonar er búinn að sökkva sveitarfélaginu í skuldafen, því miður.
Gísli Gíslason, 14.9.2009 kl. 10:24
Mér fannst Sigurður útskýra þessi mál mjög vel í varnarræðu sinni, þ. á m. þessi skuldamál. Sem kunnungt er, hefur reksatur grunnskóla verið öllum íslenskum sveitarfélögum mjög erfiður. Þegar auk þess bætist við að aldursskipting íbúa er Álftanesi sérlega óhagstæð, tiltölulega mjög hátt hlutfall íbúa á grunnskólaaldri, þá er það hvorki Sigurði né Álftaneshreyfingunni fremur en öðrum að kenna.
Það ber að vanda málflutninginn betur, Gísli! Það skal hafa það sem sannast og rétt er!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.