Enn eitt slysið þar sem vélsleði kemur við sögu

Því miður er ríkjandi mikil léttúð meðal margra landa okkar. Mörgum finnst sjálfsagt að gera það sem honum sýnist og sérstaklega þykir gaman að hafa mörg hestöfl milli handanna til að fara geyst. Oft er áfengi með í för og það getur haft alvarlega afleiðingu í för með sér.

Sjaldan gera slys boð á undan sér og oft er undirbúningi áfátt. Mörgum finnst jafnvel sjálfsagt að björgunarsveitir séu ætíð viðbúnar því að fara til fjalla að leita að fólki. Oft setja björgunarsveitarmenn sig í lífshættu. Þeir eru í þessu af áhuga og yfirleitt alltaf í sjálfboðavinnu.

Eigi er ljóst hve tjón samfélagsins er mikið þar sem kæruleysi og léttúð kemur við sögu. Oft hefur mátt koma í veg fyrir óþarfa útköll með betri undirbúningi og fyrirhyggju.

Björgunarsveitir eiga hiklaust að setja upp gjaldskrá fyrir þá þjónustu sem þær veita. Þar á að reikna með öllum útlögðum kostnaðir og jafnvel að einhverju leyti launakostnaður sé reiknaður með. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast á ferð þar sem áhætta er mikil verði að kaupa tryggingu hjá tryggingarfélagi.

Slík ákvörðun björgunarsveita myndi ábyggilega draga verulega úr vélvæddum tómstundum þar sem vitað er að akstur utan viðurkenndra leiða kemur við sögu. Við eigum að taka upp vinnubrögð sem viðurkennd eru víðast hvar annars staðar. Má t.d. vísa til Sviss í því sambandi. Enginn gengur á Matterhorn né önnur varhugaverð fjöll nema hafa sýnt bæði að hafa keypt tryggingu til greiðslu björgunarkostnaðar ef á það reynir. Víða er umferð vélknúinna farartækja stranglega bönnuð, t.d. vélknúinna báta sem annara tækja á vötnum.

Mosi


mbl.is Féll í sprungu á Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

það getur verið varasamt að fara á fætur á morgnana

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 27.6.2009 kl. 20:30

2 identicon

Það er alveg merkilegt hvað það er mikið til af snillingum eins og þér, auðvitað þarft þú að draga áfengi inn í þessa frétt af slysinu. Að sjálfsögðu eiga allir að ferðast um í appelsínugulum Core-tex göllum og labba á fjöll , merktir einhverju ferðafélagi eða skátum,  þú ert greinilega enn einn náttúru "kominn " sem ert á móti öllu sem hreyfist fyrir vélarafli.   Þér hefur nátturlega ekki dottið í hug að um slys hafi verið að ræða .....það þykir sjálfsagt að sækja göngufólk með þyrlunni upp í Esjuna en annað ef það er einhver á vélknúnu ökutæki.

Þú ert að sjálfsögðu með próf frá leiðsöguskólanum  og veist "allt " sem kemur að ferðalögum á fjöllum ,   sorry ég vann í útivistarbúð í 12 ár og annað eins saman safn af Snillingum " fávitum" sem kom til okkar að versla hef eg aldrei séð. 

Stöðugt er talað um hvað ökutæki eru að skemma fyrir okkur náttúruna og víða sjást för eftir slík faratæki,     eitt veit ég þó að það er fátt fallegra en flott spólfar upp brekku   annað en einhver appelsínugulur galli á göngu með bakpoka . 

Ekki dæma fyrr en vitað hvað hefur gerst í þessu slysi .

Valli nagli (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessar athugasemdir þínar Valli nagli eru vart svaraverðar. Þú berð leiðsögumönnum slæm ummæli sem eru ekki neinum sæmandi. Og að rita undir dulnefni gerir hlut þinn ekki betri.

Undirbúningur ferða er oft mjög ábótavant. Stundum er lagt af stað án þess að huga að veðri eða hafa nauðsynlegan búnað með, t.d. hlífðarfatnað. Fyrir allmörgum árum létust erlendar hjúkrunarkonur á Fimmvörðuhálsi einhverjum varhugaverðasta ferðaáfanga í landinu.

Með þessari athugasemd minni með þessari frétt af vélsleðaslysi á Langjökli vildi unrirritaður hvetja til að björgunarsveitir settu upp gjaldskrá eins og hvert annað þjónustufyrirtæki. Þessar sömu björgunarsveitir fjármagna starfsemi sína með allskonar sjálfboðaliðastarfi og sníkjum sem mörgum finnst blóðugt að þurfa að taka þátt í.

Þetta er sennilega ekki síðasta slysið þar sem vélknúið farartæki kemur við sögu. Hvers vegna ekki er ekki skyldutrygging hliðstæð og er með ökutæki sem ætlað er að aka á þjóðvegunum? Þessi ábyrgðartrygging á að tryggja þeim bætur sem verða fyrir tjóni vegna notkunar ökutækisins án tillits til hver stýrir. Eigandi er ábyrgur en þeir sem verða fyrir tjóni eiga að vera nokkuð öruggir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband