3.9.2009 | 18:42
Erum við sigruð þjóð?
Icesafe brjálæðið hefur legið eins og mara á þjóðinni.
Stjórnendur Landsbankans hafa gefið ýmislegt í skyn og augljóst er að þeir hafa kappkostað að keyra þessa reikninga áfram undir einkennilegu flaggi sem sennilega má telja að hafi verið til að nota í blekkingaskyni.
Eftir Sigurði Líndal prófessor var haft fyrr á þessu ári að við Íslendingar yrðum að gera okkur ljóst að við værum sigruð þjóð. Yfirvöld okkar sem áttu að bera ábyrgð á þessum málum, voru steinsofandi. Mikilvægara var að sitja sem fastast og að hafast ekkert til að koma í veg fyrir öll þessi ósköp. Því miður hefur Sigurður að öllum líkindum rétt fyrir sér.
Nú verðum við að semja enda engir aðrir góðir kostir í boði.
Með fyrirvörunum sem Alþingi setti, þá erum við að sporna við algjörri niðurlægingu okkar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stofnað til með kærulausri einkavæðingu á sínum tíma. Þá voru bankarnir afhentir ævintýramönnum sem betur hefðu átt að koma hvergi nálægt stjórnun banka. Sumir þeirra höfðu meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Englandi fremur en að stýra bönkunum af þeirri varfærni sem alltaf er nauðsynleg.
Við VERÐUM að fá bresk og hollensk yfirvöld í lið með okkur að endurheimta sem mest af því mikla fé sem fóru í þessa Icesafe reikninga og að koma lögum yfir þessa þokkapilta sem ábyrgð bera á þessari dæmalausu og einstöku léttúð.
Mosi
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segjum sem svo að ég skuldi Jóni Jónssyni 100 krónur (Jón Jónsson eru sparifjáreigendur Icesave og ég er Íslenska ríkið í þessu tilviki). Ég á eins og er bara 20 krónur og borga Jóni þær upp í skuldina.
Þér líst ekki sem best á það (þú í þessu tilviki = Bretar og Hollendingar, ekki þú persónulega btw) og ákveður að borga Jóni þær 80 kr sem vantar upp á ... vonandi með mínu samþykki.
Nú kemur þú til mín og rukkar mig um 80 kr + vexti, lögfræðikostnað og hvaðeina og semur við alla að ég fái engin laun né neitt fyrr en ég er búinn að semja við þig.
... þannig er Icesave.
Bull að "verða að fá Bresk og Hollensk" stjórnvöld í lið með okkur eftir að þeir beittu þessari líka ógeðslegu einokunarstarfsemi á okkur. Við "verðum" að semja við þá um lánið ... við "megum" ekki fá lán hjá neinum öðrum til þess að borga þeim bara beint?
Hvaða helvítis bull er þetta?
Björn Leví Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 19:14
Skil ekkert í þessum útreikningum. Endilega settu þá skýrar og einfaldar fram.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2009 kl. 19:56
grunnurinn að þessu er að bretar og hollendingar lánuðu okkur pening til þess að tryggingasjóður gæti borgað áður en við sömdum um skilmála lánsins. Icesave samningarnir eru samningaferli um lán sem við erum þegar búin að fá og með því að blokka AGS og norrænu lánin þá sitja bretar og hollendingar í einokunarstöðu um lánaskilmála.
Björn Leví Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 22:20
Bretar og Hollendingar sáu strax að ekki var allt með felldu varðandi þessi Icesafe innlán. Þeir gera sér grein fyrir að innistæðutrygging er mikilvæg til að koma í veg fyrir algjöran fjárflótta úr öðrum bönkum. Var ekki einmitt það sem gerðist í Wall Street í okt. 1929 þegar fólk tók fé í stórum stíl út úr bönkum og vildu selja hlutabréf? Allt hrundi sem hrunið gat en allir reyndust tapa nema auðvitað nokkrir braskarar.
Bretar og Hollendingar tryggja og greiða þessar innistæður og knýja Íslendinga um endurgreiðslur. Við verðum að fá aðstoð þessara þjóða að endurheimta sem mest af þessu mikla fé.
Þá er því miður um þrefalt hærri fjárhæð meira og minna í vanskilum. Skuldir Íslands erlendis eru aðeins um 25% Icesafe, hitt eru á vegum fyrirtækja, banka, sveitarfélaga og einstaklinga.
Það hefnir sín ætíð að lifa um efni fram. Að efna til skulda í góðæri er með öllu óskiljanlegt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.9.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.