Hvað kemur fólki til?

Einkennilegt er að til skuli vera fólk sem í skjóli myrkurs eyðileggur eða stórskemmir sem öðrum tilheyrir. Þetta er með öllu óskiljanlegt og enginn getur vænst þess að einhað geti réttlætt slíkan verknað.

Í frjálsu þjóðfélagi er okkur heimilt að hafa skoðanir á öllu milli himins og jarðar. En okkur er ekki heimilt að setja þær fram á meiðandi hátt eða að vaða í að skemma það sem öðrum tilheyrir. Slíkt er grófleg misnotkun á þessari heimild. Umburðarlyndi hefur verið mikið í samfélaginu ekki síst gagnvart þessum svonefndu útrásarvíkingum sem þegar á botninn er hvolft, ráku bankana og mörg fyrirtæki eins og hvert annað ræningjabæli.

Samfélagið á auðvitað að gera eigur viðkomandi upptækar upp í þann mikla kostnað sem við höfum tekið á okkur. Það tekur auðvitað sinn tíma að koma lögum yfir þessa herramenn.

Þeir þokkapiltar og hugsanlega konur sem ganga um í skjóli myrkurs, stórskemma eigur annarra, verða auðvitað að standa reikningsskap gjörða sinna.

Mosi


mbl.is Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður veit ekki hvað kemur mönnum til, kannski er það að eyðileggja vinnuvélar í þessu tilviki, kannski það hafi verið það sem mönnum stóð til :)

Tóti (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Viðkomandi eru í svipuðum sporum og þeir sem breyttu bönkunum í ræningjabæli. Þeir vissu hvað þeir voru að gera!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband