Hvað þýðir þetta fyrir okkur mörlandann?

Þegar rætt er um nýtt hlutafjárútboð, þá fær Mosi gæsahús. Hvað þýðir þetta fyrir okkur mörlandann? Er verið að þynna út hlutina eins og gert var á lymskulegan hátt í Exista þegar nokkrir dáðadrengir þynntu út hlutaféð um 50 milljarða en aðeins einn milljarður og kannski ekki eyrisvirði var greitt inn í hlutafélagið?

Í þessu tilfelli Geysir Green er verið að skiptast á hlutafé og spurning hversu mikil verðmæti ganga á milli aðila. Er um sanngjörn skipti að ræða? Eru hlutirnir sambærilegir?

Sem hluthafi í Atorku sem á umtalsverðan hlut í Geysi Green hefur Mosi vissar efasemdir. Þessi mál þarf að útskýra betur fyrir venjulegu fólki. Ástæða er til að vera á VARÐBERGI t.d. vegna þess sem gerðist í Exista. Þar náðu refirnir að gleypa 1999 lömb af 2000. Upphaflegu eigendurnir fengu að halda með öðrum orðum einu lambi af 2000!

 Svo refslega var farið með hagsmuni venjulegs fólks. Hagur þeirra sem höfðu keypt hlutabréf var gjörsamlega fyrir borð fleygt í þágu þeirra sem vildu gæta skammtímahagsmuna sinna.

Hagur okkar litlu hluthafanna og lífeyrissjóðanna er að fyrirtækið sé rekið jafn blómlega nú og eftir 30 ár en ekki hvort unnt sé að bjarga því frá gjaldþroti vegna einhverra fjárglæfra braskara úti í bæ.

Mosi


mbl.is Hlutafé fyrir 21 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta þýðir að glæpafyritækið GGE er ekki dautt úr öllum æðum. Hagur okkar íslendinga er falin í því að þetta fyritæki komi ekki nálgt neinu í orkumálum á Íslandi heldur láti sér nægja að svindla á útlendingum. Einnig væri mjög æskilegt að GGE mundi slíta öll sín tengsl við Ísland og skrá aðsetur sitt á Tortola.

Guðmundur Pétursson, 23.8.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband