Af hverju hrundi fjármálakerfið?

Margar ástæður má draga fram til að lýsa hvað gerðist.

Agaleysi, léttúð, græðgi og ævintýramennska þar sem menn týndu sér í siðlausri gróðafíkn.

Eitt er það sem mér fannst vera mjög einkennilegt sem snéri að Fjármálaeftirlitinu. Fyrir nokkrum árum var afnumið að opinbera tilkynningar um innherjaviðskipti. Fram að þeim tíma var öllum opnar upplýsingar sem fylgjast vildu með fjármálamarkaðinum. Ef innherji var að kaupa eða selja hlutabréf sem hann tengdist, var það sett á vef Fjármálaeftirlitisins.

Fullyrða má að viss vatnaskil verða þegar hætt er að birta þessar upplýsingar. Nauðsynlegar upplýsingar sem nýttust okkur litlu hluthöfunum var beinlínis haldið frá okkur. Hvers vegna? Var það þjónusta við þá sem vildu fá óbundnar hendur til að fá að valsa frjálslegar um fjármálakerfið?  

Við gátum dregið okkar ályktanir af þegar við sáum að einhver innherji væri að kaupa eða selja. Eftir að hætt var að birta þessar upplýsingar, gátu þessir innherjar verið mun stórtækari en áður í græðgi sinni og blekkingum. Þeir keyptu hlutabréf gegn veði í öðrum hlutabréfum og smám saman varð til einhver blekkingarvefur sem nú er verið að reyna að vinda ofan af.

Mosi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband